Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 19

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 19
UNGA ÍSLAND 157 smátt. Geislar hennar voru ekki eins hlýir og mjúkir og í vor og það var eins og hún væri smám saman að tapa þrótti sínum, til þess að komast upp fyrir hæstu tindana, sem nú voru snævi þakktir. En þarna var hún þó og hafði enn þá ekki alveg gleymt þess- ari fámennu þjóð norður í Atlantshaf- inu. Þjóðinni, sem kannski elskaði hana einna mest allra þjóða í heiminum. Nei, hún hafði ekki gleymt henni, og einn daginn fór hún aftur að hækka göngu sína á loftinu og lengja dagleiðina frá austri til vesturs og þá voru jólin að koma. En áður en við förum að tala um jólin, þarf ég að taka þetta fram: Haustið hafði liðið og dottið úr sög- unni, án þess eiginlega að um það þurfi að ræða, nema að einu leyti. Nú var Gvendur smali löngu farinn frá Hámri. Skúli Bjartmar saknaði hans fyrstu dagan, því þegar allt kom til alls, var Gvendur ekki sem verstur, bara óhæfilega merkilegur yfir sjálf- um sér. T. d. átti Skúli Bjartmar það að þakka Gvendi að geta staðið á höfði og snúið fótum til himins. En það, að Gvendur var farinn, varð nú til þess, að Skúla langaði því meira til að vera í návist Bensa nú en nokkru sinni fyrr. Við Siggu systir var tæpast hægt að leika sér lengur. Hún var nú orðin svo stór. En eftir því sem líða tók á haustið, urðu fundir þessara tveggja vina strjálli og strjálli. Bæði var það af því, þegar veturinn lcemur, versnar tíðarfarið og þeir gátu því ekki eins verið saman og svo ekki síður af hinu, að nú var Bensi orðinn tíu ára og þurfti nú að vera í skóla allmiklu neðar í dalnum. En á jólunum áttu þeir yon á að hittast og Skúli Bjartmar hlakkaði mikið til, þó var sú tilhlökkun einnig blandin smávegis kvíða. Nú hlaut Bensi sem sé, að vera orðinn tölu- vert lærður maður. Það var betra að kunna að tala við svoleiðis mann. Sjálf- ur hafði Skúli Bjartmar í engan skóla komið, var þó orðinn sæmilega læs og töluvert skrifandi. Með sjálfum sér hélt hann að hann myndi kannske standa Bensa nokkuð á sporði, hvað lærdóm snerti, en til þess að vera þó viss í sinni sök, tók hann sig til, nokkr- um dögum fyrir jólin og fór að læra margföldunartöfluna. Henni ætlaði hann að slengja á Bensa svona að ó- vöru og vita hvernig honum yrði við. Og svona til smekkbætis, fékk hann lánaða hjá Siggu landafraiði og bibiíu- sögur. Nei, hann Skúli Bjartmar skyldi þó aldrei standa alveg á gati í þessum námsgreinum frammi fyrir Bensa. Síð- an settist hann út í moðbás í fjósinu og þar þuldi hann margföldunartöfl- una upp úr sér. En hann gat aldrei munað hvað sjö sinnum sjö var mikið. Kann sat þarna kófsveittur og þuldi hálfhátt, og þessar tvær kýr, sem í fjósinu voru, hafa víst haldið að þetta væri nautheimskur maður, að minnsta kosti hristu þær mjög sín stóru höfuð. Svo lágu þær þarna á básunum sínum, stundu og dæstu þessi ósköp, eins og þetta væri það feykilegasta erfiði sem þær áttu í. Kannske fóru þær svo að jórtra og heyið sem þær borðuðu um morguninn og rendu niðör í maga, kom nú upp í munninn aftur í stórum þvæl- um, síðan jóðluðu þær á tuggunni og lygndu augunum. Kannske var þær að dreyma að úti væri sól og sumar og að þær sjálfar væru úti í blíðunni. Svo mundu þær, teygðu frá sér aðra aftur

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.