Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 122
MyMftimiir mmeirlllisinnieiniini á íslainidlio
Eftir Rögnv. Pétursson.
Undir árslokin síðustu (15. des.
1920)barst hingað sú frétt að heiman,
að andast hefði á heimili sínu á Akur-
eyri, hinn 18. dag nóvembermánaðar,
þjóðskáldið mikla og háaldraða, séra
Matthías Jochumsson. Þungstíg var
sú frétt — og seinstíg yfir hafið. Varð
eirihverjum það að orði, að ekki væri
verið að gera Islendingum aðvart um
/---------------------------------
Matthías Jochumsson.
-____________________________________)
það hér, þó merkustu menn þjóðarinn-
ar önduðust. Nær því mánaðargömul
var fréttin um lát þeirra Steingr. Thor-
steinssonar og Þorsteins Erlingssonar,
er hún kom vestur hingað. Og fjórar
vikur líða frá því að séra Matthías
deyr, og þangað til Islendingar fá að
vita um það hér. Til hvers er nú
síminn?
Æfin var orðin löng og starfið mikið
og mun óhætt að fullyrða, að aldrei
hafi verið uppi með íslenzkri þjóð
maður, er afkastað hefir meira og
fjölbreyttara verki á sviði bókment-
anna en séra Matthías, og það er stórt
efamál, hvort aðrar þjóðir telja nokkra
er standa honum jafnfætis eða fram-
ar. Séra Matthías var fæddur að
Skógum í Þorskafirði inn af Breiða-
firði 1 1. nóv. 1835. Faðir hans Joch-
um var Magnússon, Magnússonar,
Halldórssonar, og höfðu þeir allir
feðgar búið á Skógum. Kona Magn-
úsar eldra var Guðlaug Bjarnadóttir
frá Kollabúðum. Svo telur séra Matt-
hías, að föðurætt sín sé norðan úr
Skagafirði. Móðir séra Matthíasar var
Þóra Einarsdóttir, alsystir séra Guð-
mundar Einarssonar á Breiðabólsstað
á Skógaströnd. Var hún vitur kona
og er svo sagt, að þar hafi skift með
þeim hjónum. Lýsir séra Matthías
henni svo: “Er mælt að hún væri föð-
ur mínum miður sinnandi í fyrstu, en
smám saman greiddist þó um samfarir
þeirra. Ekki var eg orðinn gamall,
þegar eg þóttist skynja, að skapsmun-
um þeirra bar mikið og margt á milli.
Þau voru eins og oft gerist bæði lík og
ólík. En alt jafnaði sig, líklega mest
fyrir ástríki hans, og svo fyrir viturleik
hennar og yfirburði, einkum í því að
temja geðsmuni sína til stillingar og
göfuglyndis. Hefi eg enga konu þekt