Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Qupperneq 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Qupperneq 17
Minning Kristín Guðmundsdóttir frá Skiphyl. Kristín Guðmundsdóttir lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. nóvember 1997. Hún var fædd á Skiphyl í Hraunhreppi í Mýrarsýslu 19.des. 1916. Kristín ólst upp á Skiphyl hjá foreldrum sínum. Hún stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti í tvo vetur 1935-1937. Kristín vann ýmis störf í sveit og borg, en lengst við saumaskap í verkssmiðjum í Reykjavík og var þar lengi verkstjóri. Þegar hún lét af störfum um 1993 hafði hún unnið við saumaskap í um 50 ár. Kristín var rnikil félagsmálamanneskja, hún starfaði í Borgfirðingafélaginu í Reykjavík, sérstaklega kvennadeildinni. Hún var í Sögufélagi Borgarijarðar og aðstoðaði við æviskrár Borgfirðinga. Hún starfaði einnig í Kvenfélagi Hallgrímssóknar. Kristín hafði mikinn áhuga á íslenskum fróðleik, var búin að vera lengi í Ættfræðifélaginu. Hún varí stjóm Ættfræðifélagsins 1988-1995 lengst afritari. Þegar félagið fór að vinna í Manntalinu 1910 kom Kristín þar til starfa og var með okkur í allri yfirferðinni, þetta var gmnnvinna og kornu oft fyrir sérkennileg orð sem við ekki skildum, en Kristín gat oftast leyst úr því, hún var fróð um það sem eldra var. Kristín var hreinskilin kona, fróð og skemmtileg, alin upp í íslenskri menningu og stóð fostum fótum á íslenskri jörð. Hinn rammi safi rennur frjáis ígegn um rót, er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum fmnst sig vanta vaxtarmegn, þótt vorið íljúgi í lofti hraðan byr. (Jón Helgason, prófessor). Ættfræðifélagið þakkar Kristínu vel unnin störf. Við sendum systram hennar og frændfólki samúðarkveðjur. Við hjónin þökkum henni vináttu. Hólmfríður Gísladóttir. J Og meira úr penna Ásmundar: Undanfamar vikur hef ég verið að velta eftirfar- andi fyrir mér, og auðvitað engin svör fengið. Getur það verið rétt?..Að Hjörtur sá er bjó í Álfatröðum í Hörðudal Ögmundsson 1926 og til æviloka, fæddur 27. apríl 1893, dáinn 28. janúar 1985, giftur Kristínu Helgadóttur frá Ketilsstöðum í Hörðudal, (Dalamenn 1. bindi, bls. 20), sé samu Hjörtur Ögmundsson, sem bjó í Öxney og átti fyrir konu Ragnheiði Vigfúsdóttur, dóttur Vigfúsar Reykdals Eiríkssonar prests í Stafholti í Staflioltstungum, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Mikið yrði ég þakklátur hverjum þeim sem getur leitt mig í sannleikann í þessu máli, auðvitað á síðum Fréttabréfsins. Það er raunar vitað að Hjörtur í Álfatröðum bjó í Fremri-Vífilsdal tvisvar og í Stykkishólmi auk Álfa- traða, sem var síðast í ábúðarröðinni, segir í Dalamönnum Nú er stóra spumingin: EfHjörtur í Álfatröðum og Hjörtur í Öxney vora einn og sami maðurinn, þá hefur hann verið tvígiftur. Hvaða upplýsingar er þá fyrir hendi um konu hans Ragnheiði og hugsanleg böm? Nú bíð ég í ofvæni eftir svari frá félögum mínum í Ættfræðifélaginu, sem ég veit að bregðast munu við all snarlega, og veita félaga sínum úrlausn mála sinna. Verið öll blessuð og sæl. Ásmundur U. Guðmundsson Suðurgötu 124, 300 Akranesi 17

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.