Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Minning
Indriði Indriðason
ættfræðingur frá Ytrafjalli
í Aðaldal
f. 17. apríl 1908 d. 4. júli 2008
Með Indriða Indriðasyni er genginn einn af merk-
ari ættfræðingum þessa lands. Indriði var heiðurs-
félagi Ættfræðifélagsins, einn af stofnendum þess
og formaður um skeið. Frá blautu barnsbeini og til
hinstu stundar, á 100 ára ævi, var ættfræðin hans
helsta áhugamál. Hann átti ekki langt að sækja þann
áhuga, sonur Indriða Þórkelssonar bónda, skálds og
ættfræðings á Ytra-Fjalli í Aðaldal, en það var hann
sem lagði grunninn að Ættum Þingeyinga, því mikla
riti, sem enn er verið að fullvinna og gefa út undir
styrkri stjóm Brynjars Halldórssonar.
Sjálfur helgaði Indriði Indriðason verkinu allar
frístundir sínar áratugum saman. í 20-30 ár safnaði
hann fróðleik í verkið og vann á Þjóðskjalasafninu
dag hvem eftir vinnu og eyddi þar flestum laugardög-
um og sumarfríum. Seinustu árin helgaði Indriði sig
samantekt á Þingeyingum sem fluttu til Vesturheims.
Áhuginn var ótrúlegur, minnið gífurlegt og þekking-
in einstök. Með Indriða er lokið merkum kafla í sögu
ættfræðinnar á Islandi. Hann var samtíða öðrum stór-
mennum ættfræðinnar eins og Pétri Zophaníassyni,
Guðna Jónssyni og Einari Bjarnasyni og saman áttu
þeir Pétur hugmyndina að stofnun Ættfræðifélagsins.
Indriði hugsaði stórt og fáir hafa lýst gildi ættfræð-
innar betur en hann:
„Ættfræðin, þekkingin á ættum okkar og uppmna,
gerir okkur mun skyggnari á lífið sjálft. í ættfræðinni
sjáum við kynslóðirnar renna fram hverja af annarri,
skynjum lífsbaráttuna og hin kröppu kjör alþýðunnar,
sorgina og gleðina. Við finnum að við erum öll hlekk-
ir í langri keðju sem fléttast í samofið net ættanna.
Ættfræðin gerir okkur víðsýnni, glöggskyggnari og
umburðarlyndari. Ættfræðin gerir okkur einnig ríkari
tilfinningalega og sýnir okkur að við erum öll hluti
af sögunni og lífinu sjálfu. Um leið er ættfræðin
spennandi eins og gestaþraut sem aldrei verður leyst
til fulls. Stöðugt bíða óhnýttir endar sem enginn veit
hvert leiða fyrr en við fikrum okkur eftir þeim á vit
nýrra spurningamerkja. Ættfræðin heldur til haga
fróðleik og þekkingu og tengir okkur sögunni, þjóð-
inni og menningunni."
Ættfræðifélagið þakkar Indriða Indriðasyni langa
og gæfuríka samfylgd.
Breytt
fyrirkomulag
Ættfræðifélagið mun í vetur breyta að nokkru
starfsemi sinni. í stað félagsfundanna sem und-
anfarna vetur hafa verið fremur illa sóttir, hyggst
félagið standa fyrir ráðstefnum um ættfræði.
Fyrsta ráðstefnan verður haldin laugardaginn 25.
október. Hún verður haldin undir nafninu: Hin
ómissandi ættfræði. Ráðstefnan verður haldin í
samvinnu við Reykjavíkurakademíuna og Þjóð-
skjalasafnið og verður haldin í húsnæði Reykja-
víkurakademíunnar. (Sjá nánar um dagskrána á
baksíðu.)
OPIÐ HUS verður með svipuðu sniði og áður,
en einu sinni í mánuði er stefnt að því að kynna
ákveðin svæði eða sýslur. Þá verða til staðar
sérfróðir menn sem aðstoða þá sem þess óska.
Áfram verður heitt á könnunni og góðir félag-
ar, bókasafnið, tölvan og ættfræðiforritin innan
seilingar.
Úr Vísnabók Káins
Alls aumast
Eitt er sem að mœðir mest
mig í velgengninni,
það er að eiga engan prest
í œttartölu minni.
Þegar Þ.B. kandídat svaf
hjá mér
Efmér skyldi andlœgt fœðast
afkvœmi,
um það vildi fólkið frœðast
faðerni.
Pað er ekki því að neita
og því er ver,
að sveitin öll og sýslan veit,
þú svafst hjá mér.
Sendandi Hólmfríður Gísladóttir
http://www.ætt.is
7
aett@aett.is