Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 drunum. Svarta öskuna lagði m.a. héryfirGaltalækjar- bæinn. Landmannaafréttur spilltist mjög af öskufallinu og drifu menn sig inn á fjall til að bjarga fénaði sínum til byggða. Landréttir voru svo í Réttarnesi 11. sept- ember. Vegna eiturs í öskunni var eitthvað um að kýr dræpust og talsvert skáru menn af sauðfé um haustið, sem þeir töldu sýnt að lifði ekki af veturinn. Á næsta ári (1846) fundust jarðskjálftar áfram, þá var rosasumar, fénaður var orkulítill og sérstaklega þreifst ungviði illa, skógurinn húðaðist af öskunni og mislingar tóku að herja á mannfólkið. Erlendir vísindamenn voru á ferð vegna eldgossins og trúlega hafa einhverjir þeirra komið að Galtalæk. Gosinu linnti, skepnur og menn hresstust og búskapurinn hér á Galtalæk blómgaðist á ný enda var góðæri 1847, sem segja má að hafi staðið fram til 1854. Árni er bóndi í Vestritungu í Landeyjum (1822-1828) og á Galtalæk í Landsveit (1828-1849). Þegar Árni var ungur maður heima á Reynifelli bað Helga móðir hans konur um að passa sig á kven- semi hans, en ekki er þó til þess vitað að hann hafi nokkru sinni „snert“ á annari konu en sinni eigin og hjúskapur þeirra átti nokkurra ára aðdraganda. í áratugi var eigandi Galtalækjarins Jón Þórðarson hinn ríki í Móhúsum, Stokkseyrarhreppi (frá 1810 og til dánardags 17.8.1849). Árið 1827 er tvíbýli á Galtalæk (og það þriðja í hjáleigunni) og er annar ábúandinn Runólfur Jónsson, ofstopamaður mikill og gat verið snarvitlaus á geðsmunum. Þetta ár flyt- ur Runólfur frá Galtalæk, niður í Landeyjar og fær ábúðarrétt á hluta Vestritungunnar, þar sem Árni bjó. Engar sögur fara af nágrenni þeirra Áma og Runólfs hins geðsjúka, þetta ár sem þeir bjuggu báðir í Vestri- tungu, en hið næsta vor (1828), fær Árni ábúð á hálf- um Galtalæknum. Ekki mun Árni hafa með öllu verið ókunnugur þar um slóðir, því þá hafði Jón bróðir hans búið á þremur jörðum í ofanverðri Landsveit, frá árinu 1824 og þar af eitt ár sem húsmaður á Galtalæk (síðasta árið sem Runólfur vanstillti var þar bóndi). Það er því enginn vafi á að Ámi hefur þekkt vel til jarðarinnar og auk þess gat hann spurt Runólf, um allt það er hann vildi vita varðandi afkomumöguleika þar. Það er enginn vafi á að þegar Árni flytur að Galtalæk, þá mun honum hafa fundist sem hann hafi „himinn höndum tekið“ að komast að slíkri jörð. Að vísu gat hann ekki vaðið grasið upp í mitti á Galtalæk, eins og hann hafði gert í mýrarkeldunum niðri í Landeyjum. Þótt spritti seinna hér á vorin, var grasið ákaflega kjamgott til beitar og frá uppeldinu á Reynifelli kunni hann vel að hagnýta sér kosti þess að búa á fjallajörð sem lá næst afréttinum. Héðan frá Galtalæknum var silungur veiddur í Veiðivötnum og skógurinn hér fyr- ir innan var „gullsígildi". Hann var til margs notaður; sem eldnæring í smiðjunni þegar þurfti að hita jám (dengja ljáina og búa til skeifur), sem árefti á hús undir torfþökin, sem eldiviður í eldhúsi og til beitar. Þrátt fyrir þessa miklu notkun hefur skógurinn hér enst til þessa dags, þótt hann hafi orðið uppblæstrin- um að bráð víða í nágrenninu. Ári síðar en Árni flytur að Galtalæk, fer innsti bær sveitarinnar (Merkihvoll) endanlega í eyði. Oft- ast höfðu verið þrír bændur á Galtalækjarjörðunum. Þegar Árni hafði búið þar í sjö ár (1835) hættir and- býlismaður hans, Guðmundur, þar búskap fyrir elli sakir (69 ára) og Árni yfirtekur hans jarðarhluta. Ekki hafði fallið verr á með þeim bændunum en svo að gamli maðurinn fékk að flytja inn í hús Árna og hlaut þar alla þá meðhöndlun er hann þurfti, þau 11 ár er hann átti ólifað. Ári síðar (1836) flytur síðasti bónd- inn frá Galtalækjarhjáleigu (Stampi) og eftir það situr Árni einn að allri Galtalækjartorfunni. Árni dmkkn- aði í Rangá, 59 ára að aldri, þegar hann var að lóðsa hestamenn yfir ísilagða ána. Margrét ekkja hans stóð fyrir búinu frá 1849 til dánardags 24.3. 1860. Árni var búhyggjumaður mikill eins og þeir langfeðgar og fyrirhyggjusamur um matarforða vegna heimilisins. Það olli honum engri kæti þegar í ljós kom að kona hans hafði stungið kjöti í skjóðu hjá snauðu förufólki enda var margt fólk að fæða á Galtalæk (13 manns Heklugosárið 1845). Á dögum Árna vom aðalútflutn- ingsvörur landsmanna: ull, tólg og saltað sauðakjöt. Mér er kunnugt um eftirtaldar jarðir sem Árni átti (kaupár er í sviga): Minnivellir í Landsveit (u.þ.b. 1/4 hluta, 1837), Hrútafell Eyjafjöllum (u.þ.b. 1/5 hluta 1846 og 1847) og Lágafell í Landeyjum [ 3/4 hluta]. Kona (25.10. 1821): Margrét Jónsdóttir nr. 15.2. Þau hjón eignuðust 17 böm og komust 9 þeirra upp. (Afkomendur Árna og Margrétar hafa fram til okkar tíma gengið undir nafninu „Galtalækjarætt“. Meðal afkomenda þeirra em Páll „pólití“, Lýður í Hjalla- nesi, stórbændumir í Hvammi og Skarði í Landsveit. Ennfremur hinir fornbýlu góðbændur: Auðunssynir á Minnivöllum, Jón á Lækjarbotnum, Guðmundur í Múla, Ingvar á Bjallanum og Valdimar í Hreiðri). Hinir fornu Galtalækjarmenn voru vandaðir, heiðar- legir, ábyggilegir og orðheldnir, þ.e. það mátti treysta töluðum orðum þeirra. Árni er fæddur 18.2.1790 á Reynifelli, drukknaði í Ytri-Rangá 2.3.1849. Finnbogi Þorgilsson hinn ríki 1760-1833 Um hans daga urðu ýmsar uppfinningar erlendis og iðnbylting hefst hjá Englendingum. George Was- hington og Benjamín Franklín urðu þá þekktustu menn Bandaríkjanna. Napoleon barðist í Evrópu (1805-1815) og Bretar réðust á Kaupmannahöfn og þröngvuðu Dönum. Danska ríkið er gjaldþrota (1813), Danir tapa Noregi til Svía. Frakkar gera stjórnarbyltingu 1830. Þá voru uppi skáldin Goethe og Schiller og tónskáldin Mozart og Beethoven. Árið 1800 er Alþingi íslendinga lagt niður. Litlar siglingar eru til landsins á ámm Napoleonsstyrjald- http://www.ætt.is 13 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.