Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Qupperneq 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Qupperneq 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 íslensks bókasafns í Spanish Fork. Hann tók sér aðra konu vestra, Guðnýju Erasmusdóttur sem fyrr er nefnd. Magnús fór í trúboðsferð til Islands árið 1873 og skírði m.a. Jón bróður sinn. Magnús lést 18. janúar 1905 í Spanish Fork og Þuríður lést 1. febrúar 1891. Jón bróðir Magnúsar var fæddur 20. október 1817. Hann bjó lengst á Oddsstöðum í Vestmanna- eyjum, var fyrst kvæntur Guðríði Þorleifsdóttur frá Hólmum og síðar Guðbjörgu Jónsdóttur, en var orð- inn ekkill í annað sinn er hann skírðist til mormóna- trúar 1. maí 1874. Jón flutti til Spanish Fork 1876 og þar lést hann á götu úti af hjartaslagi þann 22. apríl 1887, eftir að hafa setið heila nótt á tali við Jón son sinn sem daginn áður hafði komið ásamt fjölskyldu sinni til bæjarins eftir langa för heiman frá Islandi. Fjölskylda Einars Jónssonar Einar Jónsson fæddist 15. ágúst 1839 á Sámsstöðum, sonur Jóns Halldórssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hann kvæntist Guðrúnu Jóns- dóttur sem einnig var Rangæingur, fædd 24. júlí 1849, dóttir Jóns Jónssonar og Sigríðar Brynjólfs- dóttur, ógiftra vinnuhjúa í Stórumörk. Einar og Guðrún bjuggu í Vestmannaeyjum og var Einar verslunarþjónn. Þau hjón skírðust til mormónatrúar 1874, en greinilegt er að húsmóðirin hefur um skeið verið nokkuð treg til þess að ganga hinum nýju trúarbrögðum á hönd. Þegar Jóhanna dóttir þeirra hjóna var færð til skírnar í júlí 1874 ritar presturinn sr. Brynjólfur Jónsson þessa klausu í kirkjubókina. „Hér við athugist að faðirinn sem kveðst vera Mormóni hefur látið það eftir konu sinni, sem er Lútherstrúar að barn þetta mætti skírast til að uppfræðast í trú móðurinnar.“ Og aftur ritar hann athugasemd við skírn dótturinnar Guðrúnar í október 1875: „Faðirinn hefur gefið nafn þessu barni, án skímar, en tjáð að sér stæði á sama hvort það væri skírt eður ei.“ Jóhanna var fædd 2. júlí 1874. Guðrún var fædd 5. október 1875. Þriðja dóttirin var Ágústína, fædd 9. ágúst 1878. Við skím hennar er engin athugasemd gerð, þess aðeins getið að foreldr- amir séu mormónar. Öll fjölskyldan flutti til Utah 1880. í New York, á leiðinni til fyrirheitna landsins, eignuðust Einar og Guðrún fjórða bamið, son að nafni Nikulás, en af honum hef ég engar fregnir. Einar dó í trúboðsferð á íslandi 1889 og Guðrún ekkja hans giftist skömmu síðar Þórði Þórðarsyni sem nýfluttur var frá Eyjum til Utah. Þórður dó í Spanish Fork 10. september 1902, 36 ára gamall, Guðrún átti áfram heima í Spanish Fork og lést þar 8. maí 1931. Um afdrif Jóhönnu dóttur hennar vestra er ekki vitað, en Guðrún dó fjórtán ára gömul 2. nóvember 1889. Ágústína giftist Guðmundi syni Þorsteins Jónssonar læknis í Eyjum. Þau bjuggu í Spanish Fork þar sem Guðmundur vann við járnbrautimar. Böm þeirra voru tvö. Fjölskylda Eiríks frá Brúnum Sá trúhneigði ferðalangur og prestaskelfir Eiríkur Ólafsson frá Brúnum tók sig upp frá heimili sínu í Mosfellssveit árið 1881 og flutti með konu, dóttur og dóttursyni til Utah. Rúnveldur kona Eiríks dó í Nebraska og ekki er ástæða til að rekja sögu Eiríks hér. Dóttir hans Ingveldur var fædd 9. ágúst 1851 í Leirum undir Eyjafjöllum, en þar bjuggu þau Eiríkur og Rúnveldur til 1853 er þau fluttu að Kaldrananesi í Mýrdal. Eins og flestir aðrir í fjölskyldunni tók Ingveldur mormónatrú árið 1881 og með sér vestur um haf hafði hún ársgamlan son sinn og stórbóndans Þorvaldar Bjömssonar á Eyri. Sonurinn hét Þorbjöm, fæddur 1. maí 1880. Vestra giftist Ingveldur Jóni Jónssyni úr Húna- þingi, sem líklega hefur verið samferða Brúnafólki vestur. Mikill aldursmunur var á þeim hjónum, Jón var fæddur árið 1828. Þau Ingveldur bjuggu í Spanish Fork og þar dó Jón 13. júlí 1901. Ingveldur giftist aftur manni að nafni Jones. Hún dó 30. mars 1930 í Spanish Fork. Þorbjöm sonur Ingveldar átti konu er Ada Lena Dixon hét. Hann lést 25. september 1965 í Payson í Utah. Árið 1856 fluttu Eiríkur og Rúnveldur að Brúnum og 13. desember það ár fæddist þeim sonurinn Ólafur. Hann flutti til Utah 1885 og kvæntist þar Sigurbjörgu Einarsdóttur frá Nýborg í Eyjum sem vestur kom árið 1889. Ólafur var málari og skyldfólk hans segir hann listamann. Þau Sigurbjörg fluttu til Blaine í Washingtonfylki og dánardagur er óþekktur. Sveinn sonur Eiríks og Rúnveldar var fæddur 15. desember 1856. Hann skírðist til trúarinnar 26. júlí 1885 og hélt stuttu síðar til Spanish Fork þar sem hann átti heima um skeið en seinna flutti hann til Indepence, Missouri. Sveinn var listfengur eins og margir ættmenn hans og stundaði útskurð og skreyt- ingar. Um 1920 hættu bréf að berast frá honum til systur hans og ekki er vitað til að hann hafi gifst. Öll fjölskylda Eiríks á Brúnum yfirgaf kirkju mormóna eftir nokkra dvöl innan hennar. Fjölskylda Guðmundar Einarssonar Guðmundur Einarsson fæddist 31. október 1848 í Hólminum í Austur-Landeyjum, sonur Einars Jóns- sonar bónda þar og konu hans Sigríðar Árnadóttur. Hálfbróðir Guðmundar sammæðra var Þórður Diðriksson mormónabiskup, einn þekktasti foringi íslenskra mormóna. Guðmundur var giftur Auð- björgu Bjamadóttur af Suðumesjum og bjuggu þau í Sjólyst í Vestmannaeyjum. Þau skírðust til mormónatrúar 1881 og fluttu til Utah ári síðar með bömum sínum fimm. Guðmundur dó þann 23. ágúst 1882, aðeins fám dögum eftir komuna til Utah. Auðbjörg ekkja hans giftist aftur ekkjumanninum Hjálmari Björnssyni, skósmið úr Húnaþingi og bjuggu þau í Spanish Fork. Auðbjörg dó 15. júní 1921. http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.