Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 57
TYÆR SÖGUR 5 5
fyrir mann gera. — Góða Hansa, þú
ert svo svartsýn,” bætti hún við, og
hermdi eftir Rúnu framan í hana. —
“Varstu ekki tilbúin að segja það,
ha?”
Hansína hafði með blíðkun og hót-
unum á víxl, fengið Rúnu til að liggja
í rúminu, á sunnudag og mánudag, og
á þriðjudagsmorguninn hætti hún ekki
fyr við hana, en hún hafði hátíðlega
lofað því að fara til læknis. Hann
hafði heimsóknartíma 10—1 I.
Rúna hafði gert sitt ítrasta til að
sannfæra Hansínu um, að sér hefði
ekki liðið jafn vel í margar vikur. En
það var enga “miskunn að finna hjá
Magnúsi”. — Og nú var hún að beygja
inn á götuna, þar sem læknir átti
heima.
“Kvef í þrjá mánuði, hósti, nætur-
sviti, lystarleysi, verkur undir vinstri
síðu,” sagði 'læknirinn ofur rólega, þar
sem hann sat í skrifstofustólnum.
Hann las það ems og heilsíðu auglýs-
ingu í Mogga: “Nýjar vörur frá
Ameríku: aðeins fyrir kaupmenn og
kaupfélög: Hveiti, kaffi, sykur, niður-
soðmr ávextir o- s. frv.”
“Haldið þér að eg þurfi að fara til
Vífilsstaða? Þér haldið bó ekki að eg
hafi — hafi —”
‘Hafið þér nokkurntíma verið nið-
ur á hafnargarði, þegar verið er að
skipa upp ? — Ekki það. — Eg hefi séð
þá skipa upp mjölsekkjum; en mér
hefir ekki verið mögulegt að sjá það
utan á sekkjunum, hvort þeir hafa
sódaköku-hveiti innan veggja, eða ill-
meltanlegt hrat. — Farið þér úr', eg
þarf að hlusta yð ur.”
“Hefi eg hita?” spurði Rúna með
öndina í hálsinum — læknirinn hafði
endað rannsóknina með því að mæ'la
hana.
“Hita! Auðvitað hafið þér hita.
Mjög líklegt að hér sætuð ekki þarna
ef þér væruð hitalaus,” svaraði læknir-
inn um leið og hann þvoði mælinn.
“Almáttugur! Eg hefi þá auðvitað
— auðvitað —” Það var grátklökkvi
í röddinni.
“Almáttugur! taktu dúsuna út úr
barninu, læknirinn er að koma,” sagði
konan. — Þér hafið hita, eðlilegan
líkamshita. Æskilegt að fólk hætti að
gælunefna sótthitann.”
Rúna tók alt í einu eftir því, að
skrifstofa læknisins var hlý og vin-
gjarnleg.
Hún fór að klæða sig. — Læknirinn
sat við skrifborðið -—- sneri við henni
bakinu. — “Þér eruð sveitastúlka,
Hafið verið hér í tvö ár? Hálft ann-
að ár hjá Kjaldal. Nánasti ættingi.
föðursystir; fósturmóðir yðar — býr
í sveit. Hvernig litist yður á að snúa
bakinu við Kjaldalsbúðinni um hríð,
segja skilið við “Gúttó”-ryk, “Iðnó”-
kulda og “Bíó”-troðning, og fara upp í
sveit og rifja flekk fyrir frænkuna?”
“Því miður er það ekki mögulegt
— af því við skildum í fússi. Frænka
vildi ekki að eg færi hingað — hún er
svo gamaldags, og svo er henni illa
við Reykjavík — eg veit ékki af
hverju. — Hún sagði, að eg skyldi
aldrei inn fyrir sínar dyr koma, ef eg
færi, — og eg fór-”
“Haldið þér ekki að blóðið myndi
renna til skyldunnar?”
“Eg get ómögulega átt það á hættu
að fara fýluferð; eg veit þér skiljið
það, læknir. Frænka var voða reið.
Hún sagðist ékki mundi verða hissa, þó
hún frétti, að eg hefði fengið krúnuna