Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 124

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 124
122 TIMARIT 3>J ÓÐRÆKNISTJÉLAGS ISLENDINGA erfiðuðu við að stofna nýlendur og byggja auða og ónumda staði, — en Matthías las, las henni og kvað alt, sem hann fegurst fann og kunni, og sann- ast, um heiminn, um mannkynsbarátt- una, um þroskann, um framförina ei- lífu, um guð og mannssálina, um von- ina, um sigur hins góða. Heimasveitir og erlendar bygðir fsl. urðu sem ein baðstofa, og þjóðin ö'll, sem fólkið á bænum, er hlýddi á lesturinn, en hann las. En það var eigi alt tóm útlend fræði. Hvergi misti hann sjónar á sögu þjóðarinnar sjálfrar, og tildrag- anna, þáttanna íslenzku er ófust inn í framfarasögu mannlífsins gætti hann vel, alt frá Agli á Borg og ofan til Guðbrandar í Öxnafurðu. Hún var ekki fátæk þjóð í litlu landi, þjóðin hans, afskekt, fráskilin heiminum, er hinir andlegu straumar náðu eigi til — eins- konar uppidagaður, steinrunninn forn- gripur. Hana varðaði alt, sem var að gerast. Blærinn andlegi, sem lyftir af sálinni þokunni úlfgráu, er óskýrir myndir sannleikans, náði til hennar, engu síður en hitastraumurinn í haf- inu fékk klofið sjóana upp að strönd- um landsins. Fræði sína skreytti hann með myndunum af hetjum og afbragðs mönnum þjóðarinnar. Út úr æfisög- um merkismanna hennar dró hann dæmin, er útskýra eðli og tilgang l'ífs- ins. Til grafa þeirra leiddi hann hana og benti henni á, hvaða opmberun henni hafði gefist með hinni enduðu æfi, sýndi henni einkenni ódauðleikans, og að hverju leyti hinn burt vikni lifði enn og tæki þátt í framsóknarstríði komandi ára. Sýndi fram á, hve dóm- unum hefði skeikað, því, “djúp að kanna mikilmenna, megnar aldrei fjöldinn þegna”. Hæð, tign og afl andans ýfir hinu efnislega í heiminum, yfirburði andlega auðsins, vitsmuna- og hugsjónalífsins yfir því líkamlega, sýndi hann flestum ef eigi öllum betur. 1 einu orði sagt — “Hann lauk upp því gullna hliði” fyrir þjóð sinni, — út á það gekk æfin öll og fyrir það “lætur hún börnin sín blessa þann mann og bera sér nafn hans á munni.” Við sögu Vestur-íslendinga kemur séra Matthías meira en nokkur annar samtíðarmaður, er eigi hefir búið hér fyrir vestan hafið. Hann heimsótti þá fyrir 27 árum síðan og er eigi enn fent í sporin. Til þeirra kvað hann hvatningarljóð: “Særi’ eg yður við sól og báru, særi eg yður við líf og æru: yðrar tungu (orð þó yngist) aldrei gleyma í Vesturheimi.” •— Hvað er tungan? Sjálfur svarar hann því: Hún er Iist sem logar af hreysti, lifandi sál, andans form í mjúkum myndum og minnissaga farinna daga, flaumar lífs er striki halda.” Til þeirra ritaði hann ótal bréf og um þá fjölda blaðagreina. Um verk séra Matthíasar í jafn stuttu máli og þessu verður eigi rætt. Auk kvæðasafnsins í fimm bindum og leikritanna, er eftir hann sá sægur af þýðingum, sem eru hver annari betri, “Sögur herlæknisins” éftir Topélius, “Manfred” eftir Byron, leikrit Shake- speares, er ef til vill hafa haft minsta þýðingu, sálmar, blaðagreinar o. s. frv. Um hann má með sanni segja það, sem stóð um hann í Kirkjublað- inu þegar hann varð áttræður: Þú hefir víSförull veriS meS von þína, trú og ljóS, og margskonar ítök áttu í okkar samtíS og þjóS.” Þess vegna verður þakklætið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.