Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2009, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2009 Arsskýrsla fyrir 2008 Aðalfundur Ættfræðifélagsins haldinn í sai Þjóð- skjalasafnsins þann 26. febrúar 2009 að Laugavegi 162 Reykjavík. Stjóm Ættfræðifélagsins árið 2008 skipuðu Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, Olafur Pálsson varaformaður, Kristinn Kristjánsson ritari, Olgeir Möller gjaldkeri og Hörður Einarsson meðstjórnandi. I varastjórn voru Guðmar E. Magnússon,og Valdimar Már Pétursson. Valdimar gefur ekki kost á sér aftur svo Guðmundur Guðlaugsson tekur hans sæti. Guðfinna S. Ragnarsdóttir er ritstjóri Fréttabréfs- ins. Stjórnarfundir á árinu hafa verið 10. Við hittumst fyrsta fimmtudag í mánuði að Armúla 19, kl. 17:30. Það er alltaf Opið hús á miðvikudögum milli kl. 17og 19 og hefur það verið mjög vel sótt. Akveðið var að halda félagsfundunum áfram til vors. En vegna þess hvað þeir eru illa sóttir urðum við að fara nýjar leiðir. Síðastliðið haust buðum við upp á málþing í samvinnu við Reykjavíkur Aka- demíuna og Þjóðskjalasafn Islands. Var það hinn 25. okt. undir kjörorðinu „Hin ómissandi ættfræði". Það heppnaðist mjög vel. Ákveðið er að halda annað mál- þing í sumar. Námskeið um ættfræðiheimildir var líka hald- ið í samvinnu við Þjóðskjalasafnið og þótti takast mjög vel. Mun það verða endurtekið með haustinu. Tengiliðir Ættfræðifélagsins við námskeiðin eru Guð- finna S. Ragnarsdóttir og Guðmar E. Magnússon. Fjármál félagsins eru mjög bágborin, en sótt var um styrki til banka og sparisjóða og einnig til Alþing- is. Sutt frá sagt fengum við ekki krónu. Aðaltekjur okkar eru félagsgjöldin og svo höfum við verið að selja manntölin okkar á Bókamarkaðnum í Perlunni líka. Okkur barst höfðingleg gjöf í vor, en þá var bóka- safn Skúla Skúlasonar afhent okkur. En þetta voru ættfræðibækur. Við komum til með að varðveita safnið vel. Varðandi Manntalið 1910 hefur Eggert Thorberg Kjartansson verið að vinna í Snæfellsnessýslu og Dalasýslu. Anna Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Ættarmót - í orðsins fyllstu merkingu Eftirfarandi sögu sagði mér Þorsteinn Jónsson bóka- útgefandi. Komið er vel á annan áratug síðan en hughrifin sitja enn. Ég vona að ég fari rétt með hana í öllum aðalatriðum. Þorsteinn braut blað í útgáfu ætt- fræðibóka með afar smekklegri uppsetningu þeirra. í ritunum eru myndir bæði af einstökum persónum og fjölskyldum og úr þjóðlífinu. Einhverju sinni vann hann ásamt konu sinni Vil- borgu Hrefnu Steinþórsdóttur við að safna myndum í þrjú ættartölurit samtímis en það voru Briemsætt, Reykjaætt og Reykjahlíðarætt. Kona hans hafði búið um sig í sér herbergi með öll gögn og fólk var hvatt til þess að koma með myndir í bækurnar. Opið var ákveðinn tíma á dag og fólk streymdi að með mynd- irnar sínar úr öllum ættunum þrem. En fljótlega fór ákveðin mynd að birtast Hrefnu í hvert skipti sem einhver kom í gættina. Og þar kom að hún var búin að teygja sig eftir viðkomandi möppu áður en gestur- inn hafði sagt ætt sína. Svo sterkt var ættarmót allra þessara þriggja ætta. Þegar Briemsættin birtist var framkoman ákveðin, gengið rösklega inn, höfuðið borið hátt, ekki verið að biðjst afsökunar á sjálfum sér og sagt með festu: „Er það hér sem verið er að safna myndum í „ættina“? Þegar Reykjaættin birtist opnuðust dyrnar ofur- hægt og varlega og inn nánast læddist afar hógvær og ljúf manneskja sem spurði með lágri röddu hvort það væri héma sem hún ætti að skila myndunum úr Reykjaættinni. Þegar svo fulltrúar Reykjahlíðarættarinnar komu með sínar myndir gengu þeir glaðlega inn, dáðust að framtakinu og umhverfinu, slógu á létta strengi og notuðu orð á borð við gaman, frábært, skemmtilegt. Allir yfirmáta jákvæðir, hressir og léttir. Hafa ber í huga að hér var oft um 4., 5. eða jafn- vel 6. lið ættanna að ræða en Briemsætt er rakin frá Gunnlaugi Guðbrandssyni Briem sem fæddur var 1773, Reykjaætt er rakin frá Eiríki Vigfússyni sem fæddur var 1757 og Reykjahlíðarætt frá sr. Jóni Þor- steinssyni sem fæddur var 1781. Segið þið svo að ættamótið sé ekki sterkt! Guðfinna Ragnarsdóttir http://www.ætt.is 22 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.