Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
til æviloka. Barn Sigríðar og Jóns var: Sigríður, f.
1777 eða 1778 á Þorbrandsstöðum, d. 19. mars 1839 í
Blöndudalshólum í Blöndudal, húsfreyja í Brekkukoti
íÞingi 1816, gift Jóni Bjarnasyni. Barnsfaðir: Sveinn
Jónsson, f. um 1706 eða um 1713, d. 10. jan. 1784
í Finnstungu, bóndi í Finnstungu 1744 til æviloka.
Óvíst er um foreldra hans, en hann var aðfluttur í
Bólstaðarhlíðarhrepp og hafði að eigin sögn búið þar
í sveit um 29 ára skeið árið 1771. (Dómab. Hún. 21.
júní 1771). í Manntali á íslandi 1762 er hann sagð-
ur 56 ára gamall, og ætti eftir því að vera fæddur
um 1706, en í Kirkjubók Blöndudalshólaprestakalls
er hann sagður 71 árs gamall við andlát, og ætti eft-
ir því að vera fæddur um 1713. Sömuleiðis taldi
hann sig sjálfur „að aldri 58 ára" árið 1771. (Dómab.
Hún. 21. júní 1771). Sé byggt á eldri aldursákvörð-
uninni, má láta sér til hugar koma, að Sveinn kunni
að hafa verið barn það, sem Jón Sveinsson og Vilborg
Pétursdóttir áttu saman í lausaleik í Húnavatnssýslu
1705 eða 1706, væntanlega í Auðkúluprestakalli,
en sé byggt á yngri aldursákvörðuninni, má láta sér
til hugar koma, að Sveinn kunni að hafa verið barn
það, sem Jón Geirmundsson og Helga Oddsdóttir áttu
saman í hórdómi í Húnavatnssýslu 1713 eða 1714,
væntanlega í Auðkúluprestakalli. Jafnvel má gera
því skóna, að Sveinn kunni að hafa verið skilgetinn
sonur Jóns Geirmundssonar, sem átti barn í lausa-
leik með Þórdísi Sigurðardóttur í Svínavatnssókn
1708 eða 1709, og má hún vel hafa orðið kona hans.
Þórdís bjó í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1734-
1738, í Mýrarkoti á Laxárdal fremri 1738-1757 og á
Mánaskál á Laxárdal fremri 1757-1763, en andaðist
í Finnstungu 15. ágúst 1773. Þessar bollaleggingar
um uppruna Sveins eru þó, eins og sjá má, helberar
getgátur. Barn Sigríðar og Sveins var: Helga, f. 15.
okt. 1780 í Finnstungu, d. 8. febr. 1860 í Litladal í
Blönduhlíð, vinnukona á Valabjörgum á Skörðum
1801 og íLitlabæ í Blönduhlíð 1845, ógift, en átti son
með Jóni Jónssyni bónda á Framnesi í Blönduhlíð.
Að lokum er freistandi að velta því fyrir sér,
hvort einhverjar vísbendingar megi finna til að renna
stoðum undir þá tilgátu, að skyldleiki Halldóru
Ljósrit úr Manntalsbók Húnavatnssýslu við árið 1781.
Hér er efst á blaði fjallað um barneign Sveins Jónssonar
og Sigríðar Símonsdóttur. Barn Sigríðar og Sveins var
Helga, f. 15. okt. 1780 í Finnstungu, d. 8. febr. 1860 í
Litladal í Blönduhlíð, vinnukona á Valabjörgum á
Skörðum 1801 og í Litlabæ í Blönduhlíð 1845, ógift,
en átti son með Jóni Jónssyni bónda á Framnesi í
Blönduhiíð.
Þorsteinsdóttur við Skeggsstaðafólkið, hafi verið á
eftirfarandi hátt:
Jón [faðir Bjargar húsfreyju á Skeggsstöðum]
?
Björg Jónsdóttir,
f. 1718,
húsm. á Skeggsstöðum
?
Eyjólfur Jónsson,
f. 1743,
b. á Eiríksstöðum,
fóstri
Halldóru Þorsteinsdóttur
Halldóra Þorsteinsdóttir, f. um 1779,
vk. á Brandsstöðum.
Þeirri spurningu virðist vera hægt að svara ját-
andi, að gefinni þeirri forsendu, að tilgáta Magnúsar
Björnssonar fræðimanns á Syðra-Hóli um faðerni
Bjargar á Skeggsstöðum eigi við rök að styðjast.
Magnús gat sér þess til, að faðir Bjargar kynni að hafa
verið Jón Eiríksson (f. um 1665), sem var með móður
sinni og systkinum á Fjósum í Svartárdal 1703. Bróðir
hans varTómas Eiríksson (f. um 1662), sem stóð fyrir
búi móður sinnar og systkinaáFjósum 1703, en sonur
hansvarJónTómasson (f. 1709eða 1710,d.áárunum
1787-1790) bóndi á Eyvindarstöðum 1744 til ævi-
loka. Valgerður húsmóðir á Ytri-Löngumýri og Jón
bóndi á Eyvindarstöðum hefðu þá verið bræðrabörn,
og hún leitað skjóls hjá honum vegna frændsemi þeg-
ar hún hætti búskaparbaslinu í Svínavatnshreppi.
Helstu heimildir: Annálar 1400-1800, VI, 276;
Húnvetningasaga II, 607; Saga frá Skagfirðingum
II, 70; Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns
IX, 90-92; Dómab. Hún. 9. maí 1750, 1. maí 1760,
27. apríl 1770 og 21. júní 1771; Dómab. Skag. 3.
mars 1764 og 26. júní 1766; Hreppsb. Svínavatnshr.
1735-1777; Manntalsb. Hún.; Manntalsb. Skag.;
Skiptab. Hún. 21. apríl 1845 (dánarbú Sigurðar
Sigurðssonar í Þórormstungu); Biskupsskjalasafn
B. Hólabiskupsdæmi, V, nr. 33 (hjúskaparleyfi Jóns
JónssonarogMargrétarSveinsdóttur 1788);Skjalasafn
RentukammersY,l 1 -45(legorðsmálaskjöl);Skjalasafn
Stiftamtmanns III, 239 (legorðsmálaskjöl); Sýsluskj.
Hún. X, nr. 3.b (legorðsmálaskjöl); Sýsluskj. Hún.
XV, nr. 3.b (dánarbú Jóns Jónssonar á Refsstöðum);
Lbs. 696, 8vo (minnisbók Jóns Espólíns); Ættatölub.
Jóns Espólíns, 1177-1178, 1843-1845, 3960-3962,
4732 og 5569; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 724-725
(viðbætur); Eiðsstaðaætt (handrit Björns Bjarnasonar
annálaritara á Brandsstöðum); Sóknarmannatal
Bergsstaðaprestakalls; Kirkjubækur og Manntöl.
Valgerður Jónsdóttir,
f. nál. 1715,
húsm. á Ytri-Löngumýri
Þorsteinn Símonsson,
f. um 1747
[1749 eða 1750?!]
b. á Skinnastöðum
http://www.ætt.is
17
aett@aett.is