Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 63
ÞÝÐING ISLENZKRAR TUNGU.
61
það fullkomin lífssvik að bregðast
svo sjálfum sér, eigi á öllum tímum á-
va'lt að duga sem bezt.
Þessir yfirstandandi tímar eru ör-
lagaþrungin tímamót fyrir enskumæl-
andi tónskáld, er stund vilja leggja á
ný yrkisefm, því að hinn engil-sax-
neski þjóðflokkur, hvort sem hann
dvelur í hinum ýmsu hlutum brezka
ríkisins eða í Bandaríkjunum, er nú í
söngfræðilegum efnum að vaxa upp
úr oddborgara-hugsunarhættinum og
hreppa-kreppunni, og hinir fremstu
hljómfræðingar vorir, farnir að reyna
listfengi sína og gáfu við höfuð tón-
skáld allra alda og allra þjóða; — eigi
með þeim tilgangi að keppa við þá,
heldur með þeirri tilfinningu, er þrýst
hefir sér inn í sálu þeirra, að hljómlist-
in út af fyrir sig, sé alveldis-heimur
einn og óskiftur, er þá' langar til að
nema og auðga að sínum hlut. Þess-
konar tímamót eru ávalt hin öfunds-
verðustu í listas,ögu hverrar þjóðar, og
hefir mér veizt sá fögnuður, ógnþrung-
inn, óttakendur, að finna til hátíðleika
þessara tímamóta frá því eg var dreng-
ur. En jafnt og stöðugt við hverja
tilraun sem eg geri (er virða má sem
vill) að hjálpa til þess að hljómlistin
meðal Engil-Saxa skuli hafa þokast
áfram um reit, um það að æfinm lýkur,
við það sem hún var við æfibyrjunina,
hefi eg spurt sjálfan mig þessara spurn-
inga: Keppi eg að þessu takmarki með
óþreytandi íslenzkri fasthéldni? Eru
verk mín á sviði hljómlistarinnar sam-
boðin þeim manni er kynst hefir orð-
fágun íslenzkra bókmenta? Er hin
opinbera framkoma mín gagnvart
stéttarbræðrum mínum sú sem vænta
má af manni er orðið hefir fyrir áhrif-
unum af hinum fornu norrænu höfð-
ingjasiðum? Því (og eg endurtek það)
hinn forn-íslenzki framkomu máti, hinn
forn-íslenzki drengskapar mælikvarði,
íslenzk listfágun í ljóði og sögu, eru
hinar voldugustu, hreinustu, áhrifa-
mestu og æðstu fyrirmyndir sem eg
þekki.
Þá hefi eg lýst tilfinningum mínum
og læt hér staðar nema. En þá eru hinar
almennu ástæður, fyrir þeirri skoðun
að þekking á íslenzkri tungu sé þýð-
ingameiri fyrir engil-saxneska þjóð,
en þekking sú, sem dregin verður út úr
flestum námsgreinum öðrum, og eru
þær rökstuddar með ýmsum rannsókn-
um sem gerðar hafa verið (svo sem á
sviði þjóðerniseinkunnanna, stjórnmál-
anna, málfræðinnar og fagurfræðinn-
ar) og skal eg leitast við að benda á
sumar þeirra, í því sem hér fer á eftir.
Eigi fæ eg talið mig í flokki þeirra
manna, sem álíta að gildi ákveðinna
þjóðerniseinkunna fari sí-minkandi og
verði æ minna og minna eftirsóknar-
verð. Eg get virt þá trú að mannkyn-
inu kunni að vera ákvarðað að verða
að lokum eitt allsherjar-borgarafélag,
en svo virðist mér að þeir eiginleikar
er mest þurfi á að halda, meðan á því
ferðalagi stendur, séu hinir ákveðnu
þjóðernislegu eiginleikar. Menningar-
kröfurnar í heiminum, nákvæmar og
sundurgreindar á svo undur fjölbreyti-
legan hátt, krefja jafn fullkominna og
fjölbreytilegra þjóðernislegra hæfileg-
leika, smekks og listfengis, er breyti-
legir lifnaðarhættir og lífsútvegir um
órofa aldur hafa skapað með tilhjálp
lofts og lands. Mér finst því börfin
mik'lu frernur vera sú, að í stað þess
að má út öll hin þjóðernislegu sér-
kenni, að gera þau enn ákveðnari en
þau hafa verið nokkru sinni áður. Án