Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 6. ágúst 1832 fara tveir synir Finnboga Þorgilssonar ríka (1760-1833), þeir Höskuldur á Þorleifsstöðum og Finnur á Reynifelli að heiman í hestaleit. A leiðinni koma þeir við á Breiðabólsstað og hlýða þar á messu. Að því loknu ætla þeir suður yfir Þverá en drukkna báðir í ánni. Hér sést Þverá með Eyjafjallajökul í baksýn. anna. Jörundur er íslandskonungur sumarið 1809. („sem kóngur ríkti hann, með sóma og sann, eitt sum- ar á landinu bláa.“) Um 1830 fjölgar skipaferðum til landsins og verslun eykst. 1827 er hafin útgáfa Skírn- is (sem kemur enn út og er elsta tímarit á Norðurlönd- um), það sama ár er Kambsránið í Flóanum. Þá var Hannes Finsen biskup í Skálholti, stórlærð- ur um íslenska og norræna sögu (1785-1796). Um það leyti er Skálholtsstóll lagður niður en áður höfðu jarðeignir biskupsstólsins verið seldar. 1789-1819 var sýslumaður Vigfús Þórarinsson á Hlíðarenda (faðir Bjarna skálds Thorarensen), hann var fyrirmannlegur og málgefinn ölmaður. Hann dó slysalega í smiðju sinni. Arlega sendi hann tvo menn inn í Veiðivötn til silungsveiða. Síðar var Bonnesen á Velli sýslumaður, uppstökkur, brellinn en þó talhlýðinn. A dögum Finn- boga var Steingrímur Jónsson (síðar biskup) prestur í Odda (1811-1824) og meðal presta í Keldnaþingum var Halldór Magnússon á Stokkalæk, tröll að vexti en miðlungi gáfaður. 1791 gekk fjárpest undir Eyjafjöllum og árið eftir voru mislingar í mannfólkinu. 1798 gekk skarlatssótt. 1817 var veturinn snjóasamur, sumarið stutt og skepnu- fellir hinn næsta vetur. Þá var harður vetur 1827. Katla gaus 1823 en tjón af öskunni var lítið. 1829 voru jarðskjálftar í Landsveit og á Rangárvöllum. Finnbogi hinn ríki bjó á Reynifelli á Rangárvöll- um (1790-1833). Um aldamótin 1800 búa nánustu ættingjar hans á næstu bæjum; Magnús bróðir hans býr í Tungu (sem var milli Keldna og Stokkalækjar), Jón bróðir hans býr á Rauðnefsstöðum og seinna átti Höskuldur son- ur hans eftir að gerast bóndi á Þorleifsstöðum. Jarðeignir Finnboga, sem mér er kunnugt um, eru sem hér segir og kaupár er innan sviga: Litla-Reyð- arvatn (1801), Mörk í Landsveit (1818), Vatnsdalskot (1819), Lágafell í Landeyjum (1825), „Helgubær“ (Helgusandar ?) og Syðri-Rot Eyjafjöllum (1827) og Miðkot í Fljótshlíð (1831). Arið 1797 er bústofn Finnboga, sem hér segir og hef ég bústofn úrvalsjarðarinnar Snjallsteinshöfða innan sviga til samanburðar: kýr = 4 (5), kvígur = 2 (1), naut = 0(1), kálfur = 1 (1), ær = 70 (33), gimbrar = 0? (7), sauðir = 48 (7) og hestar = 12 (9). Manntalsárið 1801 eru í heimili á Reynifelli, auk hjónanna, börnin fimm og tvær vinnukonur, samtals níu manns. Ekki reið sorgin alfarið framhjá garði, því þau hjón missa einkadóttur sína 18 ára gamla árið 1810. Arið 1816 er einu fleira í heimili en 1801, því þar eru auk hjónanna, fjögur börn þeirra, fósturdóttir, einn niðursetningur og tvær vinnukonur. 6. ágúst 1832 fara þeir að heiman í hestaleit tveir synir Finnboga, þeir Höskuldur á Þorleifsstöðum og Finnur á Reynifelli. A leiðinni koma þeir við á Breiðabólstað og hlýða þar á messu. Að því loknu ætla þeir suður yfir Þverá en drukkna báðir í ánni. Þessi atburður er ekki einungis mikið tilfinningalegt áfall fyrir heimilið heldur líka búskaparlega, því þeg- ar hér er komið sögu var Finnbogi orðinn harðfull- orðinn maður - á þess tíma mælikvarða - (72,ja ára), en Finnur hafði um mörg ár verið aðalmáttarstólpi fjölskyldunnar til allra aðalstarfa. Blessaður gamli maðurinn lýkur heyskapnum um sumarið og svo taka við erfiðar smalamennskurnar um haustið. Næsta vor hefjast árstímabundin störf og að því loknu heyskap- urinn, en í júlílok er Finnbogi allur. Hér lýkur glæst- um ferli efnaðs atorkumanns, en ætla má að síðasta æviárið hafi orðið honum dapurlegt strit. Finnbogi var sagður „dánumaður, vel fróður.“ Einhver dulræna hefur fylgt þessum mönnum, því svo virðist sem sumir þeirra hafi (í svefni ?) náð að skynja atburði sem gerðust víðsfærri. Helga kona hans stóð fyrir búinu 1833-1835. Menn töldu hana „grannvitra og einfalda" - var hún þó vel ættuð. (Höskuldur sonarsonur Finnboga var „greindur vel, svolítið sérkennilegur, eljusamur og þrautseig- ur.“ Finnborg Finnsdóttir á Hrísbrú, sem Halldór Kiljan Laxness nefnir í Innansveitarkroniku, er son- ardóttir Finnboga á Reynifelli. Meðal afkomenda Finnboga eru Þór veðurfræðingur, Björn í Efra-Seli (faðir Guðbjarts), Raftholtsbræður og búhyggjumað- urinn Bjarni á Arbakka). Finnbogi er skírður 8.7.1760, d. 28.7.1833. Þorgils Þorgilsson 1718 - 8.10.1763 Um hans daga var mikið barist í Evrópu (1756-1763). Englendingar ná Kanada undan Frökkum og treysta völd sín á Indlandi. A búskaparárum Guðrúnar háðu Bandaríkjamenn frelsisstríð sitt (1776-1783) og „Stjóm- arbyltingin mikla“ varð í Frakklandi 1789. Adam Smith er með kenningar um frjálsa samkeppni (1776). Þá koma strangari reglur um fermingu barna (1744) og húsvitjanir presta, ennfremur „húsagatil- skipunin“ (1746). Eggert Olafsson og Bjami Pálsson gengu á Heklu (20.6.1750), nokkru seinna rannsök- uðu þeir ísland og hagi fólksins (1752-1757). Skúli http://www.ætt.is 14 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.