Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Side 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
raða saman. Það þýðir að nú þarf að finna sögu fólks-
ins sem við höfum rakið ættir frá og afkomenda
þeirra. Við þurfum að skrifa ættarsögur en það eru
kollegar okkar á Norðurlöndum farnir að gera fyrir
mörgum árunr. Þar hafa verið gefin út rit um persónu-
sögu sem heita Personhistorisk leksikon eða Personal-
historisk tidskrift eða eitthvað í þá áttina. Þetta eru rit
um ættir, ættarhöfðingja eða bara einstaklinga sem
eitthvað er vitað um. Slíkt rit höfum við ekki hér á
landi nú en höfum þó gefið út rit í svipuðum dúr svo
sem Islenskar æviskrár, Samtíðarmenn, Islenska
samtíðarmenn og fleiri. Það rná segja líka að stéttatöl
séu í ætt við þessi skandinavísku rit. Það eru samt enn
til heimildir um marga íslendinga í gegn um aldimar
sem aldrei hefur verið skrifað um. Það hefur ekki ver-
ið nógu merkilegt fólk í hugum margra, en nú er öldin
önnur og venjulegt almúgafólk á sér ekki ómerkilegri
sögu en hinir meira áberandi í þjóðfélaginu á hverjum
tíma. Það er kominn tími á slika söguritun hér bæði
fyrir sagnfræðinga og leikmenn.
Að lokum vil ég þakka samstarfsmönnum mínum
í stjórn frábært samstarf og þolinmæði á árinu og býð
þau sem endurkjörin voru til stjórnarstarfa hér í
kvöld velkomin í stjómina þegar þar að kemur í
dagskránni hér á eftir.
Eiríkur Þ. Einarsson.
Ættfræðifélagið á safnanótt
Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri Fréttabréfs Ætt-
fræðifélagsins flutti erindi á Borgarskjalasafninu á
safnanótt Reykjavíkurborgar nýlega. Guðfinna fjall-
aði um „Ættfræðinnar ýmsu hliðar“ og undirstrikaði
að nú þegar Islendingabók er aðgengileg öllum og
alls kyns ættfræðiforrit hjálpa okkur við að halda
utan um, rekja og varðveita ættrakningamar, þá sé
tími til korninn fyrir okkur að setja kjöt á beinin og
skrá persónusöguna. Guðfinna hefur lengi leitast við
að víkka ættfræðihugtakið og undirstrikað hinar
mörgu hliðar ættfræðinnar. Fyrirlesturinn var mjög
vel sóttur og var vegna fjölda áskoma endurtekinn
viku síðar. Guðfinna kynnti einnig Ættfræðifélagið,
fundi þess, útgáfustarfsemi og Opið hús. Guðfinna
setti einnig upp ættfræðisýningu á Borgarskjala-
safninu með munum og myndum, ættargripum,
skjölum og bréfum auk sýnishomum ótal aðferða við
að rekja ættir. Má þar nefna ættrakningar í karllegg
og kvenlegg og eftir búsetu og nöfnum. Sýningin var
opin í fjórar vikur.
Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr erindi Guðfinnu,
en þar undirstrikaði hún ábyrgð hvers og eins, „þar
sem við erum öll hlekkir í langri keðju kynslóðanna
og þegar einn hlekkur slitnar eða bregst glatast svo
margt“:
„Fyrir mér hefur vakað tvennt í mínu ættfræði-
grúski, í fyrsta lagi að safna saman öllum þeim
ættarfróðleik sem ég kemst yfir varðandi ættirnar
mínar og í öðru lagi að bera þá vitneskju áfram á
ýmsu formi til næstu kynslóða, m.a. með því að
vekja áhuga ættmenna minna á sögu okkar og upp-
runa. Þetta er verðugt verkefni sem mér þykir afar
vænt um.
Ættfræðin er eins og orðið ber með sér allur
fróðleikur um ættina; sögur og sagnir, einkenni bæði
til munns og handa, útlit og lundarfar, hæfileikar og
gáfur, sjúkdómar, veikleikar og styrkur, fróðleikur
um búsetu og líf forfeðranna, ættargripir, myndir,
störf, áhugamál, nöfn og fleira.
Já, ættfræðin á sér sannarlega margar hliðar og
okkur ber að leggja rækt við þær allar. Safna fróðleik
og halda honum til haga, varðveita gamlar sögur og
sagnir, ljóð og lausavísur.
Við skulum muna að fara mjúkum höndum um
gamla ættargripi og skrá sögu þeirra. Merkja og skrá
gamlar nryndir og geyrna skjöl, dagbækur, kvittanir
og minnismiða sem segja sögu kynslóðanna. Nú
þegar svo auðvelt er orðið að halda utan um ættrakn-
ingamar í alls kyns forritum er næsta skref að fylla í
eyðumar og ljá forfeðrunum líf með því að setja þá í
samhengi og skrá sögu þeirra eins vel og okkur er
unnt. Því öll erum við partur af þeim og saga þeirra
saga okkar.
Það eru mikil auðæfi að eiga sér traustar rætur, að
þekkja uppruna sinn, finna nið aldanna, heyra sög-
una hvísla úr hverjum hól, að vera hlekkur í langri
keðju þeirra kynslóða sem byggt hafa þetta land. Að
finna fortíðina í nútíðinni, í fólkinu, náttúrunni,
sögunni. Og ekki síst að færa fortíðina og nútíðina til
framtíðarinnar. Gleymum ekki að við getum oft sagt
barnabörnunum okkar frá öfum okkar og ömmum,
jafnvel langöfum og ömmum og spannað þannig 5-6
kynslóðir eða hátt í 200 ár. Og það er ekki svo lítið
þegar við hugsum til þess að við höfum aðeins búið
hér í rúm 1100 ár.
Hér hríslast rótarþræðir okkar um flóa og firði,
fjöll og dali. Og öll berum við ábyrgð á að ekkert
glatist sem vert er að varðveita, öll eigurn við okkar
ætt, okkar sögu. Þekkingin veitir okkur ekki bara
styrk og samkend, hún veitir okkur líka innsýn í lífið
sjálft og gerir okkur hæfari til þess að skilja okkur
sjálf og aðra um leið og hún sýnir okkur margbreyti-
leik lífsins. Það er hverjum manni styrkur að finna
trausta rót, að vera grein á gömlum en þó síungum
meiði og finna hlýjan blæ löngu liðinna tíma strjúka
vangann.“
http://www.vortex.is/aett
20
aett@vortex.is