Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 12
150 VNGA ÍSLAND að gæti gleggst lýst þeim áhrifum, er saga Hamlets hafði haft á hann. — Jú, nú mundi hann það, — í einu orði sagt: stórfenglegt. Pað var þó eitt, sem hann átti erf- iðast með aö skilja. Hvernig gat Hamlet farið þannig með Ofelíu? Það var ekki riddaraleg íramkoma. — Eða hafði honum ef til vill aldrei þótt vænt um hana. Það hlaut svo að vera, því ef hann hefði elskað hana, mundi hann aldrei hafa getað fengið af sér, að skipa henni að ganga í klaustur. Þetta hefði hann aldrei gert í spor- um Hamlets. liann hugsaði til sinnar eigin Ofeliu, og nú byrjaði hjartað að slá örar í brjósti hans. Gæti hann kannske farið eins að við hana, svo hún ,yrði vitskert eða fyrir- færi sér? Nei, væri hún lostin harmi og efa, mundi hann fullvissa hana um ást sína og hughreysta hana á allar lundir. — En þá datt honum allt í einu í hug. Hefi ég nú ekki einmitt breytt þannig við hana, að henni sé hætta búin. Hefi ég ekki ert hana og strítt henni. — Líður henni kannske ekki einmitt nú jafn illa Ofeliu? Hafði hann ekki verið jafn miskunn- arlaus og Hamlet? Hann varð að bjarga henni, sjá hana þegar í stað, ganga með henni og tala við hana í einlægni, og fullvissa hana um ást sína. Hann hafði nú hugsað sér að þetta mætti nú reyndar dragast nokkuð, kannske þar til þau væru búin í skólan- um. — En það gat verið um seinan. Nú gat verið um lífið að tefla, og það var einmitt hennar líf, sem var í hættu. — Hann varð að fara strax og tala við hana. Það var komið kvöld. Hann gekk hratt eftir götunni. Hann mætti ungu fólki. Það leiddist, það hló og masaði. Hann lést ekki sjá það. Það veit ekki einu sinni hver Hamlet var, hugsaði hann með innilegri lítilsvirðingu. Það var orðið skuggsýnt, er hann gekk heim að garðinum við húsið hennar. Hann gekk bak við húsið, svo enginn gæti séð hann frá veginum. Síðan stakk hann tveim fingrum í munninn og stutt og hvellt blístur rauf þögnina. Síðan hallaði hann sér upp að girðing- unni og beið. Að stuttri stundu liðinni, opnuðust dyrnar. Hann heyrði fótatak hennar, þar sem hún gekk hvatlega eftir malar- bornum gangstígnum. Lítil, grannvax- in vera nálgaðist girðinguna. Það var hún. Hann sá, að hún var berhöfðuð og kápulaus. Það þótti honum leitt. — Hún hafði þá ekki hugsað sér að ganga út með honum. Hún lagði hönd sína, heita og raka á grindverkið og brosti um leið. Hann hugsaði til Ofelíu og leit um leið rannsakandi augnaráði á andlit hennar. Það var fölt og augun þreytu- leg. Brúnu augun hennar tindruðu ekki af gleði og fjöri eins og áður. — Ofelía! stundi hann. Vesalings villuráfandi Ofelía. — Það eru gestir hjá okkur, svo ég verð að fara strax, sagði hún. Nú varð hann hálf ringlaður. Hann tók svo þétt um rimlana í girðingunni að skarpar brúnir þeirra skárust inn í fingur hans. Nú reið á að hann gæti komið orðum að því og sagt eitthvað

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.