Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 „Hann Svarti Pétur á sólunum...“ Mannlýsingar geta verið nieð margvíslegum hœtti, það sýndi Anna Guðrún Hafsteins- dóttir formaður Ættfræðifélagsins þegar hún flutti erindi um afa sinn Pétur Zóphonías- son, fyrsta formann Ættfrœðifélagsins, sem systir hennar, Dóra Hafsteinsdóttir, flutti á ættarmóti/niðjamóti að Hólum í Hjaltadal 29. maí 1993. Góðir ættingjar og venslamenn! Þegar Páll Zóphoníasson hringdi til mín frá Vest- mannaeyjum til að biðja mig um að lýsa afa mínum Pétri Zóphoníassyni, í fimm mínútna ræðu þá færðist ég mjög undan þeim heiðri. Þá benti þessi frændi minn mér á að ég yrði elsta barnabarn Péturs á þessu ættarmóti, og þar að auki væri ég ein af fáum á lífi sem hefðu þekkt hann. Þetta þótti mér all nöturlegur sannleikur þótt það verði að segjast Páli til hróss að hann benti mér með þessu ofurvarlega á hvað ég væri orðin gömul. Þrátt fyrir þessar staðreyndir verður að segjast eins og er að ég þekkti Pétur móðurafa minn mest af afspum og ég var aðeins tíu ára þegar hann dó. Fyrsta endurminningin sem kom upp í hugann tengd honum var að ég sat í stiganum heima á Marargötu að horfa á Flalldóru ömmu mína stússa í eldhúsinu. Eg var að syngja „Hann svarti Pétur á sólunum“, mér til gamans og hrekk við þegar amma segir: „Guð hjálpi þér barn, að vera að syngja þessar vísur um hann afa þinn!“ Afa minn! Eg hafði ekki hugmynd um að ég væri að syngja um hann, og ég hef enn ekki hugmynd um hvar ég lærði braginn, en eitt veit ég að móðir mín kenndi mér hann ekki. Hún gætti þess alltaf vandlega að minnast aldrei á það sem gæti talist einhverjum í fjölskyldunni til vansa. Ég held að ég verði að fara með braginn vegna þeirra sem ekki hafa heyrt hann áður. Hann Svarti Pétur á sólunum, á sólunum, á sólunum var stimamjúkur hjá stúlkunum en strandaglópur í ástum. En það er sagt að hann hafi haus og hann sé aldeilis makalaus En skrúfa finnist sem skrölti laus. Það skulum við ekki fást um. Hann sagði um daginn ó Dísa mín, Ó Dísa mín, ó Dísa mín. Ég tefli um ást þína elskan mín, en ef að bara hún næðist. En Dísa fussar og segir svei, og svei, svei, svei, og svei, svei,sveii. Þú ert asni og aulagrey sem allur leikur á þræði. Þú þykist greindur og gáfaður, en grettur ertu og nefljótur og svo freklega frammyntur. Það finna hljótum við bæði. Þessi bragur mun hafa verið ortur um Pétur Zóph- oníasson og sunginn í revíu á Sauðárkróki endur fyrir löngu. Þegar ég fór að huga að honum kemur fram skemmtileg mannlýsing sem kemur dálítið heim og saman við þá mynd sem ég hef af afa mínum „Hann Svarti-Pétur..“ Jú, afi var dökkur á brún og brá og skipti vel litum. Hann var hár og spengilegur, 180 cm á hæð samkvæmt passanum hans sem ég fann einhvers staðar, „og minnti helst á indverskan fursta“, segir Zóphonías sonur hans um hann. „Hann Svarti Pétur á sólunum..“ Ég minnist þess að móðir mín sagði mér að amma hefði alltaf farið með afa á stúkuböllin sem voru mjög algeng. Þar hefði hún dansað mikið og skemmt sér vel og af því dreg ég þá ályktun að afi hafi verið mikill dansmaður og í bragnum sé átt við skósólana. „Stimamjúkur hjá stúlkunum en strandaglópur í ást- um..“ Það nægir að benda á að afi átti að minnsta kosti þrjú börn utan hjónabands, en varla hefur hann þá ver- ið strandaglópur í ástum eins og segir bragnum. „Það er sagt að hann hafi haus og hann sé aldeil- is makalaus..“ Það fór orð af honum fyrir greind, stálminni og ættvísi. „Hann var reikningsmaður ágætur og hamhleypa til verka“, segir Brynleifur Tobíasson um hann. Hann segir einnig: „Það er eins og sumir menn hafi alltaf nógan tíma, þó að alkunn- ugt sé að þeir séu störfum hlaðnir. Svo var Pjetur Zóphoníasson. Hann hafði líka tíma til að skemmta sjer og vinum sínum, og engan mann hefi jeg þekkt sem kunni jafn vel að skemmta sjer og öðrum sem hann..“ og Brynleifur heldur áfram: „Hann var upp- örvandi, fræðandi, góðgjarn og gestgjafi mikill. Kon- ungs hafði hann hjarta". Þá komum við að ljóðlínunni: „En skrúfa fínnist sem skröltir laus. Það skulum við ekki fást um..“ Þarna mun vísað til þess að afi skrollaði og því man ég eftir. MUNIÐ AÐ GREIÐA GÍRÓSEÐLANA! http://www.ætt.is 18 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.