Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Síða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
ATHU G ASEMDIR
vegna breytinga á handriti mínu um Kaldalssystkinin
í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins, sem kom út í
október sl. er birt ræða, sem ég flutti á niðjamóti
Kaldalssystkina, þann 6. sept. 2009. Við prentun
ræðunnar hafa slæðst inn nokkrar breytingar á mínu
handriti, sem sumar hverjar valda því að textinn verð-
ur óskýrari en ella og jafnvel villandi eða rangur. Er
þó greinilega tekið fram í fréttabréfinu að allt sem
skrifað er undir nafni, sé birt á ábyrgð höfundar. Það
er góð regla og sjálfsögð, en gerir um leið kröfur til
þess að ekki sé hróflað við þeim texta, sem höfundar
láta frá sér fara. Undirritaður er því ábyrgur fyrir þeim
texta sem birtur er, þar á meðal þeim misfellum sem
orðið hafa í meðförum fréttabréfsins. Ég sé mér því
ekki annað fært en að gera nokkrar athugasemdir.
Ég geri enga athugasemd við það þótt felld séu
niður inngangsorðin í ræðu minni og ekki heldur þótt
fellt sé niður eignarfalls s í orðinu „Kaldalssystkinin“,
þótt mér virðist minn ritháttur vera í samræmi við
íslenska málhefð. Millifyrirsagnir eru fréttabréfs-
ins, en ég nota þær til hægðarauka við að finna at-
hugasemdum mínum stað.
1. I 1. málsgr. kaflans „Forsjál og hyggin“ vitna
ég innan gæsalappa orðrétt í Björn fræðimann á
Brandsstöðum er hann segir: „Fljótt fjölgaði mál-
nyta þeirra“ o.s.frv. Orðinu „málnyta“ er breytt í
„málnyt“. Þarna gerist tvennt. Tilvilnuðum texta
fræðimanns er breytt, sem ég lít á sem málspjöll
og breytingin gerir setninguna að markleysu.
„Málnyta“ táknar hið sama og málnytupeningur,
þ.e. á þeim tíma venjulegast allmargar ær og örfáar
kýr, en „málnyt" er sú mjólk sem fæst við mjaltir á
einu máli og mjólkinni fjölgar ekki.
2.1 1. málsgr. kaflans „Hraknings-Erlendur“ stend-
ur í mínum texta: „réri hann til fiskjar með fimm
mönnum sínum af Skaga, að því er virðist frá
Asbúðum“. Þetta er nægilega skýrt. Breytingar
sem gerðar hafa verið á textanum í prentun skipta
ekki máli efnislega.
3.11. málsgr. kaflans „kvenhollur“ segir í fréttabréf-
inu. „Dóttir Jóns Pálmasonar var Guðrún, sem
giftist Jóni Guðlaugssyni á Guðlaugsstöðum".
Það er e.t.v. skýrara að nefna til sögunnar Jón á
Guðlaugsstöðum, sem ég hafði ekki gert í þessu
sambandi. En þá er betra að fara rétt með. Jón á
Guðlaugsstöðum er þarna rangfeðraður. Hann var
Guðmundsson en ekki Guðlaugsson. Ég nefni hann
fullu nafni síðar í mínu handriti.
4. I 2. málsgr. kaflans „Arftaki“ ritaði ég í mínu
handriti „undir Jökli“ um sjósókn Guðmundar á
Skeggsstöðum frá verstöðvum við utanvert Snæ-
fellsnes. Ég minnist þess ekki að hafa séð þetta
ritað á annan hátt. í fréttabréfinu er þetta á hinn
bóginn ritað „undir jökli“ með litlum staf. Þar með
er staðsetningin sett á flot og gæti gefið til kynna
að átt sé við einhvern annan jökul, annars staðar á
landinu en á Snæfellsnesi.
5.1 lok sömu málsgr. er orðinu „foreldraheimilis-
ins“, sem ég rita á þann veg, skipt í tvö orð „for-
eldra heimilisins“. Ég hygg að það sé auðskilið að
Skeggsstaðir hafi verið foreldraheimili Guðmundar
Jónssonar. Að tala um „foreldra heimilisins" er á
hinn bóginn málleysa.
6. I 1. málsgr. kaflans „Mannaforráð“ stóð í mínu
handriti „og a.m.k. hálfur þriðji tugur af niðjum
Skeggsstaðahjóna hefur setið bekki Alþingis".
Þessu er breytt þannig: „og liðlega á þriðja tug
af niðjum“ o.s.frv. Þetta er undarlegt orðalag.
Liðlega, sama sem rúmlega, er eitthvað meira en á
þriðja tuginn og gæti því helst táknað að þeir sem
um er rætt séu eitthvað lítillega á fjórða tuginn.
Þess skal svo að lokum getið að ég hef ekki ennþá
kynnt mig „frá Akri“, því það er mitt lögheimili.
Með þökk fyrir birtinguna, sem ég vona að verði
orðrétt og með bestu kveðjum til Ættfræðifélagsins.
Reykjavík 30. nóvember 2011
Pálmi Jónsson
Fréttabréfið biður Pálma Jónsson afsökunar á
þeim misfellum sem urðu í meðferð texta hans og
vonar að það sem ranglega var með farið skýrist liér
með.
Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri
Ætt á íslandi
Solveig Glesaaen í Noregi spyr hvort einhver geti
aðstoðað hana við að finna ættingja og forfeð-
ur manns sem hét Ingemundur Jonathan Wiborg
og var fæddur 30. október 1869 í Vatnafirði? á
íslandi.
Hún sendir krækju á manntal frá árinu 1910
fyrir Kongsberg í Noregi: http://da.digitalarkivet.
no/ft/person/pfO 1036460005508/ Einnig gift-
ingarvottorð úr kirkjubók frá sama stað: http://
www.arkivverket.no/URN:NBN:no-al 450-
kb20061115080441.jpg
Netfang hennar er www.sor-osterdalslekt.no
http://www.ætt.is
23
aett@aett.is