Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 29

Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 29
hrossabjúgu með kartöflum, rófum, gulrótum, grænum baunum og uppstúf. Þetta var fjörug og skemmtileg samkoma og voru menn ólatir að kveða sér hljóðs með sögur og ræður. Menn tóku í meira lagi hraustlega til matar síns. Rauða fjöörin: Rauðu fjaðrar söfnunin fór fram á kosningadaginn, 9. apríl. Þetta er söfnunarátak Lionshreifingarinnar á landsvísu. Nú rennur söfnunarféð til kaupa á hugbúnaði sem les tölvutæk skjöl og mun koma að miklu gagni fyrir blinda og sjónskerta og aðra þá sem ekki geta lesið skrifaðan texta. Yið kunnum sveitungum okkar miklar þakkir fyrir góðar undirtektir við þetta mikilvæga verkefni. F ramundan: Seinna í vor verður farin enn ein fræðsluferð. Þá verður ekki farið langt yfir skammt, heldur að Drumboddsstöðum þar sem er mjög myndarlegur búskapur, eins og menn vita. Svo verður inntaka nýrra félaga, aðalfundur, gróðursetningarferð og fleira. Það má sjá á þessari samantekt að það er líf og fjör í Lionsklúbbnum Geysi, eins og svo mörgum góðum félögum, hér í sveitinni okkar. Örn Erlendsson, ritari .....................................mimmmimmmmimii.......mmmmiim.........mmmmmimmii....................mimm Um starf eldri borgara í Ðiskups-tungum I gamni og alvöru Félag eldri borgara í Biskupstungum var stofnað 11. maí 1992. Félagsstarfið stendur með miklum blóma. Eftir Tungnaréttir er byrjað að tálga í tré og spila á spil. Þeir, sem hafa listræna hæfileika, tálga, en hinir spila. Þá eru þeir sem koma bara til að spjalla við hringborðið eða prjóna. Ragnhildur í Gýgjarhólskoti er auðvitað kennari í tálguninni og hjálpar hún nemendum sínum ef þeir lenda í ógöngum í sinni listsköpun og setur plástur á sár þeirra þegar þeir skera sig. Ometanlegt er að hafa þvílíkan snilling innanborðs. Jón, bóndi hennar, aðstoðar við ýmislegt. Allt er þetta gert í sjálfboða- vinnu hjá þeim hjónum, þar eru ekki bankastjóralaun. Nokkur hávaði berst iðulega úr hinum salnum, þar sem spilafíflin eru. Þar er ástandið stundum eins og hjá Goðmundi á Glæsivöllum, „Horn skella á nösum og hnútur fljúga um borð, höfug fylgja orð“. Þá er bannað að fara á salerni, nema í ýtrustu neyð. A hverjum fimmtudegi fer fram sú starfsemi sem hér er nefnd að ofan. Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er síðan meiriháttar samkoma með ýmsum skemmtiatriðum, svo sem: upplestri, tónlist og eftirhermum og alltaf í lokin kemur vísa dagsins frá Jóni í Koti. Þá er veisla á eftir að hætti Fríðu og Jóns í Aratungu. Svo er stundum staup af rauðvíni og söngur við undirleik Sigurðar Erlendssonar. Biskupstungur hafa að geyma marga listamenn bæði eldri og yngri. Ekki má gleyma fimleikunum. Þangað mætir fólk á hverjumjmðjudegi í hvaða veðri sem er, það er svo gaman. A meðan beðið er eftir Helga Kjartanssyni, kennara, er rætt af miklum móð um allt milli himins og jarðar, allt frá pólitík niður í búskap, svo sem hross í tamningu frá Guðjóni í Tjarnarkoti og Halla í Einholti. Alltaf heyrist hæst í þeim sem eru af Reykjaætt, en þeir eru þó nokkrir. Eftir leikfimina fara svo þeir í heita pottinn sem löngun hafa til. Nokkuð þykir bera á stórmennskubrjálæði hjá þessum hópi sem stundar fimleikana, en það er bara vegna þess að fólk yngist upp og verður ánægðara með sig. Það lýsir sér best á því að formaður félagsins, Sigurður á Heiði, hélt að hann væri eitthvað að eldast og ætlaði að hætta, en hætti síðan við að hætta, og hefur aldrei verið sprækari. Þetta á ekki aðeins við um leikfimina heldur allt starfið innan félagsins. Svo er það vorferðalagið, sem er alveg frábært. Farið er landshorna á milli, gist í þrjár nætur, semsagt verið á ferð í fjóra daga alls. Sumir félags- menn höfðu aldrei komið til Hólmavíkur, hvað þá meira. Alltaf gerist eitthvað ævintýralegt og skemmtilegt í hverri ferð. Svo er farið í leikhúsferð á hverju ári, alltaf gaman, oft brosað að ýmsu. Enda segir Einar Ben. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.“ Síðan er þorrablótið, alltaf vel heppnað með alls konar skemmtiatriðum og þorramat að hætti Jóns og Fríðu og hennar fólks. Þá eru heimboðin á hverju ári í Úthlíð, á Klettinn og nú síðast að Flúðum. Þá var „Brúin“ með stórum staf opnuð. Jón í Koti orti auðvitað vísu um það: Nú má sigla blíðan byr, byggðin þrædd á festi. Yfir fljótið áður fyr, öslaði ég á hesti. Síðasta haust var haldin mjög góð árshátíð, sem vonandi verður oftar. Á þessari upptalningu má sjá að það ríkir engin lognmolla í þessum ágæta félagsskap. Hér með er komið á framfæri hvatningu til fólks á besta aldri, þ.e. 60 ára og eldri, að ganga í félagið. Félagsgjaldið er eiginlega hlægilega lágt. Svo erum við auðvitað öll sammála um það að Island er besta og fallegasta land í heimi með allar sínar auðlindir. Við megum bara ekki láta gleypa okkur í einum bita af stórveldunum í austri, þá er hættan sú að við missum okkar dýrmæta sjálfstæði! Guðrún Guðmundsdóttir. 29 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.