Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í rnars 2009 voru Jón Hallvarðsson (1570) bóndi að Seli í Gríms- nesi og Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja s.st. Afi hennar var Jón „refur“ Sigurðsson (1500) bóndi að Gröf í Grímsnesi, sem var einn aðalþáttakandinn í drápinu á Diðrik van Mynden 1539, sem áður er lýst. Jón var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Borghildur Einarsdóttir (1600) hún lést í húsbruna ásamt Einari (1558) föður sínum „karlægum“ 7. febrúar 1636 á heimili þeirra á Iðu. Jón var við messu ásamt öðru heimilisfólki á Skálholti þegar eldsvoðinn varð. Jóni og Borghildi varð ekki bama auðið. Jón virðist hafa flust fljótlega eftir brunann að Hömrum, þar sem hann bjó til dauðadags með síðari konu sinni Amleifi Björnsdóttur fæddri 1618 (kölluð Alleif ), þau eign- uðust 6 börn: 1. Guðmundur, Jónsson fæddur 1646, lögréttu- maður og bóndi að Miðfelli Hrunamannahreppi, dó um 1706. 2. Björn Jónsson fæddur um 1646, yfirbryti í Skál- holti 1674-1678, vígðist l.nóv. 1677, varð prestur að Hrepphólum í Hrunamannahreppi 1678, og fluttist þangað um vorið og var þar til dauðadags, 1696. 3. Finnur Jónsson fæddur 1648, bóndi að Búrfelli í Grímsnesi, lést um 1706. 4. Borghildur Jónsdóttir fædd um 1650, maður hennar var Magnús Gíslason bryti að Skálholti og lögréttumaður, ekki er vitað hvar þau bjuggu. Ekki þykir mér ólíklegt að þau hafi búið á Hömrum, þar sem hann er bryti í Skálholti. 5. Guðrún Jónsdóttir fædd um 1650, maki hennar var Jón „yngri“ Jónsson, prestur, m.a. í Görðum. 6. Jón Jónsson fæddur 1651, bóndi og lögréttu- maður, bjó að Laugardalshólum, Grímsnesi, dáinn fyrir 1729. Ættartengslin: Sigurður Egilsson (1470) lögréttumaður að Borg í Grimsnesi, einnig kenndur við Sel. Jón „refur“ Sigurðsson,(1500) bóndi Gröf í Gríms- nesi, (sjá drápið á Didrik van Mynden.) Sæmundur Jónsson, (1535) bóndi í Gröf í Gríms- nesi. Guðrún Sæmundsdóttir (1570) húsfreyja á Seli í Grímsnesi. 1 Jón Jónsson (1600-1660) lögréttumaður, að Hömrum í Grímsnesi. 2. Guðmundur Jónsson (1646-uml706) lögréttumað- ur og bóndi að Miðfelli Hrunamannahreppi 3. Einar Guðmundsson (1694-1758) var á Miðfelli, síðar bóndi á Reykjum Ölfusi. 4. Guðlaug Einarsdóttir (1745-....) húsfreyja á Þór- oddstöðum í Grímsnesi. 5. Þórey Eyjólfsdóttir (1782-1860) húsfreyja á Þóris- stöðum í Grímsnesi (1845). 6. Halldóra Sigurðardóttir (1826-1910) húsfreyja m.a. á Seli í Grímsnesi. Legsteinn Hannesar Finnssonar, síðasta Skálholtsbisk- upsins, sem lést 1796, gerði stuttan stans við Ullarklett veturinn 1802 á leið sinni til Skálholts upp Hvítá á ís. Flutningurinn var undir stjórn Jóns Guðmundssonar hreppstjóra og bónda á Hömrum og fyrrum góðvinar Hannesar. Við Ullarklett vildi það óhapp til að steinninn rakst utan í og brotnaði af honum hornið. Steinninn var sagður 19 skipspund, en hvert skipspund er um 125 kg. (Ljósmynd Guöfínna Ragnarsdóttir) 7. Rannveig Sveinsdóttir (1853-1943) húsfreyja á Þórisstöðum í Grímsnesi. 8. Jóhannes Jónsson (1885-1968) bóndi á Hömrum í Grímsnesi. 9. Ingibjörg, Jóhanna og Gunnar Jóhannesarbörn. 10. Hermann Tönsberg / Jóhönnubörn og Gunnars- böm. 1645 segir frá því að Jón Halldórsson, ráðsmaður í Skálholti, drukknaði í Ölfusá er hann reið yfir ána á ís ásamt skólapilti á móts við Ingólfsfjall „fannst síðan af staðarins yfirbryta, Jóni Jónssyni á Hömrum, sem með öðrum gaf sig til leitar. (Sjávarborgarannáll-ártal ranglega sagt 1640.) 1658, 9. febrúar, gaf Brynjólfur Sveinsson biskup út ráðsmannsumboðsbréf handa Jóni fyrir jörðum stólsins í Grímsnesi, Grafningi, Ölfusi og út með sjó. Jón fékk umboð yfir 62 jörðum ásamt með- fylgjandi kvikfé, afgjöldum og ítökum með þessu bréfi“ (Saga biskupsstólanna). Ráðsmannsumboðið var kallað Hamraumboðið. Það var gríðalegt verk að sinna umboðsverkinu, fara þurfti í það minnsta þrjár yfirreiðar á ári og fyrir utan það að innheimta leigugjöld, líta eftir landareignum, húsakostum og http://www.ætt.is 9 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.