Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 61
TVÆR SÖGUR 59 “Rúna! Því segirðu þetta? Þú hefir mig fyrir óguðlega rangri sök. Mér hefir ekkert annað gengið til en umhyggjusemi. — Hvernig ætlar þú að kljúfa kostnaðinn við veruna suð- urfrá?” “Það er auðvitað dónaskapur að segja við fínan herra eins og þig, að þig varði ekki um það.” “Því ertu svona snúin? Vertu nú ekki svona; talaðu almennilega við mig” “Eg á ekkert vantalað við þrg. — Komdu ekki svona nærri mér! Við erum ekki trúlofuð; við höfum aldrei verið trúlofuð.” “Rúna! Svei mér ef eg held ekki að þú sért reið.” “Reið! Eg held það sé ekki mikil ástæða til að vera reið!” “Vertu ekki að þessu! Komdu upp að Skólavörðu.” “Þú ert ekki húsbóndi minn. — Þú kemur mér ekkert við. — Varaðu þig! Eg þarf að hósta.” “Jæja þá, jæja þá! — Ef þú segir að eg hafi svikið þig — eg veit ekki hvað eg geri.” “Hann sveik mig ekki!” sagði Rúna svo hátt, að “par”, sem gekk á undan þeim, leit við og glápti. — Leifi flúði inn í næstu götu. “Átti eg ekki á von,” sagði Hansína um leið og hún hysjaði sængina að herðunum á Rúnu. “Eg segi þér fyr- ir satt, Rúna mín, að tárin Þín eru of góð fyrir labbakúta af Leifa tagi. — Eg veit þú átt eftir að lifa þá stund, að þakka forlögunum fyrir að hafa grip- ið í taumana. — Eg hefi ætíð haft ill- an grun á þessum gúIsopa-Gvöndum. Ekki svo að skilja, að eg hafi orðið fyrir barðinu á þeim. En eg hefi fulla sjón, heyrn, ilman, smekk og tilfinn- ingu, — og hefi þar að auki verið i vinnumensku, búð og saumastofu í nærfelt 20 ár, — og reynsla mín er þessi: Ef hann segir, að hann vilji alt fyrir þig gera, skyrpir hann því loforði um leið og þú færð vont kvef- Segi hann, að hann geti ekki án þín lifað, gefur hann eftir eiðinn, ef á þarf að halda; en geri hann það að daglegu umtalsefni, að hann gæti dáið fyrir þig! — Helgur Hósías og allir engl- ar, hvítir og svartir, og í öllum regn- bogans litum — hjálpi þeirri stúlku! Því þá þarf ekki annað né meira en það, að hún komi of semt á stefnumót eða tali alúðlega við manneskju, sem ekki er innrituð í “herrans” kokkabók — til þess að heila gallaríið hrynji til grunna.” “Viltu gefa mér að drekka, Hansa / »» min ? “Já, eg held nú það. — Svo skal eg leita að grasavatni, sem er gott fyrir þrútin augu — eg held það sé ein- hversstaðar í koffortinu mínu. — Æ! eg var rétt búin að gleyma Því — það var sannarlega gott að eg mundi það! — Styrbjarnarholtsfeðgar komu í búð- ina í dag; þeir beiddu mig að segja þér, að þeir gætu ekki orðið tilbúnir fyr en á föstudagsmorgun. — Stefán yngri var að koma af Hælinu; hann hefir verið þar í hálft annað ár — og er því sem næst albata. Hann var á skrifstofunni hjá Kjaldal, þangað til mánuði áður en hann fór suður eftir. Og nú er gamli maðurinn nýbúinn að láta ljúka við reisulegt steinhús. — Þú þarft ekki að vera hrædd um að það væsi um Þig. — En mundu mig um, að láta ekki koma að þér “trekk” — eg hefi ekki trú á þessari nýtízku opin- gáttar-stefnu.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.