Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 32
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Með því fyrsta, sem út kom eftir Eirík á ensku, voru ritgerðir tvær um rúnir. Voru þær árangurinn af rann- sóknarferð, er hann fór um Norðurlönd til þess að rannsaka rúnasteina. Þar næst komu þýðingar af íslenzkum þjóðsögnum (Legends of Iceland) í tveimur bindum. Síðan komu út þýð- ingar af eftiífylgjandi Norðurlanda- og Islendingasögum: Grettissögu, Völs- ungasögu, Friðþófssögu, Gunnlaugs sögu Ormstungu, Hænsaþórirssögu, Bandamannasögu, Eyrbyggju og fjög- ur bindi af Heimskringlu, með fjölda mörgum skýringum. Einnig þýðing af kvæðinu “Lilja”. Af frumsömdum rit- gerðum á ensku eftir hann eru þessar einkum merkilegar: “Odin’s Horse, Yggdrasill”, ný skýring á Eddusögunni um askinn, þ. e. tréð, sem menn héldu að Yggdrasils nafnið ætti við. Sýndi Eiríkur fram á, að Yggdrasill þýddi sama og hestur Óðins, Sleipnir. “Edda, its derivation and meaning”' Færir hann í þeirri ritgerð rök fyrir því að Edda, nafn bókarinnar, sé dregið af bæjar- nafninu Oddi. “Notes on shipbuilding in the North”, mjög merkileg ritgerð, er skýrir frá skipabyggingum fornmanna. Er það þáttur úr menningarsögu rnann- kynsins, sem skýrir frá framförum í skipabyggingum og siglingum á Norð- urlöndum. Auk þessara ritgerða eru til fjölda margar aðrar eftir hann á ensku. Eru sumar fyrirlestrar, sem hann flutti í málfræðingafélaginu í Cambridge eða The Viking Club í Lundúnum. Var hann meðlimur beggja þessara félaga og fiutti oft fyrirlestra í þeim. Af enskum ritverkum þýddi Eiríkur á Islenzku “The Pilgrim’s Progress”, tkáldsöguna frægu eftir Bunyan, og “Storminn” (The Tempest) eftir Shakespeare. Úr sænsku þýddi hann allmikið á ensku eftir Runeberg, þar á meðal langt skáldverk, “King Fjalar”, sem hann var að Ijúka við semustu árin er hann lifði. Sálminn alkunna, “Alt eins og blómstrið eina”, þýddi hann á ensku. Hann ritaði fjölda blaðagreina, bæði á ensku og íslenzku, um ýms mál, sem snertu ísland, svo sem bankamálið, þegar stofna átti banka á íslandi, og íleiri. Hann tók mikinn þátt í enskum málum, og ávalt með brennandi áhuga. Áhuginn var honum eiginlegur; hann var heill og óskiftur í öllum málum, sem hann lét sig nokkru skifta, annað hvort með eða á móti. Það var ekkert smáræðis verk, sem Eiríkur afkastaði á sviði íslenzkra og enskra bókmenta, en samt var starf hans fyrir Island engan veginn bundið við það. Eins og tekið hefir verið fram, lét hann sig mörg mál íslenzku þjóðarinnar miklu skifta, en bezt lýsti ást hans til íslands sér í því, hversu vel og drengilega hann brást við, þegar íslenz'ku þjóðinni reið mest á að fá hjálp frá öðrum löndum. Árið 1875 var mesta vandræðaár á Austurlandi, sökum öskufalls. Safnaði Eiríkur þá á Bretlandi gjöfum, sem námu 45,000 króna og fór sjálfur með féð til Is- lands og sá um útbýtingu þess. Aftur 1882, þegar harðindi gengu yfir alt land, safnaði hann samskotum, er urðu yfir 86,000 krónur. Komst hann þá í óvingan við nokkra helztu menn ís lands, sem af skammsýni rituðu á móti þessum samskotum í Lundúnablaðið Times, og töldu þau óþörf. Sárnaði Eirfki, sem von var, framkoma þessara manna, og eigi var hann búinn að gleyma henni nærri þrjátíu árum síð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.