Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 „Hann sagði um daginn, ó Dísa mín..“ Ég kann því miður engin deili á Dísu en ættfræðingurinn Pétur Zóphoníasson hefði vafalaust farið létt með að rekja ættir hennar. „Ég tefli um ást þína, en ef að bara hún næðist..“ Afi var taflmaður. Hann hefur greinilega teflt líka um ástir kvenna. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Taflfélags Reykjavíkur árið 1900 og ókrýndur skák- kóngur íslendinga fyrsta áratug aldarinnar. Viðbrögð Dísu í bragnum koma ekki alveg heim og saman við þær fregnir sem ég hef haft af kvennamálum afa. Mér skilst að konur hafi yfirleitt fallið flatar fyrir honum í orðsins fyllstu merkingu. Ég kýs því að líta á svar Dísu sem látalæti. Hún hefur sennilega viljað láta hann ganga á eftir sér. „Því þú ert asni og aulagrey." þetta fær alls ekki staðist að mínu mati. „sem allur leikur á þræði..“ Þessi lína er óljós en ótrúlegt er að sjálfur æðstitempl- arinn og bindindisfrömuðurinn hafi verið timbraður. „Þú þykist greindur og gáfaður..“ Það hefur ekki verið að ástæðulausu sem honum hefur þótt það, „en grettur ertu og nefljótur og svo freklega frammynt- ur..“ Afi var ekki smáfríður en einstaklega sjarmer- andi maður, „og svo freklega frammyntur. Það finna hljótum við bæði..“ Síðasta línan þykir mér benda til þess að afi hafi unnið skákina við Dísu. Öllum sem með afa bjuggu ber saman um að hann hafi verið skemmtilegur á heimili. En hann fékk líka góða þjónustu. Hann fékk nýþveginn og stífaðan flibba og mansjettur á hverjum morgni og það hvarfl- aði aldrei að honum að skipta sjálfur um skyrtuhnappa í þeim, og amma braut sokkana hans á sérstakan hátt til að hann ætti auðveldara með að komast í þá. Kvöldmaturinn var borinn inn til hans á bakka og ég man vel eftir silfurskeiðinni vænu sem hann borð- Pétur Zóphoníasson eða „Hann Svarti Pétur á sólun- um....“ aði með. Ég spurði móður mína oft hvort afi hefði ekki verið sjaldan heima og hvort amma hefði ekki oft átt erfitt með allan barnahópinn. „Hún elskaði pabba og dáði alla tíð“, svaraði mamma, „og hann var alltaf heima á jólunum“. „Hann var mesti Jóla- maður sem ég hefi þekkt“,segir Brynleifur um hann. Þótt ég hafi ekki þekkt Pétur Zóphoníasson mikið þá þekkti ég móðursystkini mín öll þeim mun betur. Ég ólst upp í faðmi stórrar og hlýrrar fjölskyldu þar sem móðursystkini mín gegndu stóru hlutverki. Fyrir þetta vil ég þakka um leið og ég bið bless- unar öllum niðjum og venslafólki Zóphoníasar Hall- dórssonar og Jóhönnu Soffíu Jónsdóttur um alla framtíð. Guðfinna Ragnarsdóttir: „Þú berð líka ábyrgð66 Útdráttur úr erindi fluttu í Þjóðskjalasafninu á Norræna skjaladeginum 8. nóvember sl. Allir eiga sér ættir og ættarsögu og allir leita uppruna síns, allir vilja vita deili á föður og móður, öfum og ömmum og jafnvel enn lengra aftur. Ræturnar skipta okkur öll svo miklu máli. Ættfræðin er eins og orðið ber með sér allur fróð- leikur um ættina; sögur og sagnir, einkenni bæði til munns og handa, útlit og lundarfar, hæfileikar og gáf- ur, sjúkdómar, veikleikar og styrkur, fróðleikur um búsetu og líf forfeðranna, ættargripir, myndir, störf, áhugamál, nöfn og fleira. Fyrir mér hefur vakað tvennt í mínu ættfæðigrúski, í fyrsta lagi að safna saman öllum þeim ættarfróðleik sem ég kemst yfir varðandi ættirnar mínar og í öðru lagi að bera þá vitneskju áfram á ýmsu formi til næstu kynslóða, m.a. með því að vekja áhuga ættmenna minna á sögu okkar og uppruna. Þetta er verðugt verkefni sem mér þykir afar vænt um. Margt gerist á mannsævinni og við skiljum eft- ir okkur langa slóð gagna og ótal skjöl og skráðar heimildir. Hver snepill getur verið dýrmætur púslbiti í heildarsöguna. Ég fyllist andakt þegar ég fer hönd- um um fallegu fermingarkortin hans föður míns: De bedste önsker pá konfirmationsdagen og Du finner lycken pá din vej. Allt upp á dönsku! Hvað þá ferm- ingarvottorðið frá 1926, undirritað af Benedikt Sveins- syni og stimplað með stimpli Þjóðskjalasafns Islands. http://www.ætt.is 19 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.