Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 23

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 23
UNGA ÍSLAND 161 — Jú, hvernig heldurðu að það geti þá stundum gert sig svona lítið, og svo aftur stórt eins og í kvöld? Nú varð Bensi alvarlegur. Skúli liafði mátað hann. — Það er nú samt ekki lifandi, tautaði hann. Ég skal spyrja kennarann minn afhverju þetta er. — Já, spurðu hann bara, sagði Skúli hróðugur. Loksins hafði hann yfirhöndina. En nú er kallað í þá heiman frá bæn- um. Sighvatur og Geirlaug ætluðu að fara halda heimleiðis. Það var áliöiö kvölds, og Bensi átti að fá kaffi áður en hann færi. Þeir héldu heim að bænum. Yfir þeim tindruðu stjörnurnar í blárri hvelfingu loftsins og fjöllin ofan við bæ- inn störðu á þá með sinni tignu tungl- skinsró. Þessa tvo ungu íslendinga, al- snjóuga frá hvirfli til ilja, hugleiðandi í'ök tilverunnar. Tveir menn, sem leidd- ust heim túnið, þar sem frosin mjöllin marraði þægilega við fótspor þeirra og söng við sleða-meiðana. Síðan kom kveðjustundin og þeir tókust í hendur. Tveií' vinir. Það var eins og einhver kökkur kærni í hálsinn á Skúla. Kann- ske fann hann það, að nú voru jólin að kveðja, eða var það bara það, að Bensi var að fara? Kannske var það öllu helst það, að jólin eru í ætt við all- ar aðrar gleðistundir, sem leiða hugi mannanna saman til heitrar yináttu og skilnings. Þau eru hátíð kærleikans. Þarna á stéttinni voru þær að kveðj- ast, Geirlaug og Guðrún, þær kysstust mai’ga kossa, sem slitnuðu í sundur af hálfum orðum: Marg.... bless.... uð .... og .... sæl.... takk .... fyrir allt .... gott. Fegin .... vil ég eiga .... þig að, og einn koss að lokum, þá Desembernótt. Yfir bænum blika stjörnuljós; bylgjum rökkurs eyða tunglskins flóð; bjartir geislar gylla hverja slóð, gliti vafin smæsta hélurós. Frostið stígur. Storms er hvergi vart, stillt og kyrrt, og norðurljósa flog. Himinvíddin köld en hjarnið bjart, hafið blátt við klettabelti svart. Aleinn hlustar úti í heiðarþögn ötull fjallarefur, hærugrár, hlaðinn erjum við hin viltu mögn, vætir eigin blóði hjartans sár. Lífsins tungur tala ekki meir, tómlát kyrrð er athvarf þess, sem deyr. Blómið, sem að blíða vorsins ól, blundar nú — við kaldan jarðar leir. Gagnvart hinni hörðu vetrarnótt, hikar sérhver skynjun — brestur þrótt, Dauðinn sjálfur leikur þar sín Ijóð, lífsins sól á skin í hennar glóð. Óskar Þói'ðarson frá Haga. losnuðu þær sundur. Sighvatur og Ól- afur kysstust líka, en bara einn stutt- an koss. Þeir voru karlmenn. Síðan fór fólkið af stað. Skúli stóð á stéttinni stundarkorn og horfði á eftir því, síðan fór hann inn að hátta. Þessi jól voru liðin; þau voru búin að vera og eftir var bai’a minningin ein. Hann saknaði jólanna. En að ári liðnu kæmu þó aftur jól. Að ári liðnu. Jú, svo langt úti í fjarlægðinni voru þau. Frh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.