Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Sama árið og Árni Finnbogason hóf búskap í Vestri- tungu (1822) gaus Eyjafjallajökull, nieð öskufalli og vexti í Markarfljóti. Eitur í öskunni leiddi til liðaveiki í sauðfé og kýr horuðust. af „eljusemi og dugnaði fólksins, reglusemi og fyrir- hyggjusemi" (Sr. Ó.V.). Orðlögð snyrtimennska var á þessu heimili og það líka meðal næstu kynslóðar á Galtalæk, svo mikil að fólki næstum ofbauð. Arið 1870 eru 14 manns í heimili á Galtalæk. Auk hjónanna eru þar sex þálifandi börn þeirra, einn vinnumaður, tvær vinnukonur, einn húsmaður (sem lifði þar á eigum sínum) og tveir niðursetningar. Finnbogi varð velefnaður maður. A hans árum var útsvarið (tíundin) umreiknað í fiskverð. 1875 var hæðsta tíund í Landsveit 360 fiskar en Finnboga var þá gert að greiða verðgildi 350 fiska. Finnbogi keypti jarðir og mun hann hafa lært jarðakaupaaðferðir af föð- ur sínum. Meðal jarða hans voru Heiði og Ketilsstaðir í Holtum, en næsta víst er að hann hefur líka átt Bjall- ann, Heysholtið og meirihluta Neðra-Sels (allt jarðir í Landsveit), því þær jarðir eru allar í eigu erfingja hans nokkrum árum eftir andlát hans. Bú hans er skrifað upp 19.6.1883, rétt eftir harðindin og „Fellisvorið" 1882, og þá er dánarbú hans metið á kr. 5.700 (inni í þeirri upphæð er jörðin Ketilsstaðir metin á kr. 400). Erlendir ferðamenn tjölduðu stundum hjá Galta- læk. Finnbogi átti það stundum til að gefa þeim skyr að éta án þess að taka greiðslu fyrir, en þeir keyptu líka stundum af honum heimafléttaða kaðla og hesta þegar þeir voru á leið inn í óbyggðir. Vafalaust frægastur þeirra manna sem Finnbogi hittir er sósí- alistinn William Morris (1873), sem kunni íslensku og var mjög vel lesinn í norrænum fræðum. William Morris var vinur Friedrich Engels, annars tveggja höfunda Kommúnistaávarpsins. Einhverja atvinnu hafði Galtlækjarheimilið af því að fylgja ferðamönn- um upp á Heklu og inni í þeim „pakka“ gat verið gisting og matur. Kannske var það þess vegna, sem snyrtileg, timburþiljuð og vegleg gestastofa var reist og höfð með rúmum sem útlendingum þóttu þægileg. Þegar Englendingurinn John Coles gistir þar 1881 er aðalmaturinn: „skyr, rúgbrauð, kindakjöt og kaffi.“ Hann segir þetta góða máltíð. Hins vegar held ég að aðalveislumatur heimilisfólksins á Galtalæk hafi ver- ið hangikjöt(?). Er Finnbogi lá banaleguna, sem var talin lungna- bólga, lét hann koma með lamb inn í baðstofuna og vildi vita hvort sér batnaði ekki við að snerta það. Kona (8.6.1854): Guðríður Eyjólfsdóttir nr 12.2. (Sem ekkja var hún síðan talin fyrir búi 1877- 1899). Finnbogi og Guðríður eignuðust 16 böm en einungis 5 þeirra komust af barnsaldri. (Það var bamaveikin sem tók hinn stóra toll). Meðal afkomenda þeirra eru Sveinbjörn Bjömsson eigandi Ofnasmiðjunnar, Ólaf- ur Stefánsson handboltakappi, Marel Baldvinsson fótboltamaður og Finnbogi Vikar á Hjalla í Ölfusi sem er einn mesti bóndi Arnessýslu. Finnbogi var fæddur 8.8.1822, d. 12.5.1877 og er grafinn á Stóruvöllum. Enginn veit hvort honum var reistur legsteinn, því leiði hans er hulið sandi og mosa. Árni Finnbogason 1790-1849 Um hans daga var ólga meðal lágstétta Evrópu; bylt- ing varð í Frakklandi 1830 og aftur 1848. Það ár afsalaði Danakonungur sér einveldinu. Iðnvæðing er hafin. Þá hefst kommúnismi síðari alda með Karli Marx og Fredrich Engels, sem sögðu öreigum allra landa að sameinast og brjóta af sér hlekkina. Banda- ríkin taka mikil lönd af Mexíkó (1845-1848). A dögum Ama er Búnaðarfélag Suðurlands stofn- að (1837) og hinn sagnfróði Jón Sigurðsson hefur stjórnmálabaráttu sína. Alþingi er endurreist (1845). Tómas Sæmundsson, Fjölnismaður, er prestur á Breiðabólsstað (1834-1841) og dvaldi Jónas Hall- grímsson skáld hjá honum á ferð sinni um landið. Þá er Steingrímur Jónsson (áður í Odda) biskup yfir öllu Islandi og sat í Laugamesi 1824-1845. 17. ágúst 1836 gekk frakkinn Paul Gaimard á Heklu ásamt leiðangri sínum. Einhvern tíma kom Jón Sig- urðsson „forseti" að Heklu og hefur það trúlega verið á dögum Árna. Prestur á Stóru-Völlum 1818-1837 var Eggert sonur Bjarna landlæknis. Hann var hvers- dagslega gæft hraustmenni, en heldur vanstilltur með áfengi, hafði ekki áhuga á prestsverkum og var með öllu skeytingarlaus um útlit sitt og klæðaburð. Hin „fræðilega kristni“ var ekki áhugasvið hans og ósýnt var honum um prestsstörf. Löngu fym hafði hann verið fylgdarmaður Sveins Pálssonar í rannsóknarleiðöngr- um um landið og því er mjög líklegt að hann hafi farið með honum í Veiðivatnaleiðangurinn 1795. 1829 vom jarðskjálftar í Landsveit og á Rang- árvöllum. Harðir vetur voru 1827 og 1835. Góðær- iskafli var lengst af 1840-1854. Sama árið og Árni hóf búskap í Vestritungu (1822) gaus Eyjafjallajökull, með öskufalli og vexti í Mark- arfljóti. Eitur í öskunni leiddi til liðaveiki í sauðfé og kýr horuðust. Mikið Heklugos hófst 2. sept. 1845 með flóði í Rangá, nokkrum gosskjálfta og miklum hávaða- http://www.ætt.is 12 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.