Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 á húsdýr. 1698 gekk hettusótt. f hallærunum voru fram- in rán og þjófnaðir og förufólk dó. 1701 olli grasmaðk- ur grasbresti. Frá 1702 breytti um til betra árferðis. 1707 barst Stórabóla til landsins með fatakistu Gísla heitins Bjarnasonar frá Asi í Holtum. Féll þá þriðjung- ur landsmanna og margar jarðir fóru í eyði. Hekla gaus í febrúar 1693 og olli það ekki tjóni í Hvolhrepp. Jón er bóndi á Skeiði í Hvolhrepp 1703 og 1709. Þegar manntalið 1703 er tekið, er einbýli á Skeiði og þar eru aðeins fjórir í heimili: Jón, Snjófríður Oddsdóttir kona hans (bæði 54 ára), Þorgils sonur þeirra (18 ára) og ein vinnustúlka, sem heitir Þuríður Sæmundsdóttir og er hún ári eldri en Þorgils Jónsson. (Kannske hefur hún verið ætluð honum en ekki finn ég hana í manntalinu 1729). Þegar Jarðabókin er samantekin 1709 er tvíbýli á Skeiði og er Jón leigjandi á jarðarhelmingi Stefáns í Skipagerði. Bústofn Jóns verður nú upptalinn og er bústofn mannsins í hinum bænum hafður innan sviga til samanburðar, en hafa ber í huga að á þessum tíma voru bú manna ekki stór: Kýr = 4 (2), kvígur = 2(1), ungkálfur = 1 (0), ær = 43 (30), gimbrar = 6 (5), sauð- ir = 10(15), sauðir veturgamlir = 8 (3), hestar = 2 (1), folar = 2 (2), merar 3 (2) og ungmerar = 2 (2). Jón er hjá Þorgilsi syni sínum í Kornhúsum 1729, áttræður að aldri, og hefur því orðið „hundgamall," miðað við það sem þá tíðkaðist um lífslengd fólks. Bræður Jóns eru vafalaust: Jón bóndi á Efra-Hvoli (1703 og 1709) f. 1649 og Markús bóndi í Stóragerði, Stórólfshvoli (1703 og 1709) (og Litlagerði skv. V.S.) f. 1656. Jón er fæddur 1649 og er enn á lífi 1729. Þorgils fæddur um 1615 er örugglega á lífi 1648 og vafalítið 1655 Á hans dögum var mikill slagur í Evrópu, „30 ára stríðið“ 1618-1648, sem var bæði trúar- og stjórn- málastyrjöld. Þar beið Kristján IV. konungur Dana og íslendinga ósigur. Danir töpuðu löndum til Svía. Þá var Frakkland mjög öflugt. Blámenn voru veidd- ir í Afríku, fluttir brott og gerðir að þrælum. Þá var Moliére leikritahöfundur í Frakklandi. Á hans ungdómsárum var sá armi ólánsmaður, Sig- urður Jónsson prestur á Helgafelli fyrir vestan, hann bar út hin fornu handrit og bækur klaustursins og kveikti í þeim. 1627 rændu „Tyrkir“ í Vestmannaeyj- um og víðar. Það sumar lést Guðbrandur Hólabiskup. 1630 brennur Skálholtsstaður og fórust þar margir munir þ.m.t. bækur og handrit. Mikil er galdratrúin og 21 maður er brenndur lifandi, á íslandi einu, á árunum 1625-1685. (Á okkar tímum eru menn enn brenndir lifandi og það á öllum aldri, en á miklu stórtækari hátt en áður. Það er gert með sprengjuregni, ef ekki í nafni trúarinnar, þá í nafni lýðræðis og ,,frelsis“). 1636 bjuggust margir við heimsendi og þá um leið endur- komu Krists. Sumir töldu Djöfulinn eða púka hans sífellt á næsta leyti (Er ekki mannkindin auðtrúa enn þann dag í dag ?). 1638 drepur draugur mann (Brand að nafni) undir Eyjafjöllum og hafði drepið annan ári fyrr. Hallgrímur yrkir Passíusálmana. 21.10.1648 brunnu öll hús á Stórólfshvoli (utan kirkjan) og fórust þar mikil verðmæti [þ.m.t. bækur og skjöl ?]. Um hans daga voru þrír biskupar í Skálholti, mikl- ir áhugamenn um íslensk fornfræði og var Brynjólfur Sveinsson síðastur (en ekki sístur) þeirra. Þá gerðist allt uppistandið vegna Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar. Árni Oddsson var lögmaður og á Kópavogsfundinum (1662) neyddust Islendingar til að afsala sér ýmsum fornum réttindum í hendur kóngi Friðriki III. Um hans daga var Vísi-Gísli Magnússon sýslu- maður að Hlíðarenda; mikill búvísindamaður með framfarahug. Á dögum Þorgilsar skyldi víkja sr. Jóni Bergssyni úr prestsstarfi vegna hórdóms en sóknar- menn réru að því öllum árum, að fá að halda honum og höfðu sitt fram (1635). Á fyrri árum Þorgilsar (og fram til 1641) gengu yfir mikil harðindi; fannfergi, frosthörkur og gras- leysi. Hross átu gaddfreðna mykjuhauga, skepnur féllu og fólk dó af bjargarleysi. [1642-1670 var nokkuð gott árferði]. 1636 gekk bólusótt, 1644 er mislingafaraldur og aftur bólusótt 1655. Nærri hans fæðingu (1614) var Suðurlandsskjálfti mikill, aftur eru skjálftar 1630 og enn aftur 1657 og féllu þá hús í Fljótshlíð. Katla gýs 1625 og aftur 1660. Vorið 1636 hefst Heklugos, stendur það í rúmt ár án spjalla. Það er rétt að geta þess, að allt frá Landnámsöld og framundir þá tuttugustu var sjósókn drjúg undir Eyja- fjöllum og frá Landeyjum og miklar sjósamgöngur við Vestmannaeyjar. Þorgils er vafalítið bóndi í Hvolhreppnum. Þessir eldri langfeðgar munu ekki hafa verið bóka- eða lær- dómsmenn. Ég býst við að þeir hafi verið fastheldnir á fornar venjur og ekki verið mjög ginnkeyptir fyrir nýjungum, hvorki í verkfæratækni né búskaparháttum. Þeir munu hafa verið vinnusamir og höfðu það alger- lega á valdi sínu að lifa með ágætum af landinu og var þeim það í blóð borið af margra alda lífsreynslusjóði kynslóðanna þ.e. þeir „voru ágætir bændur," eins og það var orðað. Svo er að sjá sem fjallajarðir hafi meir heillað þá en flatneskjan. Þegar þeir hófu búskap, eða skiptu um jarðnæði, fóru þeir sjaldan langt og gætu sumir nefnt það sjálfvalda átthagafjötra. Það er því ekki fráleitt að ætla að þessir menn hafi í beinan karl- legg búið í Rangárþingi frá landnámsöld, og búnast betur en megin þorra manna. (Þegar númer og töluliðir eru aftan við nöfn hús- freyjanna, þá er ég að vitna í stærra rit sem ekki fylgir þessum köflum.) (Ljósmyndir Björn Jónsson) http://www.ætt.is 17 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.