Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Skógarítak áttu Hamrabændur í Snjáfuglstaðaskógi, sem presturinn þar vill reyndar ekki kannast við þegar jarðarbókin er rituð. Hér er skrásetjarinn, Axel Friðrik Jónsson, ábúandi á Hömrum greinilega að enduvekja gömul ítök sér til framdráttar. Hann var glúrinn í við- skiptum og átti víða jarðarhluta. LANDNÁM Landnámabók, 99. kafli, 4 m.gr.: „Ketilbjörn nam Grímsnes allt, upp frá Höskuldslæk og Laugardal allan Byskupstungu upp til Stakkár og bjó að Mos- felli. Börn þeirra voru Teitur og Þormóður. Ketill, Þórkatla, Oddleif, Þorgerður, Þuríður. Skæringur hét son Ketilbjarnar, laungetinn." Haraldur Matthíasson, menntaskólakennari að Laugarvatni og fræðimaður, kom með þá tilgátu að einhver sona Ketilbjarnar hafi reist sér bú á stórbýlinu Hömrum, það gerir einnig Einar Arnórsson 1950. (Árnesinga saga II) Teitur (f. um 909) bjó í Skálholti. Ekki er vitað hvar Ketill (f. um 900), Þormóður (f. um 900), Þor- leifur (f. um 900) og Skæringur (f. um 900) bjuggu, og ekki heldur kunnugt um niðja þeirra, nema Þor- móðs sem átti eina dóttur. Hugmyndin er skemmtileg en nær aldrei lengra. Ketilbjörn og ættmenn hans voru í fyrstu kallaðir Mosfellingar en síðar Haukdælingar og skýrist það af því hvar höfuðból þeirra voru. Þeir voru mjög valda- miklir á þjóðveldisöld. Til er munnmælasaga er segir að Ketilbjörn gamli, Ætt Hermanns Tönsberg á Hömrum: Jón „yngri“ Olafsson, f. um 1681. Bóndi á Hömr- um. Kona hans var Þórunn Freysteinsdóttir f. urn 1681 Guðmundur Jónsson, 1726-31. maí 1785, bóndi á Hömrum og hreppstjóri í 30 ár. Kona hans var Hallgerður Magnúsdóttir f. um 1730 Jón Guðmundsson, 1759-1841, bóndi á Hömrum. Kona hans var Ingibjörg Þórðardóttir, f. um 1761 Snorri Jónsson, 1791-1868, bóndi á Hömrum. Kona hans var Sigríður Einarsdóttir, 1797-1877 Katrín Snorradóttir, 1829-1891, húsmóðir á Hömr- um. Maður hennar var Jón Björnsson „eldri“, 1828-1877 Ingibjörg Jónsdóttir, 1853-1898, húsmóðir á Hömrum, móðursystir Sigríðar Bjarnadóttur og fóstra hennar Sigríður Jónsdóttir, 1853-1898, húsmóðir á Hömr- um, móðursystir Sigríðar Bjarnadóttur og fóstra hennar Sigríður Bjarnadóttir, 1893-1991, húsmóðir á Hömrum Gunnar Jóhannesson, 1932- -bóndi á Hömrum Auður Gunnarsdóttir, 1977- -bóndi á Hömrum landsnámsmaður sé heygður í landi Eyvíkur niður við Hestvatn, fjarri öllum þáverandi kirkjuklukk- um. Geta má þess að Ketilbjörn er forfaðir afa míns, Jóhannesar Jónssonar (1885-1968) bónda á Hömrum, en hann er 26. frá honum talið. Elstu heimildir, sem ég þekki, um atburði sent tengjast Hömrum eru frá 999. I Brennu-Njálssögu segir frá ferðum Guðleifs Ara- sonar og Þangbrands kristinboða. Þeir riðu niður í Grímsnes. Veita átti þeim fyrirsát við Hestlæk. Elstu ritaðar heimildir um búsetu á Hömrum eru frá 1160, þegar Finnur Arnórsson, (fæddur um 1120) prest- ur, að Hömrunt sótti um Mosfellsprestakall og fékk en sleppti kalli. Ljóst er að kirkja, alkirkja með þjónandi presti, er þá komin á Hömrum. Finnur deyr 21. mars 1196, og ef að líkum lætur hefur útför hans farið fram frá kirkjunni sem hann þjónaði og hann jarðsettur þar. Um það leyti segir í skrám Páls biskups Jónssonar, (biskup 1195-1211) að prestlaust sé á Hömrum. Það er mjög eðlilegt að alkirkjan á Hömrum hafi orðið undir í samkeppni við tvær öflugar kirkjur. nánast í túnfætinum, Mosfells- og Skálholtskirkju, enn fremur var kirkja á Apavatni. Mosfell liggur mun betur við samgöngum en Hamrar, sem er umlukt ám á þrjá vegu, eins og áður er lýst. Aðrar kirkjur í Gríms- nesi á þessum tíma voru á Búrfelli og Snæólfsstöðum (Snæfoksstöðum) og líklega Öndverðarnesi. Kirkjurn- ar í Grímsnesi eru prestlausar um 1200, skv. skrá Páls biskups Jónssonar, kirkjunnar á Öndverðarnesi er þar ekki getið og lítið um þá kirkju vitað. Af kirkjunum í Grímsnesi á Hamrakirkja sér elsta vitnisburðinn, þ.e. þegar Finnur sækir um Mosfell 1160, en þá er hann er greinilega prestur á Hömrum. Búrfells- og Snæólfs- staðakirkna er fyrst getið í ofangreindri skrá Páls frá um 1200. (Að nokkru leyti úr Árnesinga sögu). Gissur hvíti Teitsson, (f. 952) barnabarn Ketilbjarn- ar „gamla“ landnámsmanns, lét reisa fyrstu kirkjuna á Skálholti, sem síðar varð dómkirkja Islendinga þegar Isleifur sonur hans var vígður biskup 1056. Hver ætli hafi verið áletrunin á legsteini Finns, ef steinninn var þá yfirleitt til? Ég minnist alltaf áletraðs steins sem var í hlöðuvegg vesturbæjarins á Hömr- um, sem ég gat ekki með nokkru móti áttað mig á. Ég er alls ekki að spyrða hann við Finn, en það er deginum ljósara að einhverjir legsteinar hafa átt sér samastað í kirkjugarðinum á Hömrum, hvað svo sem síðar kann að hafa orðið um þá. Bændur voru dugleg- ir að nýta sér það sem var við hendina hverju sinni, legsteinar hafa t.a.m. verið vel fallnir í vegghleðslur. Það viðgekkst í Skálholti að nýta brotna legsteina í kirkjugarðsveggi. Áhugi og virðing fyrir fornmun- um og minjum var ekki almennur hér áður fyrr. Og svona í framhjáhlaupi, hvað ætli hafi orðið um allt grjótið sem var í vegghleðslum á árum áður t.a.m. kirkjugarðsveggjum, tröðum og bæjar- og útihúsum. Sjálfsagt hefur það verið urðað á staðnum. Gunnar Jóhannesson, fyrrum bóndi á Hömrum, hefur sagt mér að mikið sé af grjóti í jörðu fremst í hlaðinu milli http://www.ætt.is 4 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.