Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 sem hafði farið á Bændaskólann í Ólafsdal þar sem nemendunum var kennt og bent á að halda dagbók. Fýsnin til fróðleiks og skrifta einkenndi öll Galtar- dalssystkinin, systkin mömmu. og lyfti huga þeirra úr duftinu líkt og hjá Jóni Helgasyni forðum. Ég fæ aldrei nógsamlega þakkað allan þann fróðleik sem þau eftirlétu mér. Sem lítil telpa í Litla-Galtardal, þá 14 ára, skráir mamma prjónaskap heimilisfólksins: 21 pör heilir sokkar, 15 pör neðan á sokka, 20 pör heila vettlinga, 5 skirtur, tvennar nærbuxur, 15 álnir af vaðmáli. Hún skráir sömuleiðis þyngd heimilisfólksins ár eftir ár. Ég sé líka að mamma hefur verið bólusett á Staðar- felli 1915 þá þriggja ára að aldri, það er fóstra hennar, nafna og frænka Björg Magnúsdóttir ljósmóðir sem gefur út vottorðið. Mamma vann í fiski á sínum yngri árum eins og svo margir. 30. mars 1929 þegar mamma er 16 ára, og nýkomin til Reykjavíkur, sé ég að hún hefur gengið í Verkakvennafélagið Framsókn. Litla félagsskírteinið er undirritað af þeirri merku konu Jóhönnu Egils- dóttur og þar stendur að mamma sé félagi nr 41. Af gömlum sneplum les ég svo að 1934, þegar mamma var 22 ára, bjó hún á Haðarstíg 16 og greiddi 20 kr í útsvar, 16 kr í tekju- og eignarskatt, 6 kr og 50 aura í tekju- og eignarskattsauka 1 kr og 50 aura í ellistyrkt- arsjóðsgjald, og 5 kr í gjald utanþjóðkirkjumanna, en afi var í Hjálpræðishernum og fóru fjórar af þessum fimm krónum til háskólans og ein í Kirkjugarðs- gjald. Og af litlu minningabrotunum hcnnar mömmu sé ég að þetta sama ár vann hún í fiski um vorið en fór svo í kaupavinnu austur að Vötnum í Ölfusi og kom þaðan í september, var svo í Laugarnesi í vist um hálfan mánuð, fór svo í vist á Bergstaðastræti 24 í byrjun nóvembermánaðar og hafði í kaup hálfan daginn 25 krónur. „Þá bjó ég á Haðarstíg 16, skrifar hún. Þennan vet- ur fékk ég brjósthimnubólgu og lá lengi fárveik.“ Já, þetta eru sannarlega merkileg minningabrot sem segja mér sögu þessarar ungu stúlku. En þau segja líka atvinnusöguna og sögu alþýðunnar og kjara hennar. En þótt brauðstritið væri ofarlega í lýsingum mömmu þá bætir hún við: „Margan túkallinn fékk ég lánaðan hjá Óla bróður þegar mig langaði á ball á þessum árum. Og svo lánaði Fríða systir mér alltaf hringinn sinn. Það versta var að ég þurfti alltaf að skríða upp fyrir Ósk systur mína í rúminu þegar ég kom heim“! Það var líka ótrúlegt að lesa um fæðingu mömmu í ljósmæðrabók Bjargar fóstru hennar sem tók á móti henni: N 11 1912 30. ágúst tók ég á móti 17 marka stúlku- barni hjá Sigurbjörgu í Galtardal það er 9. barnið hennar og er hún 38 ára gömul. Henni varð ilt algjör- lega kl 12 í gærkveldi en kl 3 var barnið fætt og kom fylgjan sjálf eftir hálftíma það má segja að henni gengi „Þú berð líka ábyrgð“ kallaði Guðfinna Ragnarsdótt- ir erindi sitt sem hún flutti á norræna safnadeginum í Þjóöskjalasafninu í nóvember s.l. Hún minnti á þann fróðleik sem leynist í skjölum og skírteinum, minnis- miðum og bréfum og á þá ábyrgð sem á öllum hvílir að skrá ættarsöguna með því að varðveita gamlan fróðleik og koma honum áfram til komandi kynslóða. vel. Hún hefur verið lasin í alt sumar og hálf kvíðandi fyrir þessu en allt fór vel Hamingjunni sé lof. Og ennþá meira ævintýri fannst mér að lesa um fæðingu Bjargar sjálfrar 8. júní 1888 en henni lýsir Magnús faðir hennar í dagbók sinni. Og nokkrum dögum síðar skrifar hann: Var verið að ausa úr forinni. Konan mín gat sofið með besta móti í nótt og er eins og léttara en er mjög máttfarin. Fór mamma inn eptir, var Þuríður sótt að Kýrunnarstöðum því barnið var veikt. Það er auðséð að það er karlmaður sem heldur á pennanum! Fyrst er það hlandforin svo er það konan! Það er auðvitað alger fjársjóður að komast í dag- bækur og bréf, það er eins og að fá að skyggnast inn í innstu sálarkima og líf bréfskrifarans. Það er eins og að vera fluga á vegg. Við skulum ekki gleyma því að allra handa skjöl eins og fæðingar-, skírnar- og giftingarvottorð, einkunnir, líkræður, húskveðjur og alls lags minnismiðar eru púslbitar í ættar- og per- sónusöguna. Já, ættfræðin á sér sannarlega margar hliðar og okkur ber að leggja rækt við þær allar. Safna fróðleik, varðveita gamlar sögur og sagnir, ljóð og lausavísur. Halda öllum skjölum til haga, jafnt opinberum sem einkaskjölum. Við skulum muna að fara mjúkum höndum um gamla ættargripi og skrá sögu þeirra. Merkja og skrá gamlar myndir og geyma skjöl, dagbækur, kvittanir og minnismiða sem segja sögu kynslóðanna. Nú þegar svo auðvelt er orðið að halda utan um ættrakningarnar í alls kyns forritum er næsta skref að fylla í eyðurnar og ljá forfeðrunum líf með því að setja þá í samhengi og skrá sögu þeirra eins vel og okkur er unnt. Því öll erum við partur af þeim og saga þeirra saga okkar. http://www.ætt.is 21 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.