Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND U5 ur um, að einhvers staðar hafi komið gloppa á feldinn hans'. „Honum tókst nú samt, þessum sama birni, að ná í hana elstu dóttur mína og bera hana burtu í hrömmunum“, sagði gamla kýrin. Hún hafði vaknað við samræðurnar. „Ef þú hittir björninn aftur“, sagði hún við hestinn, „þá liefði ég ekkert á móti því, að þú lag- færðir feldinn hans í annað sinn“. Það var ekki laust við, að þetta væri sagt í háði, því að hesturinn var bæði lítill og magur og í meira lagi vesæld- arlegur á að líta, þar sem hann hnipr- aði sig saman á básnum sínum inni við gluggann. Og ekki var hann lík- legur til þess að eiga erindi í bjarnar- hramma. „En af hverju á að draga mig út?“ spurði grísinn. Hann stóð enn þá með framlappirnar uppi í milligerðinni og braut heilann um það, sem hrúturinn hafði sagt. „•Já, af hverju erum við kindurnar rúnar og kýrnar mjólkaðar og hest- arnir kúgaðir, bæði til burðar og drátt- ar og eggjunum rænt frá fiðurtætlun- um þarna uppi á prikinu?“ sagði hrút- urinn. „Við dýrin höfum misst réttindi okkar. Einu sinni var þetta allt öðru vísi, en sá tími er liðinn og kemur aldrei aftur“. „Hvað er það, sem þið kallið rétt- indi? spurði litla lambið, og hallaði sér mjúklega upp að hrútnum. „Það er þetta“, sagði hrúturinn um leið og hann setti hausinn undir kvið á lambinu og þeytti því út í horn. „Nei, það er ekki satt“, sagði mamma litla lambsins. Hún færði sig að því og sleikti það. „Komdu nú, þá skal ég sýna þér, hvað rétt er“. Síðan spyrnti hún út afturfótunum og kallaði á lamb- ið: „Komdu nú og fáðu þér mjólkur- sopa. Ég sá það vel, að þú gast ekki etið neitt af heyinu vesalingur“. Og litla lambið brölti á fætur, stakk höfðinu að júgrinu og fann þar hugg- un sína. Á meðan það var að sjúga, dinglaði það dindlinum í ákafa, til þess að sýna, að því þætti mjólkin góð. En móðirin beygði sig yfir barnið sitt og lét höfuðið hvíla á bakinu á því. Unga kýrin, sem ekki var lögst enn þá, togaði nú í bandið og sagði: „Það er eins og mig minni, að það hafi verið hrúturinn hérna, sem sagði okkur sögu einu sinni. Það var líka á svona kvöldi, þegar við fengum eintómt hey, en eng- an hálm. Ég er búin að gleyma sög- unni, en svo mikið man ég, að hún var góð“. „Það var á aðfangadagskvöld í fyrra“, sagði hrúturinn, „en það er varla hægt að ætlast til þess af kú, að hún muni slíka hluti“. „Heldurðu, að þú viljir segja okkur hana aftur?“ sagði grísinn. „Mér þyk- ir svo gaman að sögum, þó að ég hafi nú reyndar aldrei heyrt neina“. „Þegar ég átti heima í stóru hest- húsi með mörgum rauðum og brúnum hryssum og hestum“, sagði nú hestur- inn, „þá var þar gamall klár, sem sagði okkur sctu um dýrin á hverri jóla- nótt. Og hann bað okkur að muna sög- una vel. Ef hrúturinn kann þá sögu, þá ætti hann að segja hana núna“. „Skyldi ég kunna hana“, sagði hrút- urinn og stappaði niður öðrum fætin- um. „Það skyldi ég nú halda, að ég kynni hana, söguna þá. Ég var ekki r.ovaa þriggja nátta, þegar hún mamma mín sagði mér hana. Hún hafði heyrt hana hjá mömmu sinni, sem hafði hana frá mömmu sinni, og sú hafði heyrt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.