Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Magnússon er landfógeti og hóf hann margþættan iðnrekstur í Reykjavík (1752). í október 1762 lagði 34.ra manna flokkur í rúst heimili útilegumanna vestan undir Arnarfellsjökli (Hofsjökli), fluttu ránsfenginn til byggða og brenndu annað til ösku en útilegumennirnir Eyvindur, Halla og Abraham náðust ekki. 1768 var maðkað, úldið og myglað mjöl flutt til landsins. Þá var Jón Eiríksson mikilsmetinn í Kaup- mannahöfn og kom hann mörgu góðu til leiðar. Á dögum Guðrúnar var Magnús Einarsson í Butru prestur í Fljótshlíð, orðlagður fyrir hórdóm og dæmd- ur fyrir að reyna að tæla konu frá öðrum manni - bréf þar að lútandi var lesið upp í heyranda hljóði í öllum kirkjum Fljótshlíðar (1770). 1770 var útilegumanna- hræðsla mikil en jafnframt var mikill áhugi á að kanna hina fornu Sprengisandsleið. Tveimur árum síðar handtóku menn á vegum Sigurðar Sigurðssonar á Hlíðarenda, þau Eyvind og Höllu norðan við Bisk- upsþúfu á Sprengisandsleið. 1771 breiddist kálrækt lítillega út hérlendis en sumt vinnufólk kvaðst vilja fá mat sem væri mönnum bjóðandi, í stað þess að lifa eins og grasbítar. Það sama ár vildi skólameistar- inn í Skálholti, Bjarni Jónsson, að íslendingar tækju upp danska tungu. Þá var biskup í Skálholti Finnur Jónsson, fornfróður hógværðarmaður. 1780 verða Reynistaðabræður úti á Kili. 1786 hverfur sr. Oddur í Miklabæ fyrir norðan land, með undarlegum hætti. Þorsteinn Magnússon er sýslumaður á Móeiðar- hvoli (1743-1785); hann er umsvifamikill og hér- aðsríkur stórbokki. Þá var sr. Ormur Snorrason á Reyðarvatni prestur í Keldnaþingum, sérlundaður ágætismaður (1737-1776). Frá því Þorgils er um tvítugt og fram undir síð- ustu ár hans stóð yfir nær samfellt harðindatímabil á íslandi (1737-1747 og 1751-1759), stundum féllu skepnur og í framhaldi af því sáluðust menn úr hungri. Þá var förufólk víða og margur glorsoltinn stal sér til matar og hlaut sjálfsagt dóma fyrir og svo refsingu. 1747 var orðlagt óþurrkasumar hér Sunnan- lands. Ekki er annað vitað en Reynifellsheimilið hafi komist vel af á þessu harðindaskeiði. Á búskapardög- um Guðrúnar urðu miklar sjódrukknanir fyrir sunnan land (1767). Árið 1761 barst fjárkláði og lungnapest til íslands með enskum hrútum, sem ætlaðir voru til kynbóta. Til að útrýma pestinni var féð því skorið niður í heilum landshlutum. Allt fé hlýtur því að hafa verið skorið niður á Reynifelli 1772 og þar verið fjárlaust í heilt ár. (Skv. skrifum Skúla á Keldum var niðurskurðurinn 1773 og haustið 1775 voru átta menn fengnir til að skipta niður fjárstyrk frá Dana- konungi, til efnaminni bænda svo þeir gætu aftur eignast sauðfé. Olíklegt er að Guðrún ekkja á Reyni- felli hafi verið meðal styrkþega). Niðurskurðarárin var hérlendis skortur á ull, tólg, kjöti og mjólkurmat. (1772 voru haustrigningarnar óvenjumiklar á Suður- landi). Vorið 1779 fenntu bæði hross og fé í stórhríð á Rangárvöllum. 1781 féll eitthvað af nautpeningi, Þorgils Jónsson (f. 1685) er bóndi á Stórólfshvoli 1733. En þegar manntalið 1729 er tekið er hann í Kornhúsum. Þar eru sjö manns í heimili þar á meðal Jón faðir hús- bóndans sem fæddur var 1649. þá var um það hvíslað að margir hefðu farið að éta hrossakjöt í laumi. 1755 gaus Katla og leiddi það til þess að á næsta ári var hér um sveitir talsverður straumur förufólks úr Vestur-Skaftafellssýslu. Vorið 1766 hófst Heklugos sem stóð í tvö ár. Gosinu fylgdi flúoreitrun og drap hún eitthvað af búpeningi og um haustið urðu jarð- skjálftar. Á síðari búskaparárum Guðrúnar, ekkju Þor- gilsar, urðu hinir skelfilegu Skaftáreldar (1783-1785) en eiturmóðan barst um allt land, með miklum búpen- ingsfelli, sem leiddi af sér hungur. í kjölfarið fylgdu sjúkdómar í þeim skepnum sem lifðu eitrið og líka í mannfólkinu. Fjöldi fólks flýði eldana hingað vestur, mikið var um allslaust förufólk, sem oft neyddist til að stela sér mat til lífsbjargar. Miklir landskjálftar urðu allt haustið 1784 og aftur í júní 1789. Eftir þessa óáran tóku gamlar merar upp á því að eignast folöld á ný og ær fóru að verða tvílembdar (sem þá var óal- gengt) og langflest lömbin voru hrútar. í jarðskjálftun- um 1784 hrynur Skálholtsstaður. 1785-1787 gengur bólusótt. Einokunarverslunin var niðurlögð 1787. Þorgils er bóndi í Koti á Rangárvöllum (1751 (eða fyrr)-1759) og á Reynifelli (1759-1763). Þegar manntalið 1762 er tekið eru tíu manns í heimili á Reynifelli þ.e. hjónin, bömin fimm og fjórar maneskjur aðrar. Það hlýtur að hafa verið stórkost- legt fyrir hann að komast að þeirri ágætisjörð sem Reynifellið var en þeirrar sælu fékk hann ekki lengi að njóta. Árið 1763 varð þessu heimili dapurlegt og erfitt: tvö af börnunum deyja (12 ára og annað fárra mánaða gamalt) og svo um haustið deyr húsbóndinn (45 ára) frá eiginkonu og fjórum börnum sem eru á aldrinum 3.ja til 15 ára. [Um þetta leyti gekk bólu- sóttarfaraldur?] Guðrún kona Þorgilsar var „ráðvönd og kunni nokkurn vegin.“ (Seinna (1792) var sagt: „kann margt got.“). Hún er sú dugnaðarkona að búa áfram frá láti Þorgilsar og til 1790. Eftir það er hún á veg- um Finnboga sonar síns á Reynifelli til 1795. 1796 er hún komin til Magnúsar sonar síns í Tungu og þar lést hún 1798. Synir Þorgilsar og Guðrúnar voru menn draum- spakir. Niðjar þeirra hjóna hafa hlotið nafnið „Reyni- http://www.ætt.is 15 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.