Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND U7 áfram: „Já, það var nú svo. Þá áttu dýrin gúða daga, og allt var eins og það átti að vera. En þá var það eim? góðan veðurdag, að einhver kynja- skepna kom þrammandi inn á mörkina til dýranna. Þessi skepna þótti næsta furðuleg. Hún gekk á tveimur fótum; allsnakin var hún og aumleg ásýndum. Hún hríðskalf af kulda, og svo var hún soltin, að hún afskræmdist og engdist sundur og saman eins og hún væri fár- veik. Og svo var hún þreytt, að hún gat naumast staðið ? fótunum. Og svo kveinaði hún og emjaði, rétt eins og kötturinn héma, þegar hann fær enga nýmjólkina. Ég sé þetta svo greinilega fyrir mér. Þessi skepna hefir ekki litið betur út en við kindurnar gerðum í fyrra vor, þegar heyleysið var hérna, svo að við vorum farnar að éta ullina hver af annari, til þess að hafa eitt- hvað að japla á. En þá var það, að öll dýrin kenndu í brjósti um þessa vesælu skepnu og voru góð við hana eins og þau voru hvert við annað. Kýrin gekk til vesa- lingsins og sagði: „Heyrðu, hróið mitt, þú mátt fá þér mjólkursopa úr spen- unum mínum; ætli það verði ekki ein- hver lögg handa kálfinum mínum fyrir því“. Og sauðkindin kom líka og sagði: „Þér er óhætt' að reyta af mér dálítinn ullarlagð, þó að það sé sárt“. Meira að segja hænan kom klakandi með tvö eða þrjú egg, álfurinn sá arna. Og hestur- inn sagði við hryssuna sína: „Heyrðu, hjartað mitt, þú verður að láta þér lynda að skemmta þér með hinum hest- unum stundarkorn. Ég ætla að vita, hvert þessi vesalingur ætlar, og bera hann burtu á bakinu, til þess að losna við hann sem fyrst“. Og þannig vildi það til, að öll dýrin gengu í þjónustu mannsins. Það var af því, að hann er vesælli en nokkurt annað dýr. En þetta hefðu dýrin aldrei átt að gera. En maðurinn reyndist van- þakklátur. Hann kastaði snöru um hálsinn á hestinum og hélt honum hjá sér og gerði hann að þræli sínum með alls konar prettum og undanbrögðum. Hann drap kálfinn undan kúnni, til þess að geta sjálfur sogið úr henni mjólkina. Sauðkindina rúði hann, svo að við erum oft komin að því að krókna úr kulda. Og enn í dag gaggar hænan og kvartar, af því að eggjunum er stöðugt stolið frá henni. Þannig vildi það til, vinir mínir, að dýrin misstu

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.