Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í rnars 2009 Þessir eldri langfeðgar mínir munu ekki hafa verið bóka- eða lærdómsmenn, segir Gunnar Guðmundsson. Svo er að sjá sem fjallajarðir hafi meir hcillað þá en flotncskjan. Það er því ekki fráleitt að ætla að þess- ir menn hafí í beinan karllegg búið í Rangárþingi frá landnámsöld, og búnast betur en megin þorra manna. (Ljósmyndari óþekktur) fellsætt“. Það sem helst einkennir marga afkomendur Þorgilsar, er hversu miklir búmenn þeir reyndust vera. Meðal þeirra eru Ægissíðubændur, Arbæjarhellissystk- in, Jón Oddsson í Lunansholti og Þverlækjarmenn í Holtum. Ennfremur Böðvar á Kirkjulæk en hann hafði mikinn áhuga á vélum og tækni og taldi sig lítinn búá- hugamann - lifði hann þó góðu lífi á ættarjörð sinni. Þorgils var fæddur 1718, dáinn 8.10.1763. Þorgils Jónsson fæddur 1685, er á Iífi 1733 Um hans daga senda Danir Hans Egede til Græn- lands, til að kenna „hinaeinu sönnu trú“ (1721). Hluti íslenskra handrita brennur í Kaupmannahöfn 1728. Þá voru uppi tónlistarmennirnir Bach og Hendel, ennfremur grasafræðingurinn Linné. Á hans dögum urðu hinar miklu deilur Odds Sig- urðssonar lögmanns við flesta meiriháttar menn á íslandi, bæði innlenda og erlenda. 1729 var manntal tekið í Rangárvallasýslu (og tveimur sýslum öðrum) og var það gert vegna fyrirhugaðrar skikkunar manna til Grænlandsflutnings - sem ekki varð úr. Frá 1743 urðu verslunarhættir hagstæðari, því nú máttu menn versla við hvaða kaupmann sem var á landinu. (Eg man það svo að 1602-1743 hafi Rangæingar ein- ungis mátt versla við Eyrarbakkaverslun, en trúlegt þykir mér að einhverjar vörur hafi „smyglast“ frá Vestmannaeyjum og upp í land). Ný og nákvæmari fyrirmæli um fermingu (1744). Á dögum Þorgilsar var biskup í Skálholti Jón Árnason (1722-1743) er amaðist við fornum íslenskum fræðum og lét prenta kennslubækur á latínu. Þá var sýslumaður Nikulás Magnússon á Stórólfs- hvoli og víðar (1727-1742). Hann leitaði að „dal“ útilegumanna norðan Vatnajökuls og vildi aldrei ræða þann leiðangur við nokkurn mann og það fékkst held- ur aldrei orð upp úr fylgdarmönnum hans, um það hvers þeir urðu vísari. Nikulás drekkti sér í þung- lyndiskasti á Þingvöllum 1742, en sumir töldu það ekki vera sjálfsmorð. 12. janúar 1727 var Þorleifur Arason prófastur á Breiðabólstað á leið austur undir Eyjafjöll. Hann var þá ölvaður og drukknaði í Markarfljóti. Mála- ferlisstefna var lesin yfir gröf hans vegna „Svart- koppumálsins". 1720-1735 var sr. Sigurður Árnason á Krossi í Landeyjum oft blindfullur við prestsstörf í kirkjum sínum og reyndi söfnuðurinn að hylma yfir það háttalag. 1741 drukknaði sr. Jón Gissurarson á Stórólfshvoli í læk niðri í Landeyjum. Á búskapartíð Þorgilsar var allgott árferði, mið- að við það sem áður var, t.d. kom enginn vetur 1732-1733. Sóttir gengu yfir 1739-1740, bólusótt var 1742 og 1746 var nefnt „Sóttarár“. ll.maí 1721 gaus Katla og varð þá myrkur um miðjan dag en öskufallið gekk til suðvesturs. Vorið 1725 gaus rétt hjá Heklu án skaða en nokkrir skjálftar fylgdu. 1732 urðu jarðskjálftar og kippir voru næstu tvö árin einkum í Holtunum. Þorgils er bóndi í Kornhúsum, Stórólfshvoli (1729 og 1733) og á Efra-Hvoli, Hvolhrepp. I manntalinu 1729 eru sjö manns í heimili: húsbóndinn (44 ára), húsfreyjan Ingibjörg Árnadóttir (frá Ey er fertug), fjögur börn þeirra Guðríður, Þorgils, Snjáfríður og Finnur eru fædd á árunum 1714-1721 og því 8-15 ára. Herborg dóttir þeiiTa,12 ára, er þá skráð vinnustúlka hjá rosknum hjónum á Efra-Hvoli. Hvar Ingibjörg, vtl. 13 ára er, veit ég ekki). Sjöundi maðurinn í heimilinu er blessaður öldungurinn hann Jón faðir húsbóndans. Jón Þorgilsson fæddur 1649 og er enn á lífí 1729 Um hans daga er ófriður í Norðurálfu 1700-1721; hinir herskáu Svíar börðust við Rússa sér til falls. Englendingar ná Skotum undir sig (1707). Þá voru biskupar í Skálholti fræðimaðurinn Þórður Þorláksson og eldtungan Jón Vídalín. Mikil sjóslys urðu 1685 og 1700. Manntal var tekið á öllu Islandi 1703 og undruðust menn það mjög. Jarðabókarskýrsl- ur voru skráðar 1709 og líkaði mönnum stórilla sú yfirheyrsla og vissu ei hvað undirbyggi. Um daga Jóns átti „Fræða“ - Gísli Ólafsson á Syðri-Rauðalæk í nær 30 ára stríði við kirkjuyfirvöld (1703-1732), því hann neitaði að sækja kirkju og var í tvígang bannfærður (1723 og 1728 og er hann sá síðasti er hlaut þá meðferð hérlendis). Þá [ólst upp] í Rangárþingi hagur en lyginn og sjálfhælinn brallari, Imi Arnórsson (mál ár 1712). Stefán Jónsson í Skipagerði (landsdrottinn Jóns) náði því ei að verða sýslumaður Rangæinga. Prestur á Stórólfshvoli var lengi sjósóknarinn og bóndinn Gísli Bárðarson í Forsæti. Á yngri árum Jóns og fram um 1670 var árferði gott. 1676 var sultur Sunnanlands og frá þeim tíma og til 1701 voru stórharðindi. 1681 urðu mikil skipstöp og drukknanir Landeyinga. 1695 jukust harðindin og það ár gekk landfarsótt. í vetrarhörkunum 1696 átu hestar hrosshræ og féð ullina hvert af öðru. 1697 lögðust refir http://www.ætt.is 16 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.