Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Qupperneq 12
Hér kemur líka eitt athugunarefni til sögunnar:
Hvar koma Vesturheimsferðirnar inn í þetta? Nú
voru þær langmestar af Norður- og Austurlandi.
Hvernig kemur það heim og saman við þessa
aðflutninga og þar af leiðandi fólksfjölgun? Var þá
fólk að flytjast unnvörpum til Norðausturlands á
samatíma og annað fólk var að flytjastþaðan af landi
brott?
Til að fá gleggra yfirlit um flutningana á landinu
skipti ég því í fjögur svæði enda segja ofangreindar
prósentutölur ekki nema takmarkað um mannijöldann
sem fluttist milli sýslna. Eitt svæðið (1) tók yfir
Eyj afj arðarsýslu og norður og austur um allttil Austur-
Skaftafellssýslu. Annað svæðið (2) tók yfir Vestur-
SkaftafellssýsluogsuðurumallttilMýrasýslu.Þriðja
svæðið (3) samanstóð af Barðastrandar- og
ísaijarðarsýslum og ísafírði. Fjórða svæðið (4) var
svo Snæfellsnes, Dala-, Stranda-, Húnavatns- og
Skagatjarðarsýsla. Skoðaði égfólksflutninganamilli
þessara svæða. Þeir voru litlir og í jafnvægi á fyrra
skeiðinu svo ég eyði ekki frekari orðum að því. En á
seinna skeiðinu var annað uppi á teningnum.
Til norðursvæðisins (1), ef við getum kallað
Norðurvestur- og Austurland því nafni, fluttust um
1800 mannsáárunum 1870-1901 en frá suðursvæðinu
(2), Suðurlandi í víðum skilningi, fluttust nær 1900
manns. Til Vestfjarðasvæðisins (3) höfðu yfir 1200
manns flutt, rúmlega sá fjöldi sem flutti frá
síðastnefnda svæðinu (4) sem náði frá Snæfellsnesi
til Skagaljarðar.
Þetta virðist kannski ruglingslegt en ef við byrjum
á Vestljarðasvæðinu (3) þá virðist sennilegt að fólkið
þaðan hafi komið einkum af svæðinu Snæfellsnes-
Skagaljörður (4). Það er næsta svæði við og fjöldi
brottfluttra og aðfluttra á báðum svæðum stemmir
nokkum veginn. Hinir aðfluttu ættu flestir að vera frá
Snæfellsnesi, Dalasýslu, Stranda-, Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslu. Nú ættu þeir sem kunnugir eru
vestfirskum ættum og manntölum að hugsa sig um og
vita hvort þeim frnnist þetta geta staðist.
Víkjum þá að hinum svæðunum tveimur. Það er
naumast tilviljun hve fjöldi þeirra sem fluttu af
Suðurlandi í víðum skilningi (2) stemmi svo vel við
þann fjölda sem flutti til norðursvæðisins (1), 1800
og 1900 manns. Nú vitum við líka að á
uppgangstímum Austfj arða á þessum tíma kom sægur
af verkafólki frá Suðurlandi til starfa í
þéttbýlisstöðunum. Margt hvarf aftur til baka en
sumt ætti líka að hafa orðið eftir. Og nú spyr ég ykkur
sem kunnug eru austfírskum ættum og manntölum:
Finnst ykkurþað geta stemmt við fæðingarstaði fólks
eða fyrri dvalarstaði, að langt aðflutt fólk hafi einkum
verið af Suðurlandi, frekar en t.d. Vestfjörðum eða
Vesturlandi?
4. Fólksflutningar til og frá Norðausturlandi og
Austurlandi
Af framansögðu er augljóst að það sem er því
athyglisverðast við fólksflutninga á landinu á seinni
hluta 19. aldarerþetta: Fólkfluttistþúsundum saman
frá Norður- og Austurlandi til Vesturheims, yfir
5.000 manns af norðursvæðinu sem ég kalla svo á
árunum 1870-1901. Á sama tíma fluttust um 1800
manns fleiri til þess (af öðrum stöðum á landinu)
heldur en fóru þaðan. Spumingin er: Hvert var þetta
fólk að fara og af hverju?
Þar sem Norðausturland og Austurland var
merkilegast í þessu fólksflutningamynsti skipti ég
Norður-Þingeyjasýslu og Múlasýslum í þrjú svæði.
Fyrst kom hinir eiginlegu Austfirðir, síðan Héraðið
og þá norðursvæðið (allt fyrir norðan Hérað) sem
nærmeðal annarsyfirhiðeiginlegaheiðarbýlasvæði.
Á fyrra skeiðinu, 1835-1870, hafði fjölgunin verið
öll á norðursvæðinu og á Héraði, en lítils háttar
fækkun á fjörðunum.
Á seinna skeiðinu var mynstrið dálítið
mótsagnakennt. Á fjörðunum urðu gríðarlegir
aðflutningar, hátt í 30% íbúanna 1901 voru aðfluttir,
og má hér sjá merki útgerðarinnar. Á Héraði fækkaði
hins vegar nokkuð, en að vísu ekki nema um 3%. í
ljósi þess hefði ég búist við að þá hefði líka fækkað
á norðursvæðinu en því var þveröfugt farið: þangað
vom umtalsverðir aðflutningar og 20% íbúanna vom
aðfluttir 1901. Nú ber þess að gæta að þótt hlutfall
aðfluttra á norðursvæðinu og á ljörðunum væri ekki
mj ög ólíkt (20% og 27%) þá vom aðfluttir á fj örðunum
ríflega helmingi fleiri en á norðursvæðinu.
En það em hlutföllin sem ég er einkum að hugsa
um því þau segja til um breytingar á afstöðu fólks og
búsetu miðað við eldri tíma. Hér komum við að
þessari ráðgátu sem ég hef stundum verið að hugsa
um: Hvað var það á norðursvæðinu sem fólk var að
sækjast eftir úr því að á Héraði fluttist fólk burt því
allt voru þetta landbúnaðarsvæði? Af hverju fór það
ekki til Ameríku eða settist að á fjörðunum til að lifa
af sjónum? Á þessu seinna skeiði virðist manni
nefnilega brottflutningamir úr sveitasýslunum og
fjölgunin við sjóinn vera hálfgerð þverstæða.
í þessu sambandi er fróðlegt að athuga hvort að
sams konar þverstæða finnist annars staðar á landinu.
Fömm hringferð um landið. Ég sagði að á fyrra
skeiðinu hefði Reykj avík, Gullbringu- og Kj ósarsýsla
og Vestmannaeyjar sennilega dregið til sín fólk úr
Ámes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Þetta var til staðar á seinna skeiðinu en straumurinn
var bara ennþá sterkari. Og á þessu skeiði tapar
Gullbringu- og Kjósarsýsla meira að segja fólki, og
þá til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar líklega. Varðandi
Gullbringu- og Kjósarsýslu er þess að geta að
landkostir innan hennar vom gagnólíkir því í Kj ósinni
12