Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Ullarklettur, klettadrangi sem skagar fram í Hvítá beint neðan undan Hömrum. Elstu heimildir um nafnið eru frá 1433 er lík Jóns Gerrekssonar biskups rak á land í víkinni við Ullarklett. Þar var þvegin ull fram á miðja síðustu öld af Vest- urbæjarbóndanum Eyjólfi Guðmundssyni. Myndin er tekin á hlaðinu á Hömrum. Eyjafjallajökull og Tindfjaliajökull í baksýn. (Ljósmynd Guðfinna Ragnarsdóttir) Lofts, maka Guðrúnar Finnsdóttur, (Hamra - Finns) þó svo að sú tenging sé ekki í íslendingabók. Haukur Olafsson fæddur um 1225, (íslendinga- bók segir um 1200.) sonur Ólafs Svarts-sonar. í Sturlungasögu segir: „Suður þar kom til móts við Gizur jarl, Gizurr glaði og Haukr frá Hömrum, son Ólafs Svartssonar ok enn nokkrir menn aðrir.“ Þetta gerist 1264 þegar Þórður Andrésson, „síðasti Oddaverj- inn“, bræður hans og liðsmenn ætluðu sér að knésetja Gissur Þorvaldsson. Þegar bræðurnir og þeirra menn koma ríðandi og sækja að Gissuri við Hvítá ná þeir að særa hann lítillega, en Gissur glaði og Haukur Ólafsson ríða þétt við hlið Gissurs, sitt hvoru megin með brugð- in sverð, „ok fylgdu honum vel ok drengilega." Þeir sluppu með því að sundríða Hvítá og þaðan héldu þeir niður að Tungu og bjuggust til varnar í kirkjunni. Haukur hefur tekið við búi af föður sínum fyrir 1264, en þá er faðir hans búsettur að Esjubergi. Ekki er vitað um niðja Hauks né maka. Eins og sjá má eru mikil tengsl á milli þriggja ábúenda á Hömrum, þ.e. Hamra-Finns, Ólafs Svarts- sonar og Hauks Ólafssonar og eins eru mjög sterkar líkur á að Finnur prestur og Hamra-Finnur hafi verið skyldir. Til marks um það er Finnsnafnið, sem var fágætt á fyrri hluta 12. aldar. Samkvæmt þessu hefur stórbýlið Hamrar verið í sömu ætt eða ættartengslum lengst af þjóðveldistímanum, sem lauk 1262 og lík- lega all nokkuð fram yfir hann, en alls óvíst hversu lengi, hér vantar allar heimildir. Eftirtektarvert er hversu margir Svartssynir koma fram hér að ofan sem eru fæddir í kringum 1200. Engar tengingar á milli þessara aðila er að finna í Islendingabók og er það miður, því skyldleikinn er greinilega fyrir hendi, nærveran ein gefur það sterkt til kynna, auk augljósra villna í bókinni. Engir for- eldrar finnast heldur. Skoðum þetta ögn betur: Loftur Svartsson, tengdasonur Hamra-Finns, sagð- urfæddurum 1185 (ísl.bók). Þormóður Svartsson tengdasonur Hamra-Finns sagður fæddur um 1215 (Isl.bók). Þetta er rangt, nær væri um 1200 eins og skrásetjari sögu Gufuness telur. Ólafur Svartsson, ábúandi á Hömrum, sagður fæddur um 1170 (ísl.bók), nær væri 1195. Narfi Svartsson, samherji Ólafs í Örlygsstaðabar- daga fæddur um 1215. Loftur, Ólafur og Þormóður eru allir á svipuðum tíma á Hömrum, þ.e. þegar Loftur og Þormóður sækja sér þangað kvonfang. Ólafur og Þormóður eru nábúar um 1260, Ólafur á Esjubergi og Þormóður á Gufunesi. Atli Eyjólfsson sagður fæddur um 1190 bjó að Gufunesi, bróðir hans var Svartur Eyjólfsson sagður fæddur um 1190. Fæðingarár þeirra er ágiskun ein og ég tel þá fædda nokkru fyrr, eða um 1170, þeir eru nefndir til sögunnar 1216 þegar Jórunn, forrík kona, sem hélt bú á Gufunesi ásamt Atla, dó 1216. (Sturl- unga II bls. 72 ) Allar líkur eru á að Loftur, Ólafur og Þormóður hafi verið bræður og faðir þeirra verið Svartur Eyj- ólfsson. Narfa undanskil ég enda tengist hann ekki Hömrum á beinan hátt, tel líklegt að hann tengist manni að nafni Svartur Narfason f. um 1170 sem bjó á Ströndum. Faðir Svarts Eyjólfssonar var Eyjólfur Óblauðsson sagður fæddur um 1160 og í einhverju ættartali er hann talinn hafa verið bóndi á Esjubergi. Til að gera langa upptalningu stutta líta ættartengslin þannig út. 1. Eyjólfur Óblauðsson f. um 1150. Maki ókunnur. (Bjó að Esjubergi ?). 2. Svartur Eyjólfsson. f. um 1170. Maki ókunnur. (Bræður: Atli í Gufunesi og Eiríkur.) 3a Þormóður Svartsson f. um 1200. Kvæntist dótt- ur Hamra-Finns, Þóru Finnsdóttur. 3b Loftur Svartsson f. um 1190. Kvæntist dóttur Hamra-Finns, Guðrúnu Finnsdóttur. 3c Ólafur Svartsson f. um 1195. Maki ókunnur. Bóndi á Hömrum og Esjubergi. Fjórtánda öldin Ekkert hef ég fundið í rituðum heimildum um Hamra frá þessu tímabili, því miður, en líklega hafa afkom- endur eða skyldmenni Hauks Ólafssonar tekið við búskapnum af honum. http://www.ætt.is 6 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.