Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Skálholtsstaður 1772. Hluti myndar eftir John Cleveley. klett undan Hömrum í Grímsnesi. þar sem umboðs- maður Skálholtsbiskups bjó löngum.“ Rétt er að benda á hér að þungur straumur hefur legið niður með Ullarkletti úr víkinni á þessum tíma, ella hefði lfk Jóns Gerrekssonar ekki strandað þar. Hvítá hefur því runnið með Hamralandi ekki ólíkt og áður en leirburðurinn frá Hagavatni um Farið kom í ána 1980 og 1999 og breytti farvegi hennar. Þegar Símon Dalaskáld kom að Hömrum um 1900 til að líta Ullarklett kvað hann,: Fyrr hér viður svalan sand svartan laus við hroka biskup rak itpp lík á land látið í gráan poka. Sextánda öldin Diðrik van Mynden, hirðstjóri, var veginn í Skálholti 10. ágúst 1539. Hann hafði farið um með ránshendi og morðum. Meðal staða sem hann rændi var Við- eyjarklaustur. I annálum Espólíns eru fjórir menn taldir fremst- ir, Jón refr og Sveinn, Jón Hamraráðsmaður og Núpr, oc drapu þeir þá er inni voru. í ritgjörð Jóns Gizzurasonar stendur „..Jón Jónsson, ráðsmað- ur frá Hömrum, kallaður Hamra-Jón.“ Fitjaannál segir um þennan atburð m.a. „Þar voru sérdeilis 4 tilgreindir, sem frarn- gjarnastir voru. Það var ráðamaður frá Hömrum, hét hann Jón Snorrason og vinnumaður þaðan er Núpur hét. Hamra-Jón, ráðsmað- ur á Hömrum (Jón Jóns- son eða Jón Snorrason ) er farinn frá Hömrum um 1540, en hann hlýtur að hafa búið að Hömrum nokk- uð lengi, annars hefði hann ekki fengið viðumefnið Hamra-Jón . 1540 er á Hömrum ráðsmaður að nafni Arni. (I Islendingabók er getið Arna Olafssonar, sem er talinn fæddur um 1500 og er bryti í Skálholti (Esp.5873). Samfeðra er Einar Olafsson, ráðsmaður í Skálholti 1557-1560 og var áður m.a. prófastur á Kialarnesi 1541-1545.) Umræddur Arni átti stutta dvöl á Hömrum. í bisk- upaánnálum Jóns Egilssonar segir,: „A dögum bisk- ups Ögmundar hvarf ráðamaðurinn frá Hömrum, hann gekk heiman og norður mýrar til hesta sinna, það var um vertíðarlok. Konurnar voru að vallarvinnu á tún- inu, þá hann fór norður eptir, hann sást aldrei úr því. En sögn manna hefir verið, að þá bjó í Reykjanesi sá nraður er Sveinn hét og kenndi þessi Arni honum um, að hann hefði tekið frá sér fyrir páskana kjöt, smjör og fiska, og mundi hann og sonur hans, sá er Jón hét, hafa myrt hann, og stungið honum niður í lækinn og undir jarðbrúnirnar í Kringlugili, og þar hefði menn fundið hnífinn hjá pyttinum, alblóðugan.“ A árunum 1545-1564, varð í það minnsta þrisvar sinum bráður nautadauði á Hömrum. Biskupsannálar Jóns Egilssonar greina frá þessu: Anno 1545. .. fyrsti nautadauði á Hömrum, þar dóu 14 naut. Anno 1552 ... annar nautadauði á Hömrum, þar dóu 12 kýr og 6 naut. Anno 1564 ... var nautadauði sá þriðji á Hömrum dóu 8 naut og víða naut á bæjum í Grímsnesi. Ekki voru skýringar á takteinum hvers kyns pest væri um að ræða. „Menn vissu varla hvernig það til kom, en sögn rnanna er það, að einn smali á Hömrum hafi þar við heitazt, að hafa kaupið dauður“ segir um nautadauðann 1552. Hamrar voru lengi vel matarbúr fyrir Skálholtsstað, sem skýrir þennan fjölda nautgripa. f ráðsmanns- reikningi frá 1557 segir m.a... „Jtem för af Haumrum heim til staðarins til dráps 5 naut gömul og eitt naut þreuett." (íslenskt fombréfasafn XII bindi.) Marteinn Einarsson, biskup 1548-1556, gerði sér, í það minnsta, tvívegis ferð til Hamra. Anno 1549. „Höfð er njósn af Marteini þar sem hann hefur næt- urgistingu að Hömrum“ (Safn til sögu íslands bls. 89-90.) Anno 1555. „..þetta sama ár drukknaði Ólaf- ur skólameistari, sem áður er sagt. Það sama haust missti biskupinn hestamann sinn, af sama hesti og Ólafur hafði áður drukknað, á Hjarðarneshólmavaði. Biskupinn ætlaði til Hamra“ (Biskupaannálar Jóns Egilssonar) Sautjánda öldin og Hamraumboðsmenn Jón Jónsson er fæddur um 1600. Foreldrar hans Hamrar áttu afréttarland í Hestfjalli á meðan býlið var í eigu Skálholtsstóls. Það var afmarkað beitarhólf, sem umiukt er af Hest- vatni, Slauku og Hvítá, og var lokað með garðhleðslu s.k. Biskupsgarði eða vörslugarði, margra kíló- metra löngum. Garðurinn náði meðalmanni í öxl en er nú að mestu horfinn í jörðu. (Ljósmynd Jóhanna Jóhannesdóttir) http://www.ætt.is 8 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.