Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Hermann Tönsberg á hlaðinu á Hömrum ásamt Sigríði Bjarnadóttur öniniu sinni og Guðflnnu Ragnarsdóttur. Myndin er tekin um 1950. (Ljósmynd Ragnar Jónsson) fjóssins og íbúðarhússins, þar sem talið er að kirkjan hafi staðið, og þar votti einnig fyrir vegghleðslu. Kirkjur voru ekki byggðar og haldið við nema af fjársterkum landeigendum, Hamrar hafa því augljós- lega verið stórbýli á Þjóðveldistímanum. Einhverjir mektarmenn þess tíma hvíla því í garðinum. Máldagi kirkjunnar á Hömrum gerður af Stefáni Jónssyni biskup (1491 - 1518): „Byskyps Stephans maldage. Kirkia sancti thor- laki at Hömrvum j Skallholtz kirkiv sokn a x hundrvd j heimalandi. Þar standa og xx hund- rud j jordvnni fyrer omaga vist.“ I Jarðabók Arna Magnússonar 1708 segir um kirkjuna: „menn minnast að húsið var uppi“ Kirkjan á Hömrum líður því líklega undir lok á fyrri hluta 17. aldar eða fyrir u.þ.b. 300 árum síðan. Hamrar hafa því verið kirkjustaður í um hálft árþúsund. Ábúendur og niðjar þeirra á Hömrum á tólftu og þrettándu öld Finnur Arnórsson prestur, fæddur um 1120, og lést 21. mars. 1196. Foreldrar: Arnór Þorgeirsson fæddur um 1090 og Arnbjörg Brandsdóttir fædd um 1090. Ekki er vitað hvar þau bjuggu. Ekkert er vitað um niðja Finns né maka. í Þorsteins þætti stangarhöggs segir: „Þórkatla var og Amundadóttir, móðir Arnbjargar, móðir Finns prests og Þorgeirs (f. 1125) og Þuríðar (f. 1122) Og hefur margt höfðingsmanna frá þeim komið." Ljóst er af þessu að Finnur hefur mjög líklega átt afkom- endur sem kveðið hefur að. Bjarna Finnssonar nafninu væri freistandi að skjóta hér inn sem syni Finns Arnórssonar. Nafnið Bjarni Finnsson kemur fyrir í Sturlungasögu í bardaga milli Búðdælinga og Saurbæinga, sem átti sér stað 17. júní 1170. „Bjarni fékk og mikið sár á síðu“ Hann gæti hafa verið fæddur um 1140 og ef rétt reyndist, væri afabarnið, djákninn, alnafni hans. í þessum bardaga er einnig getið Asbjarnar Finnssonar. Þeirra er beggja getið í íslendingabók en án nokkura ættartengsla. Hamra-Finnur Bjarnason fæddur um 1160, (Islendingabók segir um 1150) Börn: 1. Bjarni Finns- son, djákni, fæddur um 1185. Hann var með í víginu á Hrafni Sveinbjarnarsyni og var gerður útlægur um allt land, nema Austfjörðum. Hrafn var goðorðsmað- ur og læknir, (f. um 1166). Hann bjó á Hrafnseyri við Arnarfjörð, hann deildi við Þorvald Snorrason, Vatnsfirðing, (f. um 1170 d. 6. ágúst 1228) sem lét hálshöggva hann 1213. Eftir því sem máldagi Neskirkju í Selvogi frá ca. 1313 segir á Bjami sonur Hamra-Finns að hafa byggt þar kirkju. (Arnesinga saga) 2. Guðrún Finnsdóttir, fædd um 1185. Maki Loftur Svartsson (fæddur um 1185) Meðal barnabarna Guðrúnar og Lofts var Arni Helgason, Skálholtsbiskup (1304 - 1320) 3. Þóra Finnsdóttir fædd um 1200. Maki. er Þor- móður Svartsson í Gufunesi. I fornleifaskráningu jarðarinnar Gufuness sem Minjasafn Reykjavíkur lét gera 2004 segir: „í sögu Arna biskups Þorlákssonar er getið Þormóðar í Gufu- nesi og konu hans Þóru Finnsdóttur frá Hömrum.“ (Biskupasögur, 1. bindi, Hið íslenzka bókmenntafé- lag Kaupmannahöfn, 1858.) Ekki er ólfklegt að viðurnefnið Hamra-Finnur, sé tilkomið til aðgreiningar frá nafna hans og er þá Finn- ur Arnórsson prestur líklegastur. Skv. íslendingabók var Finnsnafnið fágætt fyrri hluta 12 aldar. Hamra-Finnur er forfaðir minn og er afi minn Jóhannes Jónsson (1885-1968) 20. liður frá honum talið, og því eru verulegar líkur á að Finnur Arnórs- son prestur sé einnig forfaðir okkar. Olafur Svartsson fæddur um 1195. íslendingabók telur hann fæddan um 1170, það stenst engan veginn því ef svo væri er hann að berjast með Gissuri jarli, hátt á tíræðisaldri, 1264. Ólafur Svartsson var áhrifa- mikill héraðshöfðingi og alla tíð afar tryggur banda- maður Gissurar Þorvaldssonar, síðar jarls, (d. 1268) sem var Haukdælingur og kominn í beinan karllegg af Ketilbirni gamla landnámsmanni á Mosfelli. Ólafur tók þátt í Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, 21. ágúst 1238, fjölmennustu orrustu íslandssögunn- ar. Ólafur var meðal gesta Gissurar Þorvaldssonar í jólaboði sem hann hélt vinum sínum að Tungu (Bræðratungu) árið 1241. „Þar var mjöðr blandinn ok mungát heitt“ (Sturlunga II bls. 356) Ekkert er vitað um foreldra Ólafs né maka. Börn: Haukur Ólafsson fæddur um 1225. Eg tel nokkuð ljóst að Ólafur hafi verið bróðir httpV/www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.