Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 18
156 UNGA ÍSLAND fyrri til. Þeir voru komnir spölkorn á undan samferðafólkinu. Þá segir Bensi: — Þú þorir ekkert úr sporunum. Ertu hræddur við að detta? — Detta, ég! Nei, ég get riðið harð- ara en þú. — Nei, það getur þú ekki, af því að þessi jálkur, sem þú ert á, kemst ekki það hálfa á við Blesu. — Það gæti ég nú sýnt þér, svaraði Skúli. — Jæja, við skulum þá reyna, sagði Bensi. Þá hvöttu þeir hrossin sporum og þau þutu á harða stökki svo að vindur- inn hrein við eyru drengjanna. Það numdi engum togum. Skjóni var áður en varði kominn langar leiðir fram úr. En bíðum nú við. — f götunni fram- undan var stór pollur og Skjóni stefndi beint á hann, en í stað þess að stökkva út í pollinn vék hann snöggt til hliðar og út á melinn. Við þessu hafði Skúll ekki búist og steyptist nú beint á höf- uðið ofan í pollinn kolmórauðan af ó- hreinindum götunnar. Gusurnar gengu yfir hann, og nef hans flattist út, en steinnybba gekk upp í magann. Hann brölti samt á fætur því að dauður var liann ekki og ekki neitt brotinn, en munnur hans var fullur af sandi. Nú var þó bikar óhappanna orðinn fullur og Skúli gat nú ekki lengur harkað af sér, heldur stóð hann nú þarna g'ap- andi í pollinum og óhreininda taumarn- ir lágu frá hári hans niður um andlitið og úr fötum hans lak og fossaði vatn götunnar, eins og það væri að forða sér frá þessum hljóðabelg. Því að Skúli Bjartmar öskraði af öllum lífs og sálar kröftum, en húfan hans virtist hafa gaman af þessu og sigldi hraðbyr und- gp vindi þarna eftir pollinum, Samferðafólkið aumkvaðist nú yfir Skúla og fór að skafa úr honum mesta leirinn og hjálpa honum síðan á bak. Bensi glotti, en þorði ekki að hlæja upphátt. Þegar heim kom, var Skúli Bjartmar háttaður ofan í rúm og mamma hans sat hjá honum stundar- korn og er hún bauð honum góða nótt, bað hún hann að muna nú eftir að lesa bænirnar sínar. En honum fannst nú með sjálfum sér, að guð ekki hafa verið svo góður í dag, að það tæki því að fara að lesa bænir. En þá mundi hann eftir því að hann hafði aldreí beðið hann um annað, en að lofa sér að fara og passa sig fyrir hrútunum og þetta hafði guð gert. Ójá, það var best að lesa bænirnar. Síðan lokaði hann augunum og at- burðir dagsins komu smátt og smátt til hans aftur. Jarmurinn suðaði óaf- látanlega í eyrum hans og hann sá Bensa með storkunarsvip á andlitinu. — Iivor okkar heldurðu að sé nú meiri maður? fannst honum Bensi segja, en mikið var annars gott að sofna. Þar með var lokið þessum merkilega degi, þegar Skúli fór að heiman að morgni í nýjum, fallegum fötum, sann- færður um að hann væri fallegur og fínn maður, en kom heim að kvöldi í óhreinum, rifnum görmum, meiddur í maga og nefi og sannfærður um að hann væri ákaflega lítilfjörleg persóna. XI. Jólin líða of fljótt. Svo leið þá enn að jólum. Undanfarandi daga, vikur og mán- uði, hafði sólin gægst seinna og seinna hvern morgun upp fyrir suðurfjöllin og stytt dagleið sína á loftinu smátt og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.