Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 í gömlu hcstagcrði neðan klettabeltis á Hömrum, er hestasteinn með gati, all siginn í jörðu, sem klapp- að er í ártalið 1819, neð- antil á steininum, og upp- hafsstafirnir SI, ofantil á steininum, rétt undir gatinu. Stafirnir standa fyrir Snorri Jónsson, sem fæddur var 1791 og var bóndi á Hömrum. Snorri var langalangalanga- langafi Auðar Gunnars- dóttur sem nú er bóndi á Hömrum. (Ljósmynd Hcrniann Tönsberg) rekaviði. Stórtrjám varð hann að koma til Skálholts. Handhafi Hamraumboðsins varð einnig að fylgj- ast með fiskiskipum Skálholtsstaðar „út með sjó í Grindavík“, manna skipin, sjá um viðhald þeirra og búnað, jafnframt því að gera upp aflaverðmæti. Hamra-Jón (eins og hann er nefndur á einum stað í samningnum) var einn af voldugustu mönnum Suð- urlands á þessum tíma. 1660, 17. apríl, dó Jón Jónsson lögréttumaður á Hömrum. Eftir andlát hans varð sérkennilegur nautadauði á Hömrum sem og á nokkrum nálægum bæjum, er Heyvík nefnt í því sambandi. Dauða dýr- anna bar mjög skjótt að. Margir hestar féllu líka efir að hafa étið fóður eða moð frá Hömrum, eins fluttist smit með slátri. Bráðadauða þennan mátti rekja til „miltisbruna" sem kom upp á Hömrum. (Fitjaannáll, Kjósárannáll og Setbergsannáll.) 1664 fannst Þórisdalur í Geitlandsjökli. Bjöm Jónsson, ungur maður frá Hömrum var með í för. (Blanda) Auðsætt er hvern við er átt. Það er ekki ótrú- legt að Björn hafi búíð á Hömrum á meðan hann var yfirbryti í Skálholti líkt og faðir hans. 1695 var tekin saman jarðabók með mati á jörð- um Skálholtsdómkirkju í Rangárvalla-, Árness-, Gullbringu-, Kjósar- og Borgarfjarðarsýslu, og árið 1697 yfir Skaftafellssýslu. Undir Hamraumboðinu vom 54 jarðir. Úttekt fyrir Hamra er eftirfarandi,: Landskyld 2 hundr. Kúgildi 6 30 hundr.sem útleggst, „Landskuldarupphæð og þeim meðfylgjandi leigukú- gildafjöldi og dýrleika.“ Hamrar var með eitt hæsta verðmatið af ofantöld- um jörðum. aðeins Reykir greiddu hærri landskuld 2 hundr. og 60 álnir , Neðra Apavatn greiddi jafn mikið. 1673. „Kom út Jón Sigurðsson á Bátsenda með sína kvinnu er hét Bente og þeirra barn Axel að nafni og 1 þjónustustúlku“ (Eyrarannáll bls. 301.) Bróðir hans Jón „yngri“ Sigurðsson (1649-1718) skólapilt- ur í Skálholti 1667 og síðar sýslumaður í Einars- nesi, Borgarhreppi, Mýrum er forfaðir okkar. Dóttir hans var Margrét Jónsdóttir (1681-1707) hrepp- stjórafrú, Grund í Eyrarsveit, dóttir hennar var Guð- rún Þórðardóttir (1706-1790) prestsfrú á Gilsbakka í Hvítársíðu, dóttir hennar var Vilborg Jónsdottir (1740-1809) prestsfrú, Hruna í Hrunamannahreppi, sonur hennar var Jón Jónsson (1772-1832), prestur í Klausturhólum, dóttir hans var Ragnhildur Jónsdóttir (1805-1876) silfursmiðsfrú á Búrfelli, sonur hennar var Jón Björnsson (1828-1877) söðlasmiður á Hömr- um, dóttir hans Ragnhildur Jónsdóttir (1854-1938) og dóttir hennar Sigríður Bjarnadóttir, (1893-1991) amma mín, húsmóðir á Hömrum. 1699. Axel Friðrik Jónsson, síðar lögréttumaður (1706) og lögsagnari, gæti verið kominn að Hömrum í lok aldarinnar 26 ára að aldri. Hann var kvæntur Olöfu Bjarnadóttur, þeim varð 8 barna auðið. Friðriks er getið í Vítavísum sem ortar voru í tilefni brúðkaups Jóns Vídalín biskups í Skálholti og Sigríðar Jónsdótt- ur frá Leirá, sem fram fór 17. september 1699. Atjánda öldin 1707, 2. júní, kom upp bólusótt, sú fyrsta í 35 ár, barst frá Kauphannahöfn með skipi sem kom að Eyr- arbakka og dreifðist þaðan út um allt land. Talið er að allt að þriðjungur landsmanna hafi látist úr sóttinni, eða um 18 000 manns, þar af um 12 000 í Skálholts- stifti. Sóttin varði í þrjú ár, en henni var þó lokið í árslok 1707 í Árnessýslu. Lögðust þá af staðarbúin at Hömrum, Skiphólum og Útverkum fyrir vinnu- mannafæð, ok ekki fengust jarðir bygðar (leigðar) nema stórum væri slegit af leigu þeirra. „Stórabólan hafði mjög viðtæk áhrif á byggðir landsins og ekki síst fyrir þá sök að karlmenn og fólk á besta aldri varð frekar pestinni að bráð en aðrir, og því fátt um gott vinnufólk að henni afstaðri. í framhaldi þessa var megnið af þeim búpeningi sem Skálholtsstaður átti tilkall til flutt á heimatún staðarins. 1707, 16. desember er lesin upp stefna „fyr- ir heimilisbæjardyrum Axels á Hömrum“ í máli sem lögréttumaðurinn hafði á sinni könnu, varðandi framfæslu og uppeldis barns. Axel var fjarverandi. (Alþingisbækur íslands IX bindi.) 1717. Ekki ber annálariturum saman um hvernig andlát Axels bar að, þeir eru þó sammála um að hann hafi fallið útbyrðis fyrr á árinu og sennilega ekki orð- ið meint af, en skömmu síðar féll hann af borðstokki Hólmaskips, ofan í bát er lagt var upp við skipssíð- una, og lést nokkrum dögum síðar, (Setbergs- og Hvammsannáll) 44 ára að aldri. Eitthvað virðist Axel hafa átt erfitt með að stíga ölduna. Olöf Bjarnadóttir, ekkja Axels, og börnin búa áfram á Hömrum.eftir lát hans. Þess má til gamans geta að Friðrik Axel Jónsson, var fyrsti íslendingurinn sem skírður var tveimur nöfnum, svo vitað sé. Líkleg skýring er sú að móðir hans var dönsk og hann skírður í Danmörku: Axel Friderich 1771,7. febrúar deyr Bjarni Axelsson á Hömrum, örfátækur. (Heimild Apavatn í Grímsnesi). http://www.ætt.is 10 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.