Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND þeir eru bornir út í síðasta sinn, þá er úti um þá fyrir fullt og allt, því að sá er munurinn á mönnum og dýrum, að dýrin hafa það, sem kallað er sál, en mennirnir ekki'. „Hana nú“, sagði grísinn. „Nú veit ég meira en áður. Það er þá ekki neitt hættulegt, þó að mennirnir komi og bindi um trýnið á mér og beri mig út. Það verður ekki til annars en að mér líður enn þá betur á eftir en mér líður hér“. j Og hrúturinn, sem enn var uppi- standandi, hann kinkaði kolli og sagði: „Ef svo er, hvað er ég þá að ergja mig yfir þessu?“ Síðan gekk hann að litla lambinu, sem hann hafði stangað, og sleikti það. Því næst lagðist hann niður, sofnaði og dreymdi um stóru slétturnar og hestinn, sem koma átti. En unga kýrin sagði: „Jæja, ætli ég leggi mig þá ekki á básinn, þó að hann sé bæði blautur og ósléttur. Það er hvort sem er ekki nema um stundar- salcir“. Síðan lagðist hún á hnén og lét sig síga niður á hliðina. Og hesturinn gleymdi súgnum frá glugganum og gigtinni í afturfótun- i.m. Hann lagðist niður á básinn, lét höfuðið síga, og hann byrjaði að dreyma. Og hænsnin lögðust niður á prikið, stungu höfðinu undir vængina og sofnuðu. Öll dýrin í fjósinu gleymdu raunum sínum og andvörpum. Þau dreymdi um frjósöm og friðsæl beitilönd og um hann, sem koma átti. En úti lék vindurinn sér að léttum skýhnoðrum hátt uppi yfir endalausri snjóbreiðunni. Stjörnurnar sindruðu á heiðskírum himni, og jólanóttin lædd- ist yfir jörðina og flutti frið — frið bæði mönnum og dýrum. U9 FINN HALVORSEN: Hann hafði lesið Hamiet Hann var aðeins 15 ára gamall. —* Hann gekk ekki út eins og venja hans var eftir að hann kom heim frá skól- anum. Hann hafði löngun til að skrifa; skrifa eitthvað fallegt, helst um vorið. Sólin skein inn um glugg- ann hans. Síðustu skaflarnir í garðin- um voru að hverfa fyrir vorblænum. en í stað þeirra voru lítil, falleg blóm farin að gægjast upp úr moldinni. En þótt hann væri nú ákveðinn í að skrifa um sjálft vorið, gat hann þó ekki stöðvað hugann við það. Hann gekk því að bókaskápnum og tók sér bók í hönd. Af hendingu hafði hann tekið Ham- let, sorgarleik Shakespeare, sögu hins danska konungssonar. 1 fyrstu þótti honum fyrir því, að ekkert í leikritinu minnti hann sér- staklega á vorið, sem hann þráði svo mjög, en smám saman gagntók sagan af Hamlet huga hans; saga konungs- sonarins, sem ekkert lét aftra sér frá að koma fram föðurhefndum. Hann sá glöggt, hvernig allt gekk fyrir sér í þessum sorgarleik. Hann varð næstum því ruglaður vegna alls þess er fyrir kom,, og svo að síðustu, er konungssonurinn hafði loksins komið fram hefndum, að þá skyldi hann sjálfur falla fyrir bitum brandi fornvinar síns. Bókin féll úr höndum hans, og hann varð sjálfur harmi lostinn yfir hinum grimmu örlögum Hamlets. Hann leitaði í huganum að einföldu orði, er hann þóttist nýlega hafa séð,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.