Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: Langfeðgatal mitt Eftirfarandi kaflar eru hluti af langfeðgatali mínu. Finnbogi Arnason var faðir Eyjólfs sem síðast bjó í Litlu-Tungu í Holtum, föður Guðmundar Haraldar á Heiðarbrún föður míns. Geti einhver veitt mér fi-ekari upp- lýsingar um þessa langfeðga mína, en liér koma fram, þá er það vel þegið. Finnbogi Árnason hinn ríki 1822-1877 Á hans búskaparárum studdu Bretar og Frakkar Tyrki gegn Rússum (Krímstríðið 1854-1856) og Florence Nightingale sinnti mannúðarmálum. Borgarastríð í Bandaríkjunum með sigri norðurríkjanna (1865) og leggja þau undir sig fleiri fylki næstu áratugina. Nýlenduveldi Englendinga vex mjög. Páfaríkið inn- limað í Ítalíu (1870). Þýskaland verður eitt ríki og gerist öflugt (1870). Áður höfðu Danir tapað stríði gegn Prússum (Þjóðverjum) og misstu þá bæði Slés- vík og Holtsetaland. Darwin birtir rannsóknarniður- stöður um þróun lífvera á jörðinni (1859) - leysti það úr læðingi trúarefa margra. Þjóðfundurinn er haldinn 1851, þar sem Jón Sig- urðsson og aðrir íslenskir alþingismenn mótmæla valdníðslu Dana. Verslunarfrelsi kemst á 1854. Bólu- Hjálmar er uppi og Jón Árnason safnar þjóðsög- unum. Einhver þjóðernisvakning er, eins og kemur fram í kvæði sem Jón Olafsson ritstjóri yrkir 1870, þegar hann talar um „Danska íslendinga, sem flýja í lið með níðingafans.“ 1874 er haldin þjóðhátíð og landsmenn fá stjórnarskrá. Um 1875 flytja margir til Ameríku og raunar bæði fyrr og síðar. Fjárkláði berst til landsins með enskum hrút- um 1856. í kjölfarið var fyrirskipaður niðurskurður og allt sauðfé var því skorið niður á Galtalæk og á nærliggjandi svæðum 1858. Sullaveiki var í sauðfé. Hrossaútflutningur var um 1862 og síðar. 1868 eru skoskir Ijáir fluttir til íslands og var það til mikilla bóta við heyöflun. Sala á lifandi sauðum hófst til Englands 1870. 1873 koma krónur og aurar í stað rfldsdala og skildinga. (1 dalur = 2 kr. 1 kr. = 48 skildingar). 1886 er Landsbankinn stofnaður. Eyfellingaslagur 1858. Þá neituðu Eyfellingar að baða sauðfé sitt, enda var þá búið að reka það á fjall. Bakkakotsmál hefjast 1861 þegar Jón sonur Runólfs hins skapveila (sem síðar er nefndur) var í brenni- vínsslarki og olli dauða Olafs í Miðkoti í Landeyjum. (Jón þessi var föðurbróðir Runólfs í Hallstúni). í því framhaldi lenti Magnús Blöndal sýslumaður í átökum við Jón og Ásdísi „sleggju" systur hans. Á dögum Finnboga er góðmennið Hermanníus sýslumaður á Velli (1861-1890) og á búskaparárum Guðríðar var skáldið og bókmenntamaðurinn Matthí- as Jochumsson prestur í Odda (1880-1886). Á dögum Finnboga kom Guðmundur Jónsson norðan úr Grímsey og varð prestur á Stóruvöllum (1846-1883). Hann var dökkur á hár, langleitur, hávaxinn og lotinn. Honum var ósýnt um öll prests- verk og hafði miklu meiri áhuga á ferfætlingum sínum en sálum þeirra tvífætlinga sem hann var hirðir fyrir. Trúlegt þykir mér, að honum og Finnboga á Galtalæk hafi þótt það harla gott að ræðast við og við getum verið öldungis viss um það að umræðuefnið hefur ekki verið trúmál heldur sameiginlegt áhugamál þeirra beggja sem var meðferð og umsýslan búpeningsins. Á búskaparárum Finnboga og Guðríðar var árferði slæmt. 1859-1868 var grasspretta lítil. 1869 var víða talað um matarskort. 1874 voru talsverðar frost- hörkur. 1878-1887 var eitt kaldasta tímabil íslands- sögunnar. Fellisvorið 1882 er Guðríður búandi á Galtalæk. Snjóbylur varð þá um páska og seinna um vorið urðu linnulitlir sandbyljir hér á efstu bæjum í Landsveit og á Rangárvöllum. Gripahús fylltust af sandi og fénaður féll víða. Svo tók við rosasumar og mislingar hlupu í mannfólkið. 1860 gýs Katla en það olli engu tjóni. 1878 er eld- gos nærri Heklurótum, við Krakatind. Olli það engu tjóni en einhverjar jarðhræringar fylgdu. Finnbogi er bóndi á Yrjum (1854-1856), Holts- múla (vesturbæ) (1856-1860) og á Galtalæk í Land- sveit (1860-1877). Finnbogi var séður maður í viðskiptum og íhugull. Með miklum hyggindum og ígrundaðri áætlun náði hann ábúðarréttinum á Galtalæknum við lát móður sinnar, en þá var orðin eigandi að Galtalæknum Sig- ríður (elsta) hin ríka, dóttir Jóns í Móhúsum, þess sem leigði Áma Galtalækinn upphaflega. Hún var kona Jóns ríka og bjuggu þau á Vestri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi og átti hún Galtalækinn til dánardags 17.8.1881. Svo virðist sem Landmannaafréttur hafi verið Finnboga sérstakur segull og fór hann þangað í fjár- leitir í vetrarveðri og gisti þá stundum í Landmanna- helli. Hafa ber í huga að á þessum tíma og löngum fyrr var útilegumannatrú almennings feikimikil en ekki kom það í veg fyrir ferðir hans þangað innúr. Finnbogi var eitthvað dulrænn því hann taldi sig sjá púka og líka huldufólk. Virðist hafa verið þægileg- ur maður í viðmóti en mjög vinnusamur eins og þeir langfeðgar flestir voru. Heimili Finnboga einkenndist http://www.ætt.is 11 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.