Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Page 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Page 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 FRETTABREF ÆÉTTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir © 568-1153 gudfragn@mr.is Ólafur H. Óskarsson © 553-0871 oho@internet.is Ragnar Böðvarsson © 482-3728 holholt@eyjar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík © 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Ættfræðifélagsins annagunnah@simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Svar við fyrirspurn í Fréttabréfi Ættfræði- félagsins, 2. tbl. mars 2008: Rodger Shaver spyr um langafa sinn Halldór Halldórsson f. 30. ágúst 1861 á íslandi. Halldór Kristinn Halldórsson var fæddur 30. ágúst 1861 á Hraunhálsi í Helgafellssveit, Snæfellsnessýslu. Foreldrar hans voru: Hall- dór Kristjánsson f. 6. des 1820 á Leyningi í Eyjafirði, dó 3. maí 1886 í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, Snæf. og Þórunn Jónsdóttir f. 3. aprfl 1820 í Lögmannshlíð í Eyjafirði, dó 17. mars 1904 á Þingvöllum í Helgafells- sveit. Foreldrar Halldórs voru Kristján Hallgrímsson meðhjálpari og Þuríður Halldórsdóttir búandi hjón á Leyningi. Foreldrar Þórunnar voru Jón Jóns- son hreppsstjóri og Þórey Stefánsdóttir búandi hjón í Lögmannshlíð. For- eldrar Jóns Jónssonar hreppsstjóra voru Jón Jónsson og Guðrún Jónsdóttir er bjuggu á Hlöðum í Glæsibæjarhreppi, Eyjafj. 1801. Halldór Kristjánsson og Þórunn Jónsdóttir bjuggu á Munkaþverá í Eyjafirði 1845 og eiga þá eina dóttur Kristjönu Þuríði f. um 1843. Þau eru komin að Hraunhálsi um 1860 og búa þar fram yfir 1880. Það sem ritstjóri finnur í íslendingabók um ættir Jórunnar Christólínu Jónsdóttur er allt samhljóða Hjarðarfellsætt. Þórður Kárason gaf út Hjarð- arfellsætt 1972. Hann fór til Kanada þegar hann var að vinna bókina og hitti þar frændfólk sitt. Allt um bræður Vilborgar, Kristján og Halldór er í Hjarðarfellsætt. Það eru ýmsar gloppur í Hjarðarfellsætt sem auðvelt er að fylla og hef ég gert svolítið af því. Það má segja að mér renni blóðið til skyldunnar. Hólmfríður Gísladóttir Nettengd með nýjar tölvur í síðasta tölublaði auglýsti Ættfræðifélagið eftir tölvu. Sú auglýsing bar ríkulegan árangur, því félagið hefur nú fengið tvær tölvur ásamt prentara. Það var Klæðning ehf sem gaf félaginu aðra tölvuna, og færir Ættfræði- félagið Klæðningu ehf bestu þakkir fyrir. Hin var keypt á mjög svo sann- gjörnu verði. Nú er félagið nettengt og fært í flestan sjó! Verið velkomin á Opið hús og nýtið ykkur tölvurnar, ættfræðiforritin og bókasafnið. Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupósturldisketta) Prentun: Oddi Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllurn skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Munið félagsgjöldin! Ættfræðifélagið þakkar öllum þeim sem hafa greitt félagsgjöldin og minnir þá sem eiga eftir að greiða á að gera það hið fyrsta. Kynning á verkefni Þjóðskjalasafns Islands um stafræna gerð manntala Kynningin fer fram að Laugavegi 162, í Norðursal á 3. hæð, fimmtudaginn 16. október, kl. 20:00. Eiríkur G. Guðmundsson sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs og Benedikt Jónsson vefstjóri munu kynna verkefnið. http://www.ætt.is 2 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.