Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Fimmtánda öldin Fjórtanda öldin er algjör eyða og sú fimmtánda ansi rýr, ekkert er vitað um ábúendur á Hömrum aftur fyrr en á miðri 16. öld eða í meira en 250 ár. Við vitum þó að kirkjan heldur velli. Enginn prestur er kenndur við kirkjuna, í rituðum heimildum, eftir fráfall Finns Arnórssonar 1196, svo hér hefur líklega verið lítil heimakirkja upp úr 1200. í íslensku fornbréfasafni VII. bindi tímabil 1491-1518, er einnig fjallað um máldaga kirkjunnar á Hömrum. (sbr. hér að fram- an). 20. júlí 1433 var Jón Gerreksson (f. 1378) biskup, danskrar ættar, drepinn eftir að hafa verið dreginn út úr Skálholtsdómkirkju. Hann hafði um sig hirð 30 írskra sveina, suma hverja býsna ódæla og galt hann fyrir það. „... var hann færður úr helgum skrúða og bað hann sér griða, en við slíkt var ekki komandi. Þeir fóru með biskupinn vestur í Brúará, settu hann í sekk og bundu við stein, vörpuðu honum í ána við ferjustaðinn hjá Spóastöðum, en lík hans rak upp aftur við Ullarklett niður hjá Hömrum og var grafið innan kirkju í Skálholti(Rauðskinna hin nýrri). í Sögu biskupstólanna, segir: „Lík hans rak við Ullar- KIRKJUGARÐURINN á Hömrum var upp- götvaður á nýjan leik árið 1963 er verið var að byggja nýtt íbúðarhús á Hömrum.Vitneskjan um hann hafði verið mönnum hulin um margar aldir. Svo gerist það að strákur sem var að grafa fyr- ir röri kemur niður á hauskúpu. Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður, kom á vettvang þegar garðurinn fannst, ásamt Bjarna Vilhjámssyni þjóð- skjalaverði. Þeir sáu á legu beinagrindarinnar að hér mundi vera um kirkjugarð að ræða. Kristján ætlaði að skoða garðinn betur síðar en ekkert varð úr. (munnleg frásögn Ingibjargar Tönsberg). Engir fagmenn hafa komið að þessum uppgreftri síðan en Gunnar Jóhannesson þáverandi bóndi á Hömr- um gróf ásamt Einari og Ingibjörgu Tönsberg bæði nyrst og syðst í garðinum. Kirkjugarðurinn hafði greinilega verið í notkun í töluverðan tíma því beinalög voru þrjú, þ.e. teknar höfðu verið grafir þrisvar á sama stað. Efsta beinagrindin var á aðeins 70 sentimetra dýpi og var greinilega mun yngri en þær er neðar lágu. Sérkennilegt var að efsta beina- grindin lá ekki samkvæmt hefðbundnum greftrunar- siðum heldur mjög ruglingslega. Tvennt gæti komið til, að vitneskjan um kirkjugarðinn hafi verið til staðar þegar einhver plágan reið yfir og snör hand- tök verið höfð við greftrun, eða að komið hafi verið niður á beinagrindina vegna einhverra framkvæmda og frágangurinn ekki verið betri, sem telst hæpin skýring vegna þess hversu heilleg hún var. HESTASTEINAR. í gömlu hestagerði neðan Klettanna á Hömrum, er hestasteinn með gati, all siginn í jörðu, sem klappað er í ártalið 1819 og upphafsstafirnir S.J. (Snorri Jónsson, fæddur 1791). Jóhanna Jóhannesdóttir, sem fædd er og uppalin á Hömrum, minnist hestasteins ,með tilhoggnu gati, sem amma hennar, Ragnhildur Jónsdóttir (1854 -1938) sat iðulega á og var staðsettur á hlaðinu framan við bæinn. Brotnað mun hafa upp úr gatinu. Engin áletrun var á steinunum. Til er ljósmynd, sem tekin var sumarið 1934 af þýskri starfskonu á Sól- heimum, af Ragnhildi sitjandi á steininum AÐRIR HOGGNIR STEINAR. Ég man eft- ir tveimur öðrum steinum með áletrunum, annar var í vegg við öskuhaug Vesturbæjarins, líklega til staðfestingar á því hvenær veggurinn var hlaðinn, ártalið á honum var örlítið yngra en á hestasteinin- um, 1830 eða þar um bil. Annar steinn var í hlöðu- vegg Vesturbæjarins, ég gat aldrei ráðið í áletrunina á honum. Þessir steinar eru ekki ofanjarðar lengur. ULLARKLETTUR. Nafnið er gamalt, elstu heimildirnar eru frá 1433 er lík Jóns Gerrekssonar biskups rak þar á land. Nafnið segir okkur að þarna hafi verið þvegin ull um aldir. Þar mátti til skamms tíma sjá hlóðir, sem síðast voru notaðar um miðja 20. öld af Vesturbæjarbóndanum, Eyjólfi Guð- mundssyni,til ullarþvottar. Legsteinn yfir grafreit Hannesar Finnssonar biskup (d. 1796) og Valgerðar, konu hans, kom með Eyrarbakkaskipi frá Danmörku í ágúst 1800 og var settur í geymslu á Eyrarbakka. Steinninn er bæði stór og þungur sagður 19 skipspund (hvert skip- spund er 125 kg) 172 sm að lengd, 115 sm að breidd og um 10 sm á þykkt. Veturinn 1802 var JónGuðmundsson( 1759-1841), hreppstjóri og bóndi á Hömrum og fyrrum góðvinur Hannesar fenginn til að vera „forgangsmaður“ fyrir flutningi á steininum að Skálholti og skyldi hann dreginn á ís upp Ölfusá og Hvítá. Hjá Kiðjabergi var farið upp að Hestvatni og þaðan út Slauku og út á Hvítá aftur. Þegar að Ullarkletti kom fóru flutn- ingsmenn þétt með landi þar sem ísinn var traustari, en þar vildi það óhapp til að steinninn rakst utan í klettinn og brotnaði af honum hornið. „Og þar hrökk af honum helvítis hyrnan" varð Jóni að orði við óhappið. Flutningsmönnum var brugðið. en Jón hressti þá við með mat og brennivíni áður en haldið var af stað á ný upp að Skálholti. Steinninn er til sýnis í kjallara Skálholtskirkju. Heimild Arnesingur ritll). KIRKJAN. Kirkjan er horfin 1708 en „menn minnast þess að húsið var uppi“. Endanleg sögu- lok kirkjunnar hafa því verið í tíð Jóns Jónssonar lögréttumanns (1600-1660), hann hefur ekki haft áhuga á að viðhalda henni eða endurlífga þrátt fyrir góð fjárráð. Utför hans hefur því farið fram á öðr- um kirkjustað og er Skálholtskirkja líklegust vegna mikilla tengsla hans við staðinn. A Hömrum var því kirkja í um 500 ár. http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.