Litli Bergþór - 01.07.2011, Qupperneq 12

Litli Bergþór - 01.07.2011, Qupperneq 12
íbúatalan breyzt með árunum, mikil fækkun á tímabili, en á seinni tíð nokkur fjölgun, sem ekki gerist víða, því miður. Arið 1850 voru 595 íbúar, sem bjuggu á 77 heimilum með 7,8 manns hvert, 1901 voru 554 íbúar og heimilin 69. Þó hafði engin jörð farið í eyði, en tvíbýli lagzt niður víða, en þau voru mörg um miðja 19. öld og ekki öll lífvænleg. 1901 voru átta menn í heimili að meðaltali. 1950 er svo kominn hinn mikli öldudalur í íbúatöluna. Þá eru aðeins 402 menn búsettir í sveitinni, heimilin 72 með 5,6 manns hvert. Fjórar jarðir höfðu farið í eyði ,öll kotbýli, en gróðurhúsabýli komið í þeirra stað. A síðustu 20 árum hefur fólkinu fjölgað svo, að á þessu ári eru íbúar sveitarinnar 482 og heimilin 100 og því ekki nema 4,8 manns á heimili að meðaltali. Vinnuaflið er því ekki mikið, en fast að 180-190 dráttarvélar með öllum tilheyrandi vélum bæta það upp og bíll á hverjum bæ, sumsstaðar tveir og þykir ekki tiltökumál, en þar sem þrír heimilisbílar standa á hlaðinu, þykir sumum nóg um, en það er aðeins þar sem synir halda tryggð við heimili sitt en stunda aðalatvinnu annarsstaðar. Venjulegir bændur eru 70. Búin drógust saman á undanförnum árum. Um miðjan sl. áratug var vetrarfóðrað fé komið upp í hátt á 15. þús. og var fullmargt, en er nú 12.500 og eru þó ásetningslömb nú helmingi fleiri en í fyrra eða 2500. Það hefur alltaf verið mikill áhugi fyrir sauðfjár- búskap hér í sveit og er enn og því líklegt að fénu fjölgi og sýnist þó sumum það vafasamur ávinningur. Annað er, að mínum dómi, röng þróun og er nánast tízkufyrirbæri, að 10 bændur eiga enga kú, búa við sauðfé og sumir hafa til búbætis svínarækt, sem hefur færzt allmikið í aukana að undanförnu. Stærsta svínabúið er með 10 gyltur. Þeir 60 bændur, sem hafa blandaðan búskap, hafa ekki nema um 11 kýr að meðaltali. Til eru stór kúabú, milli 30 og 40 kýr en þau eru fá, svo sem augljóst er. Nautgripafjöldinn í sveitinni er nú um 900, svo líklegt er að kúnum fjölgi. Svo eru allt að 800 hross til lítilla nota. Hænsnarækt hefur aukist. Til eru bændur, sem hafa 500-600 varphænur, það er á við margar ær, ef gott lag er á. Þessu næst er að segja frá gróðurhúsaræktinni. Stærð gróðurhúsa í sveitinni er 29.326 m2 og vantar ekki nema herzlumun að þrír ha séu undir gleri. A þessu ári var byggt yfir 3000 m2. Mest er rætað af tómötum, enda eru Tungurnar mesta tómataræktarsveit landsins. Mikið er ræktað af gúrkum og blómarækt eykst með ári hverju. Það hafa myndast gróðurhúsahverfi við aðaljarðhitalindirnar. Stærsta hverfið er í Laugarási, þar lifa 12 fjölskyldur góðu lífi af gróðurhúsaræktun og er stærð gróðurhús- anna þar 10.800 m2.1 Laugarási býr héraðslæknirinn, dýralæknir og tveir iðnaðarmenn, alls 86 manns. A Syðri-Reykjum er stærsta einstaklingsgróðurhúsa- stöðin, 6000 m2, sem Stefán Árnason byggði á sínum tíma en sonur hans tekinn við. Tvær aðrar stövar eru þar, alls 8600 m2 undir gleri. Þar býr einnig bóndi og sonur hans sem er einn af verktökum stórfram- Úr Tungnaréttum, ártal ekki vitað nákvæmlega, en sennilega um miðjan sjöunda áratuginn. Litli-Bergþór 12 _________________________________________________________________________

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.