Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 32
30
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Með því fyrsta, sem út kom eftir
Eirík á ensku, voru ritgerðir tvær um
rúnir. Voru þær árangurinn af rann-
sóknarferð, er hann fór um Norðurlönd
til þess að rannsaka rúnasteina. Þar
næst komu þýðingar af íslenzkum
þjóðsögnum (Legends of Iceland) í
tveimur bindum. Síðan komu út þýð-
ingar af eftiífylgjandi Norðurlanda- og
Islendingasögum: Grettissögu, Völs-
ungasögu, Friðþófssögu, Gunnlaugs
sögu Ormstungu, Hænsaþórirssögu,
Bandamannasögu, Eyrbyggju og fjög-
ur bindi af Heimskringlu, með fjölda
mörgum skýringum. Einnig þýðing af
kvæðinu “Lilja”. Af frumsömdum rit-
gerðum á ensku eftir hann eru þessar
einkum merkilegar: “Odin’s Horse,
Yggdrasill”, ný skýring á Eddusögunni
um askinn, þ. e. tréð, sem menn héldu
að Yggdrasils nafnið ætti við. Sýndi
Eiríkur fram á, að Yggdrasill þýddi
sama og hestur Óðins, Sleipnir. “Edda,
its derivation and meaning”' Færir hann
í þeirri ritgerð rök fyrir því að Edda,
nafn bókarinnar, sé dregið af bæjar-
nafninu Oddi. “Notes on shipbuilding in
the North”, mjög merkileg ritgerð, er
skýrir frá skipabyggingum fornmanna.
Er það þáttur úr menningarsögu rnann-
kynsins, sem skýrir frá framförum í
skipabyggingum og siglingum á Norð-
urlöndum.
Auk þessara ritgerða eru til fjölda
margar aðrar eftir hann á ensku. Eru
sumar fyrirlestrar, sem hann flutti í
málfræðingafélaginu í Cambridge eða
The Viking Club í Lundúnum. Var hann
meðlimur beggja þessara félaga og
fiutti oft fyrirlestra í þeim.
Af enskum ritverkum þýddi Eiríkur
á Islenzku “The Pilgrim’s Progress”,
tkáldsöguna frægu eftir Bunyan, og
“Storminn” (The Tempest) eftir
Shakespeare. Úr sænsku þýddi hann
allmikið á ensku eftir Runeberg, þar á
meðal langt skáldverk, “King Fjalar”,
sem hann var að Ijúka við semustu árin
er hann lifði. Sálminn alkunna, “Alt
eins og blómstrið eina”, þýddi hann á
ensku. Hann ritaði fjölda blaðagreina,
bæði á ensku og íslenzku, um ýms mál,
sem snertu ísland, svo sem bankamálið,
þegar stofna átti banka á íslandi, og
íleiri. Hann tók mikinn þátt í enskum
málum, og ávalt með brennandi áhuga.
Áhuginn var honum eiginlegur; hann
var heill og óskiftur í öllum málum,
sem hann lét sig nokkru skifta, annað
hvort með eða á móti.
Það var ekkert smáræðis verk, sem
Eiríkur afkastaði á sviði íslenzkra og
enskra bókmenta, en samt var starf
hans fyrir Island engan veginn bundið
við það. Eins og tekið hefir verið
fram, lét hann sig mörg mál íslenzku
þjóðarinnar miklu skifta, en bezt lýsti
ást hans til íslands sér í því, hversu vel
og drengilega hann brást við, þegar
íslenz'ku þjóðinni reið mest á að fá
hjálp frá öðrum löndum. Árið 1875
var mesta vandræðaár á Austurlandi,
sökum öskufalls. Safnaði Eiríkur þá á
Bretlandi gjöfum, sem námu 45,000
króna og fór sjálfur með féð til Is-
lands og sá um útbýtingu þess. Aftur
1882, þegar harðindi gengu yfir alt
land, safnaði hann samskotum, er urðu
yfir 86,000 krónur. Komst hann þá í
óvingan við nokkra helztu menn ís
lands, sem af skammsýni rituðu á móti
þessum samskotum í Lundúnablaðið
Times, og töldu þau óþörf. Sárnaði
Eirfki, sem von var, framkoma þessara
manna, og eigi var hann búinn að
gleyma henni nærri þrjátíu árum síð-