Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Side 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Mörg er matarholan
Síminn hringir um kvöldmatarleytið. Það er sam-
kennari minn og vinur Kolbeinn Sæmundsson latínu-
kennari sem er á línunni. Þú þarft að hjálpa mér, segir
hann ákafur. Geturðu fundið út hver Dúa Filippus-
dóttir var. Hún fæddist um 1910 og dó um 2000. Það
er hjá mér frönsk kona, Claudine Sacquet-Panciroli,
sem kynntist þessari Dúu og þótti svo undur vænt
um hana. Sú franska er hér aðeins í nokkra daga og
langar svo að leggja lítið blóm á leiði þessarar konu
sem var henni svo góð þegar hún ung stúlka kynntist
henni á Grandaveginum um 1970.
Það var árið 1973 sem Claudin, þá rúmlega tvítug,
kom af einskærri ævintýraþrá til Islands, en hafði þá
lagt stund á landafræði og heillast af þessu norðlæga
landi. Efnin voru heldur rýr og því fór hún að vinna
í Bæjarútgerðinni. En ekki leið á löngu fyrr en hún
kynntist afar elskulegri og skemmtilegri konu sem
bjó andpænis fiskvinnslunni. Það var Dúa. Til Dúu
var hún alltaf velkomin, þar fékk hún að borða og
fara í bað, þar var henni alltaf tekið opnum örmum.
Claudine kom nokkrar ferðir til Islands síðar og
átti góðar stundir með Dúu, en þrátt fyrir ártuga
tengsl og bréfaskriftir var aldrei annað nafn inni í
myndinni en gælunafnið Dúa. Því var úr vöndu að
ráða þegar Claudine ætlaði að vitja leiði þessarar vel-
gjörðarkonu sinnar. Hún vissi að Dúa hafði mikil og
íbúaskrár, símaskrár, Morgunblaðið, garöur.is... Já,
það er mörg matarholan, það sannreyndi Kolbeinn
Sæmundsson í leit sinni að Dúu Filippusdóttur.
(Ljósmynd Guðfmna Ragnarsdóttir)
sterk tengsl við Grindavík. Hún byrjaði því á að leita
hennar þar en hafði ekki erindi sem erfiði. Prestur-
inn var ungur og þekkti enga Dúu. Þá var að athuga
Reykjavrk.
Það var þá sem Kolbeinn vinur okkar hringdi til
mín. Eftir mikla leit í mínu takmarkaða og götótta
gagnasafni varð ég að gefast upp. Þó er Filippusar-
nafnið ekki algengt. Annað sem sú franska Claudine
vissi var að Dúa átti systur sem Dísa var kölluð og
barnabarn sem Belinda hét. Ekki fleytti sú vitneskja
okkur neitt á leið. Þá datt Kolbeini það snjallræði í
hug að athuga gamlar götuskrár frá 1970-1975. Hann
brá sér snarlega í Þjóðarbókhlöðuna og viti menn;
hver bjó á Grandavegi 29 árið 1972 ef ekki Filippus
Amundason, faðir Dúu!
Filippus Ámundason járnsmíðameistara, fann ég
í mínu gagnasafni, sagður fæddur 1877 á Bjólu í
Ásahreppi Rangárvallasýslu, en á hann var aðeins
einn sonur skráður svo ekki græddum við mikið á
því. Sú franska mundi vel eftir gamla Filippusi sem
þá var orðinn karlægur og bjó hjá Dúu dóttur sinni á
Grandaveginum. Hún hafði meira að segja aðstoðað
Dúu og þær systur við að hugsa um gamla manninn.
En hvað gat Dúa heitið fullu nafni? Systirin Dísa
hét líka eitthvað annað og meira. Samkvæmt Islend-
ingabók hét móðir Filippusar Ragnheiður, en ekki
reyndist Dúa vera stytting á því.
Þá var það gardur.is sem var næstur á dag-
skrá. Enginn Filippus í Fossvogskirkjugarði, enginn
í Gufuneskirkjugarði. Þá var það „allir garðar“.
Bingó! Filippus Ámundason var grafinn í Hólavalla-
garði og dáinn 1975, þá 97 ára að aldri. Kolbeinn
beið á línunni og eftir að ég hafði fundið leiðið
á ágætu korti á gardur.is þaut hann ásamt þeirri
frönsku út í Hólavallakirkjugarð. Það var farið að
rökkva en fyrr en varði stóðu þau hjá leiði D 0016
andspænis steini sem á var letrað: Filippus Ámunda-
son járnsmíðameistari f. 2. 8. 1877 d. 31. 1. 1975.
Og hver var það sem lá við hliðina á föður sínum
ef ekki Þuríður Filippusdóttir, alías Dúa, f. 21. 11.
1908 d. 21. 10.2000.
Morguninn eftir stóð hin franska Claudine aftur
við leiði Dúu sinnar og nú með rauðar rósir. Bestu
þakkir, kæra Dúa. Merci, ma chére Dúa.
En Kolbeinn lét ekki þar við sitja. Með dánar-
daginn á hreinu var Morgunblaðið næst á dagskrá.
Þjóðarbókhlaðan aftur. í minningargreinunum um
Dúu gat ýmislegt að lesa, m.a. að hún hefði verið
stoð og stytta frænku sinnar, Guðrúnar Helgadóttur
rithöfundar og alþingismanns og hugsað um heimil-
ið fyrir hana árum saman. Þar kom einnig fram nafn
http://www.ætt.is
20
aett@aett.is