Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 90
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS 1SLENDING4
kraft og stríð í hjarta mínu?
Berast mér frá brjósti jþínu
brimhljóS, gegnum andardráttinn.
Þarna er myndin orðin víðan, hærra
undir löft í huga skáldsins, fagnaðar-
tilfinningin fyllri en í kvæðum eldri
skáldanna flestra.
Þó bólar fyr á bjarma hins nýja
tíma. í kvæðum Guðmundar Guð-
mundssonar glampaði á brot af því
gulli, sem nú skín í allri vorri ljóða-
gerð, þeirri, sem nokkurs er um verð.
“Strengleikar” hans (1903) voru
frum'iegir í háttavali. Formsnilli hans
naut sín vel við það efni. En að öðru
leyti stinga þau ástarkvæði ekki í stúf
við önnur. Þau eru blóðlýtil, fölleit
og fáskrúðug að hugsunum og tilfinn-
ingum.
Guðmundur er hneptur í gömlu
böndin. Hann lætur leiðast ti'I þess
að yrkja um svo fjarskylt efni ljóða-
gerðinni og stjórnmál. Hann misbýð-
ur hvað eftir annað hörpu sinni með
því að berja úr strengjum hennar köld
og lífvana ljóð um flokkadrætti, sjálf-
stæðisbaráttu landsins, ádeilur og
eggjanir (“Giámsaugun”, “Eldraun”
“Milli vonar og ótta”, “Framsýn”).
Þó er ljóðagáfa hans að eðlisfari há-
vaðálaus, fíngerð og innileg, og nýtur
sín bezt á listrænna sviði. En áldar-
farið og áhugamál samtíðarinnar af-
vegáleiddu hann einatt. Persónuleiki
ská'ldsins í honum var ekki nógu mátt-
ugur til þess að standa af sér þá
strauma, sem voru Ijóðagerð hans
hættulegir.
En með Guðmundi og á eftir hon-
um koma fleiri, og sá flo'kkur sýnir
gleggri og auðsærri einkenni nýrra
strauma. Hulda gefur út kvæði sín
1909. Hún slær á strengi þjóðkvæð-
anna. Kvæði Jóhanns Gunnars Sig-
urðssonar eru gefin út sama ár- Margt
í þeim bendir á, að þar hafi verið efni í
ósvikinn “lyriker”. Og enn gefur Jónas
Guðlaugsson út “Dagsbrún” þetta
sama ár. Og hann er hold og blóð
þessarar ungu kynslóðar.
Ekkert þessara skálda er þó svo um-
fangsmikið, að það leggi að fulfu í
rústir hið gamla og byggi upp nýtt.
Þau gera lítið meira en boða hið nýja.
Þau eru fyrirrennarar. Á íslandi var
ekki til nema eitt skáld um þessar
mundir, skáld, sem bar höfuð og herð-
ar yfir öll hin og safnaði um sig í svo
ríkum mæli athygjli manna, að hin
hurfu og gleymdust — urðu að engu
í samanburði við hann. Það var Ein-
ar Benediktsson.
En þó er hann enginn boðberi nýs
fagnaðarerindis í ljóðagerðinni. Hann
á ekkert skylt við hinn gróandi mátt
hinna. Hann stendur einn sér, með
sérstaka, óháða list. Straumar gam-
als og nýs tíma sameinast í ljóðaelfi
hans. Og undir s'káldmeiði hans
standa jöfnum þáttum innlendar og
erlendar rætur. Ljóð hans eru, mörg
hver, alt í senn: máttug, fögur og vit-
urleg, og orðsnild hans er óviðjafnan-
leg. Orðsms list er honum líka alt.
Hann stendur því utan við állan sam-
anburð, þegar um framþróun eða
stefnubreytingar er að ræða í skáld-
skap vorum. Hann skipar sitt sér-
staka rúm. Hann stendur eins og
lau'fríkur, glæsilegur og gnæfandi
meiður innan um smávaxið kjarr.
En þó þetta mesta skáld vort fylti
ekki fldkk ungu mannanna, þá sigruðu
þeir engu að síður. Einar vann lotn-
ingu og aðdáun, en áhrif hans voru lítil