Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 42
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGiS ÍSLENDINGA
“Guð-laun fyrir, blíðan nrtín. —
Mamma segir 'líka að þú sért einstök
manneskja.”
“Einmitt það,” svaraði Þóranna
um leið og hún lét aftur hurðina.
“Jæja, jæja,” sagði Þóranna hálf-
hátt. “Þá það. Ekki er vert að ergja
sig meira út af því. — Það er víst eins
gott að fara að Ieggja í ofninn pilt-
anna. — Formennirnir á “Sunnan-
fara” og “Vestanfara” — bátum
sýsluskrifarans — 'leigðu hjá henni.
Hún átti sem sé húsið. — Niðri bjuggu
Hannes og Jófríður. Hann var utan-
búðarmaður hjá konsúlnum.
Það fór að skíðloga í ofninum. —
Hún heyrði að einhver kom upp stig-
ann — byrjaði að undra sig á því,
hvað piltarmr kæmu snemma.
“Enginn heima?’
“Æ! Nýja Sigurðar.” Hún opn-
aði hvatlega hurðina.
Komi hún blessuð — blessuð veri
hún,” sagði Eirný og kysti hana. —
“Eg hélt þú værir ekki heima. Þú
hefir verið að hugsa um piltana þína,”
bætti hún við hlæjandi um leið og hún
dustaði pilsin.
“Nema hvað! — Komdu inn, góða,
eg hefi heitt á könnunni.”
“Heyri sagt að piltarnir þínir ætli
að fara að gifta sig?” Eirný hag-
ræddi sér í stólnum.
“Við hverju er að búast; báðir op-
inberlega trúlofaðir.”
“Manni helst ekki lengi á drengjun-
um sínum nú á dögum; einkum ef þeir
eru formenn, eða hafa von um að
verða togaraskipstj.órar. — Báðir
drengirnir mínir eru stýrimenn í
Reykjavík og báðir giftir-------allra
indælustu konum. Því var stungið
að mér að Samúel minn væri á leið-
inni að gera mig að kerlingu, blessað-
ur. — Eg er að hugsa um að fara til
Víkur með miðsvetrarferðinni.”
“Þú ert ef til vill að hugsa um að
setjast að fyrir sunnan?”
“Setjast að í Reykjavík? Nei!
Ekki hún Nýja mín. — Á Sandfirði er
eg fædd, á Sandfirði he'fi eg lifað mitt
fegursta, og á Sandfirði vil eg fá að
bera beinin. Eg lét þá hafa bil á
milli leiðanna hans Sigurðar sáluga og
hans Palla litla, sem eg misti úr barna-
veikinni — mig langar til að fá að
hvíla mig á milli þeirra.” Eirný
snýtti sér og leit út um gluggann. —
“En eg er ekki tilbúin,” bætti hún við
hálfbrosandi. — “Eg er ung ennþá,
og yngri verð eg, þegar eg hampa
sonar-syninum eða dótturinni. — Þú
mátt ekki hlæja að mér, Þóranna; eg
brenn af óþolinmæði eftir að heyra
hann eða hana segja: “Amma;
amma mín góð! ” — Mér finst eg vera
að minsta kosti tuttugu árum yngri
síðan eg frét'ti það.”
“Amma; amma mín góð!” hugs-
aði Þóra,nna um leið og hún setti tvo
hrokaða kökudiska á borðið. —
“Hvað ertu annars gömul — eg ætti
líklega að segja ung — Nýja?”
“Hvað er þetta, manneskja! Ertu
virkilega búin að gleyma, að við vor-
um fermdar saman hérna í kirkjunni?
— Fimtíu og fimm og fjórum mánuð-
um betur. Illa á ár komin — sótt um
leyfi. — Manstu það virkilega ekki?”
“Æ! Þarna sérðu hvað eg er göm-
ul. — Manstu að gamli prófasturinn
sneri sér undan og tók í nefið, meðan
hann beið eftir svari, hjá öllum nema
þér; þú varst ætíð svo fljót til svars?
“Eg held nú það! — Mér hefir ætíð