Unga Ísland - 01.01.1944, Síða 23

Unga Ísland - 01.01.1944, Síða 23
— Þú getur það ekki, væskillinn þinn, anzaði Finnur. — Get ég ekki! Álfurinn klifraði upp á steininn og nú stóð hann við hliðina á Finni. Hann reiddi upp hnefann og hélt honum svo- litla stund á lofti. En Finni til mikillar undrunar stækkaði hnefinn allt í einu svo mikið, að hann varð að karlmanns- hönd, og hún var ekkert smásmíði, sú hönd. Finnur skalf og titraði allur af hræðslu. — Vægð! vægð! — hjálp! Berðu mig ekki, þá skal ég vera þægur og sækja Grána, orgaði Finnur ámátlega. Þá lét álfurinn höndina síga og hún minnkaði aftur, unz hún var komin aftur í hið fyrra horf. Og það var ekki nóg með, að höndin smækkaði, heldur smækkaði álfurinn allur líka, og að lokum hvarf hann. Finnur greip beizl- ið og hélt af stað aftur. Hann var ekki mjög langt kominn, þegar hann leit við og sagði við sjálf- an sig: — Jæja, nú sezt ég bara aftur og við skulum vita, hvort álf-þrælbein- ið getur látið mig í friði. Að svo mæltu settist hann. Eftir nokkra stund heyrði Finnur hvin mikinn í loftinu, og svo fær hann þetta líka litla högg beint á kinnina. Finnur sá eintómar stjörnur dálitla stund, en jafnaði sig svo aftur og leit við. Álfurinn stóð fyrir aftan hann og hnefinn var geysistór. Finnur varð svo hræddur, að hann ætlaði að hníga nið- ur. — Heyrðu, hverju lofaðirðu áður en þú fórst frá mér? spurði álfurinn. — Engu, svaraði Finnur kjökrandi. — Engu, át álfurinn hæðnislega eftir honum. Uppgötvanir Unga ísland hefur áður sagt frá nokkrum uppgötvunum, sem komu til sögunnar eftir að menn höfðu lært að nota gufuaflið. Hér verður sagt frá nokkrum fleiri. Þær voru ekki eins þýðingarmiklar, en okkur þætti þó illt að vera án þeirra. Alúminíum. Þegar mennirnir lærðu að nota járn- ið, opnuðust svo margar nýjar framfara- leiðir, að síðasta menningarskeiðið og það sem enn er, nefnist járnöld til að- greiningar frá fyrri tímabilum, steinöld og bronsöld. Sumir segja, að fjórða menningartímabilið verði ef til vill kennt við alúminíum. Sá, sem fyrstur fann upp aðferð til að framleiða hreint alúminíum var danskur - maður, H. C. Örsted að nafni, sá hinn sami og uppgötvað hafði rafsegulmagn- — Og þú skammast þín ekki. Nei, heyrðu nú. Nú fer ég með þér inn í dal að sækja Grána,ellegar þú færð ennþá fleiri högg þessu lík, — og af stað með þig undir eins! Svona nú! Finnur stökk á fætur, þreif beizlið og fór af stað. Eftir skamma stund var hann kominn inn í dal og þar var Gráni. Finnur beizlaði hann og fór af stað heim. Þegar hann var kominn heim að túni, sagði álfurinn: — Vertu nú sæll, Finnur. Nú fer ég heim. Og svo hvarf hann. En Finnur fór heim með Grána og sagði þar frá ævintýrum sínum. Eftir þetta var Finnur aldrei latur við að ná í hross fyrir pabba sinn, eða þó að það væri eitthvað annað. Erlendur Halldórsson. UNGA ÍSLAND 13

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.