Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 106
104
TIMARIT I’JÖÐRÆKNISI' ÉLAGS ÍSLENDIKGA
stofna nýlendur og viðhalda menta-
stofnunum. Stefnan er: Áfram og
upp á við. íslendingar verða að sam-
eina krafta sína, til að styðja það, sem
efhr framför þeirra, eykur velmegun
þeirra, og ávinnur þeim sóma.”. Hinir
nýju útgefendur lofast til að halda
blaðin'i úti til ársloka, á hverju sem
gangi, og við það stóðu þeir. Rit-
stjóri blaðsins þetta ár er Eggert Jó-
hannsson. Kemur hann mjög við
sögu “Heimskringlu” eftir þetta, og er
af og til ritstjóri hennar upp til vors-
ins 1897. Var hann þeim hæfileik-
um og kostum búinn, er gerðu hann
bæði mikilsvirtan og vinsælan í þeirri
stöðu — hægur og gætinn, yfirlætis-
laus, tilfinningaríkur og mjög sam-
vizkusamur og ágætum gáfum gædd-
ur og smekkvísi. Með 52. tölublaði
(22. des. 1887) tekur Frímann B.
Anderson aftur við blaðinu, en með-
ritstjóri hans er þó áfram Eggert Jó-
hannsson og prentarar hinir sömu.
Annar árgangur byrjar með skrautlegu
myndablaði á 7 tungumálum (ís-
lenzku, Dönsku, Sænsku, Þýzku, Hol-
lenzku, Ensku og Frönsku). Heldur
Frímann nú blaðinu úti til 15. nóvem-
ber 1888, að hann selur það aftur hin-
um fyrri samverkamönnum sínum, og
fer alfarinn frá Winnipeg um jólaleyt-
ið þá um veturinn. Er þess getið að
honum hafi verið haldið skilnaðar-
samsæti í húsi Guðm. Anderson 22.
des. Ritar nú Eggert blaðið frá þess-
um tíma og upp að árinu 1890. Um
þetta leyti mun það hafa komið til
orða, að blaðið yrði keypt af nokkr-
um mönnum í Dakotabygðinni og flutt
suður. Stóðu um það samningar
nokkurn tíma vetrarins 1888. Ekkert
varð þó úr þessu, en félaginu von
bráðar snúið upp í hlutafélag, og urðu
þá margir meðeigendur í fyrirtækinu
sunnan landamæranna.
Upp úr áramótum 1890—1891 fór
hlutafélag “Heimskringlu” þess á leit
við skáldið Gest Pálsson, er þá var
skrifari á skrifstofu landshöfðingja í
Rvík, að hann kæmi vestur og tækist
á hendur ritstjórn við “Hkr.”. Var
Gestur þá löngu orðinn þjóðkunnur
fyrir skáldsögur sínar er komið höfðu
út í tímaritum sem “Verðandi”, “Ið-
unni” og víðar, og auk þess í sérstök-
um bæklingi (“Þrjár sögur”, Rvík
1888). Orsökin til þess mun með-
fram hafa verið sú, að félagið áleit að
eitthvað þyrfti að gera, til þess að
jafnast við keppinautinn “Lögberg”,
er pantað hafði Jón Olafsson gagngert
frá íslandi til þess að taka þar við rit-
stjórn (kom hann til Winnipeg 20. apr.
1890), en eigi að nokkur óánægja
hafi verið með það, hvernig Eggert
Jóhannsson leysti verk sitt af hendi,
enda hélt Eggert áfram ritstjórninni
enn um heilt ár. Ráð þessi tókust,
Gestur fór vestur og kom til Winnipeg
12. júlí 1890 og tók við blaðinu með
Eggert. En hans naut skemur við en
varði, því rúmu ári síðar, 19. ágúst
1891, andaðist hann á hinu Almenna
sjúkrahúsi Winnipegbæjar og var jarð-
settur fjórum dögum síðar. Eftir
dauða hans var nú blaðið ritstjóralaust
um hríð, en Jón Erlendsson Eldon
(sonur Erlendar alþingismanns Gott-
skálkssonar í Garði í Kelduhverfi)
flutti vestur 1888, d. 1911, ritaði það
að mestu leyti frá þessum tíma upp til
febrúar 1892. En hvorki voru hlut-
hafar né útgefendur ánægðir með
blaðið í hans höndum- Fundu allir til
þess hve mikils var í mist við fráfall