Litli Bergþór - 01.04.2006, Page 15

Litli Bergþór - 01.04.2006, Page 15
Þorrablóts „kveðskapur“ ✓ Höfundur: Helga Agústsdóttir Hún tekur fram að þetta sé ort fyrir stundina, þegar það er flutt, en vegna beiðni sé lesendum Litla- Bergþórs gefinn kostur á að lesa það. Úthlíðarkirkja (Lagboði: Fljúga hvítu...) Kirkjan mín er komin hér kann mér varla læti. Allt nú verður meira á mér marga tek sæti. Gleðibungan (Lagboði: Kristján í Stekkholti) Bungu af gleði er bráðnauðsynlegt sér að finna; einkum nær efna skal innilegustu til kynna. Bý ég þá flott, bísperrt sér dillar mitt skott; gjálífi gjaman vil sinna Rollulausar réttir (Lagboði; Afi minn fór... ) Komnir eru konur, menn koníak og vindur, en eitthvað vanta virðist enn væntanlega kindur. Fattir syngja af feiknaraust frændur héma saman. Kært mér væri ef kindaraust kaffærðí það gaman. Ljóðalíf Siggu Ég hrekk upp af draumnum -og sé að við erum tvö ein undir frystikistunni -og ekkert að gera nema vera til nakin í norðangaddi -og mér varð ljóst að frystkista er skárri en ekkert. -Jafnvel þótt við séum ekkert að gera - sem er slæmt. Ljóðabækur (Lagboði: Feginn vild eg fara á hana fóstm mína) Aldrei hef ég ort að gagni utan núna eftir að ég Amarholtið eignaðist og það er stoltið. A kindum líka kann ég skilin kostulegu, þær mér verð að yrkisefni. Átt’ og sautján þar til nefni. Ótalinn er Sævar þá minn ektamaki. Hann er landsins sannur sonur sá kann nú að gleðja konur. Útrás barna- og kammerkórs til Japan (Lagboði: í skólanum í skólanum...) I kórunum, í kórunum er kæt’ og voða gaman Við syngjum allt með sætum róm og sífellt náum betri hljóm. í kórunum, í kómnum er kæt’ og voða gaman Við trítluðum um Tokyo og tróðum upp með glýju. Líka tókum lagstúfa í litlu Slóveníu. Svo komumst næst til Kairo, Kualalumpur, Tabago. I kómnum, í kórunum þar kostar sitt að vera. Byggingaþróttur Sigurgeirs (Lagboði: Ég vitja þín æska...) Ég byggi hér hús svona bráðfljótur til og ég byggi minnst fjögur á dag. Og um lóðir ég sæki svo leifturhratt - skil allt skal löglegt er snertir mitt fag. Síðan handa ég hefst, og það handlægni krefst. Já. að hafa mörg undir í senn. En ég ræð við það vel engan vanda það tel: Og nú viðrar fyr’ eitt stykki enn. Fjallferðin húsmæðraorlof? (Lagboði: Kvöldið er fagurt) Húsmæðraorlof hafa ég vi-il hest minn því tek og hnakk. Silast um hlíðar, sjáið þið til eg segi á kvöldin “takk” Takk. Því ei kind nein kvelur mig Og kyrrðin - takk, - hún er fín Þakka að á kvöldin kofanum í em kræsingar, söngur, vín 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.