Unga Ísland - 01.01.1944, Page 27

Unga Ísland - 01.01.1944, Page 27
Siglufjörður. Við vatnspóstian. (Máluð í Stykkishólmí). Jón Þorleifsson listmdlari Jón Þorleifsson málari hafði málverkasýningu hér í Reykjavík í vetur, og hér sjáið þið myndir af fjórum mál- verkum, sem voru á sýningu hans. Alls voru. 90 málverk á sýningunni, sum máluð með vatnslitum, en flest með olíu- litum. Þau málverk, sem myndirnar hér í blaðinu eru af, eru öll máluð með olíulitum. Sýninguna sóttu 2220 gestir, og alls voru þar seldar^ myndir, og er hvorttveggja meira en nokkurntíma áður Ifefur átt sér stað hér á landi á ein- staklingssýningu. Jón Þorleifsson er viðurkenndur meðal fremstu mynd- listarmanha hér á landi. Hann er fæddur austur í Horna- firði á jólunum 1891, og þegar hann var 27 ára gamall tók hann að leggja stund á málaralist. Fram að þeim tíma stund- aði hann sveitavinnu heima hjá sér á Hólum í Hornafirði og lagði stund á smíðar, því að hann var smiður góður, án þess að hafa lært það sérsfaklega. Auk þess var hann í Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði 2 síðustu veturna áður en hann fór utan til að stunda myndlistarnámið. Síðan var hann 3 ár í Kaupmannahöfn og stundaði nám á veturna en var heima á sumrin, og 4. veturinn var hann í París við fram- haldsnám. Haustið 1922 sigldi hanri enn til Kaupmanna- hafnar, settist þar að °g bjó þar næstu 7 árin að undan- teknum einum vetri, sern hann dvaldi í París til að kynn- ast betur franskri list. En hann hafði alltaf hugsað sér að verða íslenzkur mál- ari, og fannst það vera skylda sín að flytja heim og vinna hér heima. Og árið 15^9 flutti hann til íslands og hefur dvalið hér heima síðafr. •---------★

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.