Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 21

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 21
UNGA ISLAND 159 Þá stóðu þær einnig upp, tóku klút- ana frá andlitinu og sögðu: Takk í'yrir lesturinn. Þá stóð Skúli Bjartmar einnig á fæt- ur og sagði líka — Takk fyrir lestur- inn. Nú er það ekki ætlunin að skýra hér frá því hve ákaflega góðan og mikinn mat Skúli fékk þetta jólakvöld. Það gæti að sjálfsögðu orðið til þess, að þið haldið að hann hafi verið ein- hver dæmalaus matgoggur. En hitt er víst, að þetta voru hangikjötsjól, laufa- brauðsjól, pönnukökujól. Og um kvöldið eignaðist Skúli Bjart- mar nýjan sleða. Það var ekki fyrr en á annan jóla- dag að vinirnir hittust. Þá kom Bensi, ásamt Sighvati, bónda á Holti og konu hans. Hildur gamla treysti sér ekki til þcss að koma, því bæði hafði hún ver- ið lasin undanfarið, og ekki gefin fyr- ir vetrarferðalög, kerlingin, eftir því, sem hún sagði sjálf. Þeir voru hálffeimnir hvor við ann- an í fyrstu, töluðu fátt, svo var farið að spila. Á jólunum er nefnilega alltaf mikið spilað á spil í sveitunum. Full- orðna fólkið spilaði saman og svo spil- uðu þeir Bensi og Skúli Bjartmar við Siggu. Þau spiluðu gosa, svarta Pétur og margt, margt fleira og segir nú ekki af því meir. Um kvöldið fóru þeir svo út til að renna sér á nýja sleð- anum hans Skúla. Þá um leið var múr fjarverunnar brotinn, og þessir tveir ungu vinir, höfðu nú hitt hvor annan. Veður var gott, dálítil frostkæla, en heiðskír himinn og tungl í fyllingu. Aftur og aftur þaut sleðinn niður brekkuna með ofsa hraða og þyrlaði upp fönninni, svo að mjallstrokan þeyttist um föt þeirra og andlit. Ýmist sátu þeir báðir á sleðanum eða annar í senn og hinn stóð og horfði á. Aftur og aftur duttu þeir af, og aftur og aft- ur sá Skúli í kringlóttan botninn á Bensa, er hann stakkst á höfuðið út af sleðanum. Hann sjálfur var litlu heppnari og eitt sinn, t. d., henntist hann útaf sleðanum á svo mikilli ferð, að hann fór margar endaveltur í snjón- um og er hann opnaði augu sín í miðju fallinu, sá hann fætur sína hátt uppi í geimnum, svo hátt, að það var eigin- lega furðulegt, að hann skyldi nokk- urntíma ná þeim til sín aftur. — Nú fórstu þó aldeilis flatt! skelli- hló Bensi fram úr eldrauðu andlitniu, þar sem hann stóð uppi á brekkubrún- inni. Nú höfðu þeir fengið nóg af bylt- unum og settust niður og hvíldu sig. Skúli Bjartmar fann, að þá var stundin komin, sú, er skyldi sannfæra Bensa um að menn gætu nú vitað eitt og annað, þótt þeir hefðu ekki setið skólabekk. Eitthvað afargáfulegt vildi hann segja, og hóf síðan upp rödd sína: — En ef brekkan væri nú svo löng, að hún endaði hvergi, þá gæti verið gaman, því að þá gæti maður ailtaf runnið. Og Bensi svaraði og sagði: — Það er engin brekka svo löng. Það er ekkert svo langt, að það taki aldrei enda, og ef brekkan væri nú voða, voða löng, þá yrði svo erfitt að komast upp hana aftur, að það borgaði sig ekki. — Ég veit þó um eitt, sem er svo langt, að það endar hvergi, sagði Skúli B j artmar. — Hvað er nú það? — Gettu!

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.